Fótbolti

Andri Fannar á leið í mynda­töku

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Andri Fannar í leik með íslenska A-landsliðinu.
Andri Fannar í leik með íslenska A-landsliðinu. Vísir/Vilhelm

Andri Fannar Baldursson, leikmaður NEC Nijmegen í Hollandi og U-21 árs landsliðs Íslands, þarf að fara í myndartöku eftir að verða fyrir slæmri tæklingu í vináttuleik Skotlands og Íslands á dögunum.

Hinn tvítugi Andri Fannar var í byrjunarliði íslenska U-21 árs landsliðsins sem sótti Skotlands heim. Um miðbik fyrri hálfleiks varð Andri Fannar fyrir slæmri tæklingu og haltraði af velli.

Andri Fannar staðfesti í samtali við Fótbolti.net að hann væri á leið í myndatöku um leið og hann kæmi til Íslands en sem stendur getur hann ekki staðið í löppina.

Andri Fannar er leikmaður Bologna sem spilar í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni. Eftir að fá tækifæri með liðinu árið 2020 fór hann á láni til FC Kaupmannahafnar á síðustu leiktíð. Liðið varð meistari en Andri Fannar var mikið meiddur og náði sér ekki á strik.

Nú er hann á láni hjá NEC í Hollandi en þar eru menn í fríi til 28. nóvember næstkomandi. NEC er sem stendur í 9. sæti hollensku úrvalsdeildarinnar með 17 stig að loknum 14 umferðum.

Andri Fannar hefur leikið 9 A-landsleiki og 45 leiki fyrir yngri landslið Íslands.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×