Innlent

Odd­viti hættir sem bæjar­full­trúi

Bjarki Sigurðsson skrifar
Gunnar birti þessa mynd af sér fyrir utan sjúkrahúsið í maí þegar kosningabaráttan var í fullum gangi.
Gunnar birti þessa mynd af sér fyrir utan sjúkrahúsið í maí þegar kosningabaráttan var í fullum gangi. Gunnar Líndal

Gunnar Líndal, oddviti L-listans á Akureyri, hefur sagt af sér sem bæjarfulltrúi. L-listinn hlaut þrjá menn kjörna inn í bæjarstjórn í kosningunum í vor. 

Ríkisútvarpið greinir frá þessu. Gunnar segir breyttar forsendur og miklar annir í öðrum störfum vera ástæða þess að hann sé hættur í bæjarstjórn. Hann starfar sem forstöðumaður rekstrar á Sjúkrahúsinu á Akureyri. 

Elma Eysteinsdóttir verður nú oddviti listans í bæjarstjórn. Andri Teitsson mun taka sæti í bæjarstjórninni en hann hefur hingað til verið varamaður listans. 

L-listinn er í meirihluta bæjarstjórnar á Akureyri ásamt Sjálfstæðisflokknum og Miðflokknum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×