Íslenski boltinn

FH endurheimtir markaskorara

Sindri Sverrisson skrifar
Shaina Ashouri skrifaði undir samning hjá FH.
Shaina Ashouri skrifaði undir samning hjá FH. @fhingar

Shaina Ashouri mun spila með FH-ingum á nýjan leik á næstu leiktíð, að þessu sinni í Bestu deildinni eftir að liðið vann sig upp úr Lengjudeild í sumar.

Ashouri skoraði alls níu mörk í tíu leikjum fyrir FH síðasta sumar áður en hún varð að hætta að spila fyrir liðið. Samkvæmt frétt Fótbolta.net var ástæðan synjun á atvinnuleyfi frá Útlendingastofnun.

Þau mál virðast komin í lag núna og Ashouri ætti því að geta látið til sín taka í Bestu deildinni. Hún hefur áður spilað í deildinni, árið 2021, en þá með Þór/KA þar sem hún lék sex leiki og skoraði eitt mark.

FH leikur í Bestu deildinni næsta sumar eftir að hafa unnið Lengjudeildina á síðustu leiktíð, þegar liðið fór taplaust í gegnum sumarið og fékk 42 stig úr 18 leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×