Erlent

Um tíu látnir eftir skot­hríð verslunar­stjóra Wal­mart í Virginíu

Atli Ísleifsson skrifar
Árásin átti sér stað um klukkan 22 að staðartíma, eða um klukkan þrjú að íslenskum tíma í nótt.
Árásin átti sér stað um klukkan 22 að staðartíma, eða um klukkan þrjú að íslenskum tíma í nótt. AP

Allt að tíu eru látnir eftir að maður hóf skothríð inni í Walmart-verslun í Virginíu í Bandaríkjunum í nótt. Erlendir fjölmiðlar segja að talið sé að árásarmaðurinn sé verslunarstjóri verslunarinnar.

Lögregla í Virginíu segja manninn hafi skotið hóp viðskiptavina og síðar svipt sig lífi. Verslunin sem um ræðir er í bænum Chesapeake í suðausturhluta ríkisins.

Enn er margt óljóst varðandi árásina en lögregla segir allt að tíu látna og fjölmarga hafa særst í árásinni. Enn liggi ekkert fyrir um ástæður árásarinnar.

Árásin var gerð upp úr klukkan 22 að staðartíma, eða um þrjú í nótt að íslenskum tíma.

Erlendir fjölmiðlar segja árásina hafa verið gerða inni í versluninni og að maðurinn hafi verið einn að verki.

Talsmaður verslunarkeðjunnar Walmart segist í áfalli vegna þessa hörmulega máls og að unnið sé náið með lögreglu að rannsókninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×