Kyrie Irving slapp úr banninu í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2022 10:30 Kyrie Irving var ánægður með að fá aftur að spila körfubolta með Brooklyn Nets liðinu í nótt. AP/Eduardo Munoz Körfuboltamaðurinn Kyrie Irving gat loksins mætt í vinnuna í NBA-deildinni í nótt en hann snéri þá aftur í lið Brooklyn Nets eftir tveggja vikna fjarveru. Brooklyn Nets setti Kyrie í bann fyrir að deila á samfélagmiðlum upp úr bók og kvikmynd sem snérust um gyðingahatur. Welcome back Kyrie Irving as he nails the triple in his first game back pic.twitter.com/LvrdYWXZmW— ClutchPoints (@ClutchPointsApp) November 21, 2022 Irving fékk á sig mikla gagnrýni og auk þess að vera settur í bann þá missti hann meðal annars stóran auglýsingasamning við Nike íþróttavöruframleiðandann. Í yfirlýsingu frá Nike sagði að fyrirtækið líði hvorki gyðingahatur né nokkurt form hatursorðræðu og það er óhætt að segja að Irving hafi fengið slæma útreið í fjölmiðlum vegna háttalags síns. Kyrie var alls frá í átta leiki en hann þurfti að uppfylla mörg skilyrði til að fá að snúa aftur inn á völlinn. Irving hjálpaði Brooklyn Nets að vinna 127-115 sigur á Memphis Grizzlies í nótt en hann skoraði 14 stig og tók 5 fráköst. Kyrie Irving has a lot of support outside of Barclays Center today (Via @PlainJaneDee_) pic.twitter.com/DQpSAJ0ool— NBACentral (@TheNBACentral) November 20, 2022 Irving var ánægður með að fá að spila aftur með liðsfélögum sínum. „Mér leið vel. Ég saknaði liðsfélaganna og saknaði þjálfarateymisins. Það er gott að komast í gegnum þennan fyrsta leik og núna getum við horft fram á veginn á þessu tímabili,“ sagði Kyrie Irving eftir leikinn. Hann hitti úr 5 af 12 skotum en náði ekki að gefa eina stoðsendingu á 26 mínútum. Irving sagðist líka aldrei hafa efast um að hann myndi spila aftur fyrir Brooklyn Nets en margir héldu að hans tíma hjá Nets liðinu væri lokið eftir þetta bann. Black Hebrew Israelites out in force today, chanting we are the real Jews and time to wake up, as they marched towards the Barclay s Center in support of Kyrie Irving s return. pic.twitter.com/hUPbbHlsBg— Ari Ingel (@OGAride) November 21, 2022 NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
Brooklyn Nets setti Kyrie í bann fyrir að deila á samfélagmiðlum upp úr bók og kvikmynd sem snérust um gyðingahatur. Welcome back Kyrie Irving as he nails the triple in his first game back pic.twitter.com/LvrdYWXZmW— ClutchPoints (@ClutchPointsApp) November 21, 2022 Irving fékk á sig mikla gagnrýni og auk þess að vera settur í bann þá missti hann meðal annars stóran auglýsingasamning við Nike íþróttavöruframleiðandann. Í yfirlýsingu frá Nike sagði að fyrirtækið líði hvorki gyðingahatur né nokkurt form hatursorðræðu og það er óhætt að segja að Irving hafi fengið slæma útreið í fjölmiðlum vegna háttalags síns. Kyrie var alls frá í átta leiki en hann þurfti að uppfylla mörg skilyrði til að fá að snúa aftur inn á völlinn. Irving hjálpaði Brooklyn Nets að vinna 127-115 sigur á Memphis Grizzlies í nótt en hann skoraði 14 stig og tók 5 fráköst. Kyrie Irving has a lot of support outside of Barclays Center today (Via @PlainJaneDee_) pic.twitter.com/DQpSAJ0ool— NBACentral (@TheNBACentral) November 20, 2022 Irving var ánægður með að fá að spila aftur með liðsfélögum sínum. „Mér leið vel. Ég saknaði liðsfélaganna og saknaði þjálfarateymisins. Það er gott að komast í gegnum þennan fyrsta leik og núna getum við horft fram á veginn á þessu tímabili,“ sagði Kyrie Irving eftir leikinn. Hann hitti úr 5 af 12 skotum en náði ekki að gefa eina stoðsendingu á 26 mínútum. Irving sagðist líka aldrei hafa efast um að hann myndi spila aftur fyrir Brooklyn Nets en margir héldu að hans tíma hjá Nets liðinu væri lokið eftir þetta bann. Black Hebrew Israelites out in force today, chanting we are the real Jews and time to wake up, as they marched towards the Barclay s Center in support of Kyrie Irving s return. pic.twitter.com/hUPbbHlsBg— Ari Ingel (@OGAride) November 21, 2022
NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira