Teymi frá Veðurstofu metur hvort hættan sé liðin hjá Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. nóvember 2022 11:50 Frá vettvangi í morgun. Lögreglan Enn er óvíst hvenær hægt verður að senda mannskap til að hreinsa aurinn sem liggur yfir Grenivíkurveg eftir að stærðarinnar skriða féll á veginn í gærmorgun. Teymi sérfræðinga frá Veðurstofu Íslands er á vettvangi og reynir að meta hvort hættan sé liðin hjá. Það var um sexleytið í gærmorgun sem stærðarinnar aurskriða féll á Grenivíkurveg. Á sama tíma var tveimur bílum ekið eftir veginum og hreif skriðan þá báða með sér. Engan sakaði. Í öðrum þeirra var Ægir Jóhannsson sem býr á Akureyri en starfar á Grenivík. Vegurinn hefur verið ófær síðan skriðan féll. Vegagerðin bíður átekta en hópur skriðusérfræðinga frá Veðurstofu Íslands er fyrir norðan þessa stundina og metur hvort óhætt sé að hleypa mannskap í að hreinsa veginn. „Það er hópur frá okkur að skoða aðstæður og meta hver staðan er og hvort hættan sé farin úr þessu og þess háttar,“ segir Ester Hlíðar Jensen, skriðusérfræðingur hjá Veðurstofunni. Enn er því óvíst hvenær hægt verður að opna veginn fyrir umferð að nýju en vegagerðin bendir á að hjáleið er um Dalsmynni. En hvernig bera sérfræðingarnir sig að við að meta öryggi í hlíðinni? „Það er í sjálfu sér með ýmsum hætti. Hægt er að sjá upptökin og það veltur á því hvort hægt er að fljúga með dróna þarna upp og jafnvel fara. Það þarf að meta það hvort öruggt sé að ganga þar upp. Það spilar margt inn í hvort við getum metið þetta,“ segir Estar Hlíðar Jensen, skriðusérfræðingur. Uppfært klukkan 14.01 - Eftir vettvangsskoðun í morgun hefur Veðurstofan heimilað Vegagerðinni að hefja hreinsunarstarf. Samkvæmt verkstjóra hjá Vegagerðinni mun sú vinna taka sinn tíma þar sem um er að ræða mikið magn af jarðvegi sem þarf að fjarlægja. Á morgun laugardag munu eftirlitsmenn frá Veðurstofu meta stöðuna á ný og verður Grenivíkurvegur því lokaður enn um sinn eða þar til Veðurstofan gefur grænt ljós og Vegagerðin lokið sínu hreinsunarstarfi. Veður Samgöngur Grýtubakkahreppur Loftslagsmál Umferðaröryggi Almannavarnir Tengdar fréttir „Þú verður bara að halda fast í stýrið og vona það besta“ Maður sem var hætt kominn þegar aurskriða féll á tvo bíla á Grenivíkurvegi snemma í morgun segir ótrúlegt að enginn hafi slasast. Það eina sem hann gat gert var að halda fast í stýrið og vona það besta. Skriðusérfræðingur segir viðbúið að aurskriðum fjölgi samhliða loftslagsbreytingum. 17. nóvember 2022 19:27 Skriðan er 160 metrar að breidd Aurskriðan sem féll á Grenivíkurveg snemma í morgun er 160 metrar að breidd. Óljóst er enn hvenær hægt verði að byrja á vinnu við opnun vegarins. 17. nóvember 2022 16:11 „Maður var bara hálfsmeykur“ Bóndi á Fagrabæ í Grýtubakkahreppi segir hrikalegt að sjá hversu tæpt stóð þegar aurskriða féll á veginn við bæinn í morgun um leið og tveir bílar óku þar um. Vegurinn er enn lokaður og töluverðir skruðningar heyrast frá fjallinu. 17. nóvember 2022 11:34 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Það var um sexleytið í gærmorgun sem stærðarinnar aurskriða féll á Grenivíkurveg. Á sama tíma var tveimur bílum ekið eftir veginum og hreif skriðan þá báða með sér. Engan sakaði. Í öðrum þeirra var Ægir Jóhannsson sem býr á Akureyri en starfar á Grenivík. Vegurinn hefur verið ófær síðan skriðan féll. Vegagerðin bíður átekta en hópur skriðusérfræðinga frá Veðurstofu Íslands er fyrir norðan þessa stundina og metur hvort óhætt sé að hleypa mannskap í að hreinsa veginn. „Það er hópur frá okkur að skoða aðstæður og meta hver staðan er og hvort hættan sé farin úr þessu og þess háttar,“ segir Ester Hlíðar Jensen, skriðusérfræðingur hjá Veðurstofunni. Enn er því óvíst hvenær hægt verður að opna veginn fyrir umferð að nýju en vegagerðin bendir á að hjáleið er um Dalsmynni. En hvernig bera sérfræðingarnir sig að við að meta öryggi í hlíðinni? „Það er í sjálfu sér með ýmsum hætti. Hægt er að sjá upptökin og það veltur á því hvort hægt er að fljúga með dróna þarna upp og jafnvel fara. Það þarf að meta það hvort öruggt sé að ganga þar upp. Það spilar margt inn í hvort við getum metið þetta,“ segir Estar Hlíðar Jensen, skriðusérfræðingur. Uppfært klukkan 14.01 - Eftir vettvangsskoðun í morgun hefur Veðurstofan heimilað Vegagerðinni að hefja hreinsunarstarf. Samkvæmt verkstjóra hjá Vegagerðinni mun sú vinna taka sinn tíma þar sem um er að ræða mikið magn af jarðvegi sem þarf að fjarlægja. Á morgun laugardag munu eftirlitsmenn frá Veðurstofu meta stöðuna á ný og verður Grenivíkurvegur því lokaður enn um sinn eða þar til Veðurstofan gefur grænt ljós og Vegagerðin lokið sínu hreinsunarstarfi.
Veður Samgöngur Grýtubakkahreppur Loftslagsmál Umferðaröryggi Almannavarnir Tengdar fréttir „Þú verður bara að halda fast í stýrið og vona það besta“ Maður sem var hætt kominn þegar aurskriða féll á tvo bíla á Grenivíkurvegi snemma í morgun segir ótrúlegt að enginn hafi slasast. Það eina sem hann gat gert var að halda fast í stýrið og vona það besta. Skriðusérfræðingur segir viðbúið að aurskriðum fjölgi samhliða loftslagsbreytingum. 17. nóvember 2022 19:27 Skriðan er 160 metrar að breidd Aurskriðan sem féll á Grenivíkurveg snemma í morgun er 160 metrar að breidd. Óljóst er enn hvenær hægt verði að byrja á vinnu við opnun vegarins. 17. nóvember 2022 16:11 „Maður var bara hálfsmeykur“ Bóndi á Fagrabæ í Grýtubakkahreppi segir hrikalegt að sjá hversu tæpt stóð þegar aurskriða féll á veginn við bæinn í morgun um leið og tveir bílar óku þar um. Vegurinn er enn lokaður og töluverðir skruðningar heyrast frá fjallinu. 17. nóvember 2022 11:34 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
„Þú verður bara að halda fast í stýrið og vona það besta“ Maður sem var hætt kominn þegar aurskriða féll á tvo bíla á Grenivíkurvegi snemma í morgun segir ótrúlegt að enginn hafi slasast. Það eina sem hann gat gert var að halda fast í stýrið og vona það besta. Skriðusérfræðingur segir viðbúið að aurskriðum fjölgi samhliða loftslagsbreytingum. 17. nóvember 2022 19:27
Skriðan er 160 metrar að breidd Aurskriðan sem féll á Grenivíkurveg snemma í morgun er 160 metrar að breidd. Óljóst er enn hvenær hægt verði að byrja á vinnu við opnun vegarins. 17. nóvember 2022 16:11
„Maður var bara hálfsmeykur“ Bóndi á Fagrabæ í Grýtubakkahreppi segir hrikalegt að sjá hversu tæpt stóð þegar aurskriða féll á veginn við bæinn í morgun um leið og tveir bílar óku þar um. Vegurinn er enn lokaður og töluverðir skruðningar heyrast frá fjallinu. 17. nóvember 2022 11:34