Koma af fjöllum vegna kókaíns í kaffivél sem lögregla vissi af Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. nóvember 2022 13:40 Lögregla rannsakar nú tilraun til innflutnings á kókaíni. Getty Lögreglan á Suðurnesjum hefur til rannsóknar innflutning á tæpum tveimur kílóum af kókaíni sem falin voru í kaffivél. Hinir grunuðu virðast hafa gengið í gildru lögreglu sem vissi af sendingunni. Fjölskyldufaðir, sem er með stöðu sakbornings í málinu, virðist hafa blandað bæði föður sínum og syni í málið. Annar sakborningur er grunaður um að sitja á tugum milljóna sem lögregla telur hann ekki geta útskýrt. Þeir báðir segjast ekkert vita um umræddan pakka. Málið má rekja í gegnum nokkra úrskurði Landsréttar frá því í síðasta mánuði sem hafa einungis nýverið verið birtir á vef dómstólsins. Hófst það þannig að þann 27. september síðastliðinn fékk lögreglan hér á landi ábendingu frá lögreglunni í Þýskalandi um að sending væri í Köln sem væri á leið til landsins. Sendingin innihéldi fíkniefni. Lögreglan á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins.Vísir/vilhelm Við gegnumlýsingu á pakkanum hafi sést kaffivél og sitthvað fleira, hvítt efni falið í málmíláti. Fram kemur í úrskurðum Landsréttar að í ljós hafi komið að umrætt efni væri kókaín, nánar tiltekið 1,9 kíló. Hleruðu síma viðtakandans Við frumrannsókn málsins kom í ljós að faðir eins af sakborningunum í málinu væri skráður móttakandi sendingarinnar. Lögregla fékk leyfi til að hlera síma hins skráða móttakanda. Við það vaknaði grunur um að sonur mannsins væri sá sem raunverulega stæði að baki innflutningi fíkniefnanna. Ákveðið var að senda pakkann áfram til Íslands, þar sem lögregla tók á móti sendingunni. Að því búnu virðist lögregla hafa ráðist í aðgerð til þess að komast í botns í málinu. Þann 6. október var pakkinn afhentur föður mannsins. Fram hefur komið í fréttum RÚV af málinu að hann sé ekki talinn hafa haft vitneskju um hvað leyndist í pakkanum. Landsréttur hefur kveðið upp nokkra úrskurði sem tengjast málinu.vísir/hanna Um kvöldið sama dag kom sonur mannsins að heimili föður síns. Með í för var sonur hans, það er afabarn þess sem tók á móti sendingunni. Fram hefur komið í fréttum RÚV af málinu að sá sé aðeins sextán ára gamall. Hann var hnepptur í gæsluvarðhald vegna málsins og sætti einangrun áður en að Landsréttur sneri þeim úrskurði við, eins og nánar verður vikið að hér að neðan. Sóttu pakkann og reyndu að opna Feðgarnir sóttu pakkann til afans og fóru með pakkann í annað hús sem maðurinn hafði umráð yfir. Þangað kom annar maður, sem einnig liggur undir grun í málinu og hefur setið í einangrun vegna málsins. Sá hefur sagt við yfirheyrslur að hann hafi einungis ætlað að koma með flot, efni sem notað er í byggingarvinnu, að húsinu. Flotið var að vísu ekki með í för þar sem hann sagðist hafa verið slasaður á putta. Því hafi hann ekki getað komið með flotið umrætt kvöld. Fram kemur í úrskurðum Landsréttar að þeir þrír hafi reynt að opna pakkann en látið staðar numið. Skömmu síðar handtók lögregla manninn og son hans í kjölfarið en þriðji maðurinn var handtekinn á Reykjanesbraut. Pakkinn fannst við leit lögreglu í húsinu Ekki rökstuddur grunur um aðild drengsins Ýmsir aðilar voru hnepptir í gæsluvarðhald vegna málsins. Fram hefur komið í fréttum að eiginkona annars mannsins, og móðir hins sextán ára drengs, hafi setið í gæsluvarðhaldi um tíma. Hún neiti hins vegar allri vitneskju um málið. Hún hefur þó greint frá því að hafa tekið út um 700 þúsund krónur í reiðufé í vinnuferð erlendis, sem hún afhenti ótilgreindum manni að beiðni eiginmanns síns. Einn hinna handteknu var gripinn á Reykjanesbraut í október. Myndin tengist fréttinni ekki að öðru leyti en að hér má sjá Reykjanesbraut.Vísir/Arnar Sextán ára drengurinn var einnig úrskurðaður í gæsluvarðhald og einangrun vegna málsins þann 7. október síðastliðinn. Fjórum dögum síðar felldi Landsréttur þann úrskurð úr gildi á þeim grundvelli að ekki væri kominn fram rökstuddur grunur um aðild hans að innflutningnum. Fram kemur í úrskurðinum að drengurinn hafi við yfirheyrslu ekkert sagst vita um fíkniefnin, hann hafi verið að aðstoða föður sinn við að taka húsið í gegn. Vörn hans var meðal annars byggð á því að hann hafi verið neyddur af föður sínum til að aka bílnum umrædda nótt sem þeir voru handteknir. Hann hafi ekki haft neina stjórn á aðstæðum. Segist ekkert vita um pakkann Faðir drengsins hefur setið í gæsluvarðhaldi og einangrun vegna málsins. Fram kemur í úrskurði Landsréttar að hann neiti sök og telji sig ekkert vita um umræddan pakka. Lögreglu grunar hins vegar að maðurinn hafi í fleiri skipti flutt ólögleg fíkniefni til landsins. Þá telur lögregla að hann hafi ekki staðið einn að innflutningnum. Verið sé að rannsaka ýmis gögn sem lagt hafi verið hald á sem lögregla telur að geti varpað ljósi á ýmislegt tengt málinu. Meðal annars hugsanlega vitorðsmenn hér á landi eða erlendis. Hátt í sextíu milljónir sem eru óútskýrðar Hinn maðurinn, sá sem sagðist hafa ætlað að koma með flotið að húsinu, hefur einnig setið í einangrun vegna málsins. Hann hefur neitað sök í málinu og reynst ósamvinnuþýður. Fram kemur í úrskurði Landsréttar að lögregla hafi lagt hald á síma mannsins og aflað sér heimildar til að skoða símann. Í símanum hafi lögregla fundið út að maðurinn hafi fengið skilaboð sama dag og pakkinn var afhentur. Skilaboðin eru sögð hafa innihaldið upplýsingar um hvernig ætti að opna pakkann og sækja fíkninefnin. Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar málið.Vísir/Egill Í yfirheyrslum er maðurinn sagður hafa lítið tjáð sig um málið og raunar ekkert kannast við pakkann. Á móti bendir lögregla á að í símanum hafi fundist skjáskot sem sýni rakningarupplýsingar pakkans frá ótilgreindum aðila. Maðurinn hefur ekki viljað tjá sig um þann mann. Þá kemur fram í úrskurði Landsréttar að hann hafi verið ósamvinnuþýður við rannsókn málsins. Hann hafi hafnað húsleit, afléttingu bankaleyndar og rannsókn á rafrænu innihald ýmissa muna sem lögregla lagði hald á. Því hafi lögregla þurft að sækja dómsúrskurði til að geta rannsakað þess anga málsins. Þetta hafi tafið rannsóknina. Lögregla telur einnig að maðurinn stundi sölu og dreifingu fíkniefna hér á landi og tengist þar að auki fjármögnun á innflutningi fíkiefna. Þá hafi rannsókn á bankagögnum leitt í ljós að maðurinn eigi bankareikning þar sem finna megi heildarinnborganir upp á 56 milljónir á ótilgreindu tímabili. Lögregla telur að yfirgnæfandi meirihluti innkomu mannsins sé óútskýrð. Dómsmál Lögreglumál Fíkniefnabrot Smygl Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Málið má rekja í gegnum nokkra úrskurði Landsréttar frá því í síðasta mánuði sem hafa einungis nýverið verið birtir á vef dómstólsins. Hófst það þannig að þann 27. september síðastliðinn fékk lögreglan hér á landi ábendingu frá lögreglunni í Þýskalandi um að sending væri í Köln sem væri á leið til landsins. Sendingin innihéldi fíkniefni. Lögreglan á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins.Vísir/vilhelm Við gegnumlýsingu á pakkanum hafi sést kaffivél og sitthvað fleira, hvítt efni falið í málmíláti. Fram kemur í úrskurðum Landsréttar að í ljós hafi komið að umrætt efni væri kókaín, nánar tiltekið 1,9 kíló. Hleruðu síma viðtakandans Við frumrannsókn málsins kom í ljós að faðir eins af sakborningunum í málinu væri skráður móttakandi sendingarinnar. Lögregla fékk leyfi til að hlera síma hins skráða móttakanda. Við það vaknaði grunur um að sonur mannsins væri sá sem raunverulega stæði að baki innflutningi fíkniefnanna. Ákveðið var að senda pakkann áfram til Íslands, þar sem lögregla tók á móti sendingunni. Að því búnu virðist lögregla hafa ráðist í aðgerð til þess að komast í botns í málinu. Þann 6. október var pakkinn afhentur föður mannsins. Fram hefur komið í fréttum RÚV af málinu að hann sé ekki talinn hafa haft vitneskju um hvað leyndist í pakkanum. Landsréttur hefur kveðið upp nokkra úrskurði sem tengjast málinu.vísir/hanna Um kvöldið sama dag kom sonur mannsins að heimili föður síns. Með í för var sonur hans, það er afabarn þess sem tók á móti sendingunni. Fram hefur komið í fréttum RÚV af málinu að sá sé aðeins sextán ára gamall. Hann var hnepptur í gæsluvarðhald vegna málsins og sætti einangrun áður en að Landsréttur sneri þeim úrskurði við, eins og nánar verður vikið að hér að neðan. Sóttu pakkann og reyndu að opna Feðgarnir sóttu pakkann til afans og fóru með pakkann í annað hús sem maðurinn hafði umráð yfir. Þangað kom annar maður, sem einnig liggur undir grun í málinu og hefur setið í einangrun vegna málsins. Sá hefur sagt við yfirheyrslur að hann hafi einungis ætlað að koma með flot, efni sem notað er í byggingarvinnu, að húsinu. Flotið var að vísu ekki með í för þar sem hann sagðist hafa verið slasaður á putta. Því hafi hann ekki getað komið með flotið umrætt kvöld. Fram kemur í úrskurðum Landsréttar að þeir þrír hafi reynt að opna pakkann en látið staðar numið. Skömmu síðar handtók lögregla manninn og son hans í kjölfarið en þriðji maðurinn var handtekinn á Reykjanesbraut. Pakkinn fannst við leit lögreglu í húsinu Ekki rökstuddur grunur um aðild drengsins Ýmsir aðilar voru hnepptir í gæsluvarðhald vegna málsins. Fram hefur komið í fréttum að eiginkona annars mannsins, og móðir hins sextán ára drengs, hafi setið í gæsluvarðhaldi um tíma. Hún neiti hins vegar allri vitneskju um málið. Hún hefur þó greint frá því að hafa tekið út um 700 þúsund krónur í reiðufé í vinnuferð erlendis, sem hún afhenti ótilgreindum manni að beiðni eiginmanns síns. Einn hinna handteknu var gripinn á Reykjanesbraut í október. Myndin tengist fréttinni ekki að öðru leyti en að hér má sjá Reykjanesbraut.Vísir/Arnar Sextán ára drengurinn var einnig úrskurðaður í gæsluvarðhald og einangrun vegna málsins þann 7. október síðastliðinn. Fjórum dögum síðar felldi Landsréttur þann úrskurð úr gildi á þeim grundvelli að ekki væri kominn fram rökstuddur grunur um aðild hans að innflutningnum. Fram kemur í úrskurðinum að drengurinn hafi við yfirheyrslu ekkert sagst vita um fíkniefnin, hann hafi verið að aðstoða föður sinn við að taka húsið í gegn. Vörn hans var meðal annars byggð á því að hann hafi verið neyddur af föður sínum til að aka bílnum umrædda nótt sem þeir voru handteknir. Hann hafi ekki haft neina stjórn á aðstæðum. Segist ekkert vita um pakkann Faðir drengsins hefur setið í gæsluvarðhaldi og einangrun vegna málsins. Fram kemur í úrskurði Landsréttar að hann neiti sök og telji sig ekkert vita um umræddan pakka. Lögreglu grunar hins vegar að maðurinn hafi í fleiri skipti flutt ólögleg fíkniefni til landsins. Þá telur lögregla að hann hafi ekki staðið einn að innflutningnum. Verið sé að rannsaka ýmis gögn sem lagt hafi verið hald á sem lögregla telur að geti varpað ljósi á ýmislegt tengt málinu. Meðal annars hugsanlega vitorðsmenn hér á landi eða erlendis. Hátt í sextíu milljónir sem eru óútskýrðar Hinn maðurinn, sá sem sagðist hafa ætlað að koma með flotið að húsinu, hefur einnig setið í einangrun vegna málsins. Hann hefur neitað sök í málinu og reynst ósamvinnuþýður. Fram kemur í úrskurði Landsréttar að lögregla hafi lagt hald á síma mannsins og aflað sér heimildar til að skoða símann. Í símanum hafi lögregla fundið út að maðurinn hafi fengið skilaboð sama dag og pakkinn var afhentur. Skilaboðin eru sögð hafa innihaldið upplýsingar um hvernig ætti að opna pakkann og sækja fíkninefnin. Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar málið.Vísir/Egill Í yfirheyrslum er maðurinn sagður hafa lítið tjáð sig um málið og raunar ekkert kannast við pakkann. Á móti bendir lögregla á að í símanum hafi fundist skjáskot sem sýni rakningarupplýsingar pakkans frá ótilgreindum aðila. Maðurinn hefur ekki viljað tjá sig um þann mann. Þá kemur fram í úrskurði Landsréttar að hann hafi verið ósamvinnuþýður við rannsókn málsins. Hann hafi hafnað húsleit, afléttingu bankaleyndar og rannsókn á rafrænu innihald ýmissa muna sem lögregla lagði hald á. Því hafi lögregla þurft að sækja dómsúrskurði til að geta rannsakað þess anga málsins. Þetta hafi tafið rannsóknina. Lögregla telur einnig að maðurinn stundi sölu og dreifingu fíkniefna hér á landi og tengist þar að auki fjármögnun á innflutningi fíkiefna. Þá hafi rannsókn á bankagögnum leitt í ljós að maðurinn eigi bankareikning þar sem finna megi heildarinnborganir upp á 56 milljónir á ótilgreindu tímabili. Lögregla telur að yfirgnæfandi meirihluti innkomu mannsins sé óútskýrð.
Dómsmál Lögreglumál Fíkniefnabrot Smygl Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira