Helga Ólafsdóttir er nýr stjórnandi HönnunarMars Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. nóvember 2022 09:00 Helga Ólafsdóttir er nýr stjórnandi HönnunarMars. Aldís Pálsdóttir Nýr stjórnandi HönnunarMars er Helga Ólafsdóttir og tekur hún til starfa 1. desember næstkomandi. HönnunarMars er ein af sex borgarhátíðum Reykjavíkur og fer fram í fimmtánda sinn dagana 3. til 7. maí á næsta ári. Helga, sem oft er kennd við Igló+Indí, tekur við starfinu af Þórey Einarsdóttir sem stýrt hefur hátíðinni frá árinu 2019 en var á dögunum ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri Vísindagarða Háskóla Íslands. Helga er með BA gráðu í fatahönnun og vöruþróun frá Hellerup Textile College í Kaupmannahöfn og fatahönnun frá Kent Institute of Art and Design á Englandi. „Hún er með víðtæka reynslu þegar kemur að stjórnun, rekstri og þróun skapandi verkefna, nú síðast fyrir fyrirtæki á borð við Rammagerðina, 66°Norður, Geysi og BestSeller á Íslandi. Helga stofnaði árið 2008 barnafatamerkið Igló+Indí og var framkvæmdastjóri og listrænn stjórnandi til ársins 2019. Auk þess hefur hún starfað sem yfirhönnuður hjá Ilse Jacobsen, vöruþróunarstjóri hjá Nikita og hönnuður hjá All Saints á Englandi,“ segir í tilkynningu frá Miðstöð hönnunar og arkitektúrs. Frá HönnunarMarsAldís Pálsdóttir „Ég er full tilhlökkunar að taka við sem stjórnandi HönnunarMars og hef einlægan metnað og ástríðu fyrir því að íslensk hönnun haldi áfram að vaxa og skipa enn stærri sess í okkar menningu og atvinnulífi. Allt frá fyrstu hátíðinni 2009 hef ég fylgst með HönnunarMars vaxa og dafna bæði sem þátttakandi og gestur. HönnunarMars er einn af lykilþáttum sem við Íslendingar getum nýtt til að styrkja eigin verðmætasköpun, stuðla að betra samfélagi og færa hönnun enn sterkar inn í okkar daglega líf. Ég hlakka til að vinna með frábæru teymi og samstarfsaðilum að því að byggja upp HönnunarMars til framtíðar, nýta þann góða grunn sem nú þegar hefur verið skapaður og efla enn frekar þá mögnuðu krafta sem búa í íslenskum hönnuðum,“ segir Helga Ólafsdóttir, nýr stjórnandi HönnunarMars. HönnunarMars hefur farið fram árlega frá árinu 2009 þar sem gestum gefst tækifæri til að kynnast fjölbreytileika hönnunar og arkitektúrs og mikilvægi greinanna í nýsköpun, atvinnulífi og í þróun samfélagssins. Hátíðin leiðir saman sýnendur og gesti, boðar nýjungar og óvænta nálgun. Helga ætlar að efla enn frekar þá krafta sem búa í íslenskum hönnuðum.Aldís Pálsdóttir „Hún er lífleg höfn hugmynda, ólíkra sjónarmiða og þekkingar, hreyfiafl sem auðgar og bætir samfélagið. HönnunarMars er skipulagður af Miðstöð hönnunar og arkitektúrs og er eitt helsta kynningarverkefni íslenskrar hönnunar og arkitektúrs innanlands sem og á alþjóðlegum vettvangi,“ segir í tilkynningunni. „Það er frábært að fá Helgu til liðs við HönnunarMars. Hún hefur mikla og verðmæta reynslu sem hönnuður, listrænn stjórnandi, frumkvöðull og framkvæmdastjóri hönnunarfyrirtækis með rekstur á Íslandi og erlendis. HönnunarMars er stór hátíð sem tengir á milli ólíkra greina og faghópa, þar birtast verkefni einstaklinga, hópa, frumkvöðla, stór og smá fyrirtæki og stofnanir sem öll snúast um hönnun með einum eða öðrum hætti. Við hlökkum til að fá Helgu til liðs við öflugt teymi HönnunarMars,“ er haft eftir Höllu Helgadóttur, framkvæmdastjóra Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs. Eins og áður sagði fer HönnunarMars næst fram í maí árið 2023. Vistaskipti HönnunarMars Tíska og hönnun Tengdar fréttir Ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri Vísindagarða Þórey Einarsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri Vísindagarða Háskóla Íslands. 11. október 2022 13:35 Plastplan sigurvegari Hönnunarverðlauna Íslands 2022 Hönnunarstofan Plastplan er sigurvegari Hönnunarverðlauna Íslands 2022 fyrir hugsjón sína, hönnun og stuðning við efnahringrásina. 18. nóvember 2022 07:26 Skálað fyrir HönnunarMars 2022 Það var tilefni til skála eftir einstaklega vel heppnaðan HönnunarMars á lokahófi hátíðarinnar sem fór fram á Slippbarnum. Þar komu saman þátttakendur, vinir og velunnarar íslenskrar hönnunar og fögnuðu. 12. maí 2022 17:30 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Helga, sem oft er kennd við Igló+Indí, tekur við starfinu af Þórey Einarsdóttir sem stýrt hefur hátíðinni frá árinu 2019 en var á dögunum ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri Vísindagarða Háskóla Íslands. Helga er með BA gráðu í fatahönnun og vöruþróun frá Hellerup Textile College í Kaupmannahöfn og fatahönnun frá Kent Institute of Art and Design á Englandi. „Hún er með víðtæka reynslu þegar kemur að stjórnun, rekstri og þróun skapandi verkefna, nú síðast fyrir fyrirtæki á borð við Rammagerðina, 66°Norður, Geysi og BestSeller á Íslandi. Helga stofnaði árið 2008 barnafatamerkið Igló+Indí og var framkvæmdastjóri og listrænn stjórnandi til ársins 2019. Auk þess hefur hún starfað sem yfirhönnuður hjá Ilse Jacobsen, vöruþróunarstjóri hjá Nikita og hönnuður hjá All Saints á Englandi,“ segir í tilkynningu frá Miðstöð hönnunar og arkitektúrs. Frá HönnunarMarsAldís Pálsdóttir „Ég er full tilhlökkunar að taka við sem stjórnandi HönnunarMars og hef einlægan metnað og ástríðu fyrir því að íslensk hönnun haldi áfram að vaxa og skipa enn stærri sess í okkar menningu og atvinnulífi. Allt frá fyrstu hátíðinni 2009 hef ég fylgst með HönnunarMars vaxa og dafna bæði sem þátttakandi og gestur. HönnunarMars er einn af lykilþáttum sem við Íslendingar getum nýtt til að styrkja eigin verðmætasköpun, stuðla að betra samfélagi og færa hönnun enn sterkar inn í okkar daglega líf. Ég hlakka til að vinna með frábæru teymi og samstarfsaðilum að því að byggja upp HönnunarMars til framtíðar, nýta þann góða grunn sem nú þegar hefur verið skapaður og efla enn frekar þá mögnuðu krafta sem búa í íslenskum hönnuðum,“ segir Helga Ólafsdóttir, nýr stjórnandi HönnunarMars. HönnunarMars hefur farið fram árlega frá árinu 2009 þar sem gestum gefst tækifæri til að kynnast fjölbreytileika hönnunar og arkitektúrs og mikilvægi greinanna í nýsköpun, atvinnulífi og í þróun samfélagssins. Hátíðin leiðir saman sýnendur og gesti, boðar nýjungar og óvænta nálgun. Helga ætlar að efla enn frekar þá krafta sem búa í íslenskum hönnuðum.Aldís Pálsdóttir „Hún er lífleg höfn hugmynda, ólíkra sjónarmiða og þekkingar, hreyfiafl sem auðgar og bætir samfélagið. HönnunarMars er skipulagður af Miðstöð hönnunar og arkitektúrs og er eitt helsta kynningarverkefni íslenskrar hönnunar og arkitektúrs innanlands sem og á alþjóðlegum vettvangi,“ segir í tilkynningunni. „Það er frábært að fá Helgu til liðs við HönnunarMars. Hún hefur mikla og verðmæta reynslu sem hönnuður, listrænn stjórnandi, frumkvöðull og framkvæmdastjóri hönnunarfyrirtækis með rekstur á Íslandi og erlendis. HönnunarMars er stór hátíð sem tengir á milli ólíkra greina og faghópa, þar birtast verkefni einstaklinga, hópa, frumkvöðla, stór og smá fyrirtæki og stofnanir sem öll snúast um hönnun með einum eða öðrum hætti. Við hlökkum til að fá Helgu til liðs við öflugt teymi HönnunarMars,“ er haft eftir Höllu Helgadóttur, framkvæmdastjóra Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs. Eins og áður sagði fer HönnunarMars næst fram í maí árið 2023.
Vistaskipti HönnunarMars Tíska og hönnun Tengdar fréttir Ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri Vísindagarða Þórey Einarsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri Vísindagarða Háskóla Íslands. 11. október 2022 13:35 Plastplan sigurvegari Hönnunarverðlauna Íslands 2022 Hönnunarstofan Plastplan er sigurvegari Hönnunarverðlauna Íslands 2022 fyrir hugsjón sína, hönnun og stuðning við efnahringrásina. 18. nóvember 2022 07:26 Skálað fyrir HönnunarMars 2022 Það var tilefni til skála eftir einstaklega vel heppnaðan HönnunarMars á lokahófi hátíðarinnar sem fór fram á Slippbarnum. Þar komu saman þátttakendur, vinir og velunnarar íslenskrar hönnunar og fögnuðu. 12. maí 2022 17:30 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri Vísindagarða Þórey Einarsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri Vísindagarða Háskóla Íslands. 11. október 2022 13:35
Plastplan sigurvegari Hönnunarverðlauna Íslands 2022 Hönnunarstofan Plastplan er sigurvegari Hönnunarverðlauna Íslands 2022 fyrir hugsjón sína, hönnun og stuðning við efnahringrásina. 18. nóvember 2022 07:26
Skálað fyrir HönnunarMars 2022 Það var tilefni til skála eftir einstaklega vel heppnaðan HönnunarMars á lokahófi hátíðarinnar sem fór fram á Slippbarnum. Þar komu saman þátttakendur, vinir og velunnarar íslenskrar hönnunar og fögnuðu. 12. maí 2022 17:30