„Þetta kom mér alls ekki á óvart“ Snorri Másson skrifar 17. nóvember 2022 08:47 Ólöf Garðarsdóttir sagnfræðingur segir margar skýringar á því hvers vegna mannfjöldi var oftalinn um tíu þúsund hér á landi, eins og kom í ljós í nýju manntali Hagstofunnar. Ein sú helsta séu útlendingar sem flytja aftur til síns heima. „Þetta kom mér alls ekki á óvart með manntalið 2021. Því að manntal er náttúrulega aldrei bara einhver föst stærð. Fengum að vita að mannkyninu hefði fjölgað í átta milljarða núna, var það ekki í gær? Það gefur auga leið að það er bara ályktun eða mat sérfræðinga á því hvað mannfjöldinn er mikill,“ segir Ólöf í Íslandi í dag. Í Íslandi í dag er fjallað um helstu mál vikunnar og farið um víðan völl eins og yfirskriftin ber með sér. Innslagið má sjá hér að ofan. Viðtalið við Ólöfu hefst á fimmtu mínútu. Ólöf Garðarsdóttir sagnfræðingur hefur rannsakað manntöl á Íslandi.Vísir/Sigurjón Ólöf segist hafa búist við að fjöldinn væri oftalinn um nokkur þúsund, fimm eða sex þúsund kannski, en ekki svo mikið. „Við erum hérna með land þar sem við erum með mjög nákvæma Þjóðskrá, eins og reyndar önnur Norðurlönd, þar sem eru bara skráð allar fæðingar, öll dauðsföll, allir flutningar jafnóðum og svo byggja þessar þjóðskrár og þessi manntöl á þessum upplýsingum, þannig að það kann að virðast svolítið furðulegt að þarna skuli allt í einu bara fækka um tíu þúsund manns,“ segir Ólöf. Að vita nákvæman mannfjölda er mjög mikilvægt fyrir margra hluta sakir, til dæmis í alls kyns rannsóknir, en líka þegar meta á íbúðaþörf í landinu. Í innslaginu er einnig rifjað upp manntalið frá 1703, sem er geymt á Þjóðskjalasafninu og er á heimsminjaskrá UNESCO, eitt elsta manntal mannkynssögunnar. Manntalið 1703 var fyrsta heildarmanntal sem gert var á Íslandi. Manntalið var jafnframt fyrsta manntal sem náði til allra íbúa í heilu landi þar sem getið var nafns, aldurs og stöðu íbúanna í þjóðfélaginu.Vísir/Sigurjón Mikil fólksfjölgun vegna innflytjenda Ólöf er nú forseti Hugvísindasviðs við Háskóla Íslands en áður starfaði hún sem deildarstjóri mannfjöldadeildar Hagstofu Íslands, árin 2002-2008. Hún segir að Ísland hafi nánast alla 20. öldina verið land þar sem fæðingartíðni er mjög há og þar með náttúruleg fólksfjöldun, það er að segja, fleira fólk fæðist hér en deyr. Tuttugasta og fyrsta öld hefur verið öðru vísi. Hún hefur einkum einkennst af gífurlegri fólksfjölgun vegna innflytjenda og á móti: Sífellt minni fæðingartíðni á meðal innfæddra íbúa landsins. „Landsmönnum hér á landi fjölgar meira en í nokkru öðru landi í Evrópu núna. Lúxemborg var lengi vel með fleiri innflytjendur en Ísland og ég held að við séum að nálgast Lúxemborg núna sem var mjög innflytjendaþétt land. Þannig að það er mjög áhugavert og það virðist ekkert vera að draga úr þessu,“ segir Ólöf. „Varðandi fæðingartíðnina, þá hefur fæðingartíðni á allra síðustu árum lækkað mjög mikið, svona frá 2015-2016. Þetta er alltaf einhverjum sveiflum háð, þannig að maður kippir sér ekki upp við að fæðingartíðni fari niður í tvö ár og svo upp í tvö ár þar á eftir, en þegar þetta eru orðin nokkur ár í röð og við erum farin að herma eftir hinum Norðurlöndunum, þá fer maður að ímynda sér að þetta sé eitthvað sem er komið til að vera,“ segir Ólöf. Ísland í dag Húsnæðismál Mannfjöldi Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Sjá meira
„Þetta kom mér alls ekki á óvart með manntalið 2021. Því að manntal er náttúrulega aldrei bara einhver föst stærð. Fengum að vita að mannkyninu hefði fjölgað í átta milljarða núna, var það ekki í gær? Það gefur auga leið að það er bara ályktun eða mat sérfræðinga á því hvað mannfjöldinn er mikill,“ segir Ólöf í Íslandi í dag. Í Íslandi í dag er fjallað um helstu mál vikunnar og farið um víðan völl eins og yfirskriftin ber með sér. Innslagið má sjá hér að ofan. Viðtalið við Ólöfu hefst á fimmtu mínútu. Ólöf Garðarsdóttir sagnfræðingur hefur rannsakað manntöl á Íslandi.Vísir/Sigurjón Ólöf segist hafa búist við að fjöldinn væri oftalinn um nokkur þúsund, fimm eða sex þúsund kannski, en ekki svo mikið. „Við erum hérna með land þar sem við erum með mjög nákvæma Þjóðskrá, eins og reyndar önnur Norðurlönd, þar sem eru bara skráð allar fæðingar, öll dauðsföll, allir flutningar jafnóðum og svo byggja þessar þjóðskrár og þessi manntöl á þessum upplýsingum, þannig að það kann að virðast svolítið furðulegt að þarna skuli allt í einu bara fækka um tíu þúsund manns,“ segir Ólöf. Að vita nákvæman mannfjölda er mjög mikilvægt fyrir margra hluta sakir, til dæmis í alls kyns rannsóknir, en líka þegar meta á íbúðaþörf í landinu. Í innslaginu er einnig rifjað upp manntalið frá 1703, sem er geymt á Þjóðskjalasafninu og er á heimsminjaskrá UNESCO, eitt elsta manntal mannkynssögunnar. Manntalið 1703 var fyrsta heildarmanntal sem gert var á Íslandi. Manntalið var jafnframt fyrsta manntal sem náði til allra íbúa í heilu landi þar sem getið var nafns, aldurs og stöðu íbúanna í þjóðfélaginu.Vísir/Sigurjón Mikil fólksfjölgun vegna innflytjenda Ólöf er nú forseti Hugvísindasviðs við Háskóla Íslands en áður starfaði hún sem deildarstjóri mannfjöldadeildar Hagstofu Íslands, árin 2002-2008. Hún segir að Ísland hafi nánast alla 20. öldina verið land þar sem fæðingartíðni er mjög há og þar með náttúruleg fólksfjöldun, það er að segja, fleira fólk fæðist hér en deyr. Tuttugasta og fyrsta öld hefur verið öðru vísi. Hún hefur einkum einkennst af gífurlegri fólksfjölgun vegna innflytjenda og á móti: Sífellt minni fæðingartíðni á meðal innfæddra íbúa landsins. „Landsmönnum hér á landi fjölgar meira en í nokkru öðru landi í Evrópu núna. Lúxemborg var lengi vel með fleiri innflytjendur en Ísland og ég held að við séum að nálgast Lúxemborg núna sem var mjög innflytjendaþétt land. Þannig að það er mjög áhugavert og það virðist ekkert vera að draga úr þessu,“ segir Ólöf. „Varðandi fæðingartíðnina, þá hefur fæðingartíðni á allra síðustu árum lækkað mjög mikið, svona frá 2015-2016. Þetta er alltaf einhverjum sveiflum háð, þannig að maður kippir sér ekki upp við að fæðingartíðni fari niður í tvö ár og svo upp í tvö ár þar á eftir, en þegar þetta eru orðin nokkur ár í röð og við erum farin að herma eftir hinum Norðurlöndunum, þá fer maður að ímynda sér að þetta sé eitthvað sem er komið til að vera,“ segir Ólöf.
Ísland í dag Húsnæðismál Mannfjöldi Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Sjá meira