Íslenski boltinn

Ný­liðar FH til­kynna tvo nýja leik­menn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Þær Berglind Þrastardóttir og Sara Montero munu leika í Bestu deild kvenna sumarið 2023.
Þær Berglind Þrastardóttir og Sara Montero munu leika í Bestu deild kvenna sumarið 2023. FH

FH leikur í Bestu deild kvenna í fótbolta á næstu leiktíð og hefur þegar hafið að styrkja leikmannahóp sinn fyrir komandi átök. Í dag tilkynnti liðið að tveir ungir og efnilegir leikmenn hefðu samið við FH.

Leikmennirnir sem um er ræðir eru hin 18 ára gamla Berglind Þrastardóttir og hin 19 ára gamla Sara Montero. Sú fyrrnefnda skipti reyndar yfir í FH í sumar en hún kemur frá erkifjendunum í Haukum. Alls lék hún 9 leiki fyrir FH í Lengjudeildinni og skoraði 3 mörk þegar FH tryggði sér sæti meðal þeirra bestu hér á landi.

Sara Montero kemur frá Fjölni þar sem hún hefur raðað inn mörkum þrátt fyrir ungan aldur. Alls á hún að baki 91 KSÍ leik og hefur skorað í þeim 51 mark. Þá hafa báðar spilað fyrir yngri landslið Íslands.

„Það er okkur FH-ingum mikið gleðiefni að svona ungir og efnilegir leikmenn semji til lengri tíma við okkur. Við hlökkum öll að fylgjast með þeim dafna í Kaplakrika,“ segir að endingu í tilkynningu FH.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×