Öruggir sigrar hjá Svíum og Hollendingum Smári Jökull Jónsson skrifar 16. nóvember 2022 18:30 Sænska liðið missti af sæti í undanúrslitum. Vísir/Getty Svíar og Hollendingar unnu örugga sigra í leikjum sínum í lokaumferð milliriðla á Evrópumótinu í handknattleik. Hvorugt liðið á möguleika á því að komast í undanúrslit keppninnar. Fyrir leikina í dag var ljóst að hvorugt liðanna ætti möguleika á að ná sæti í undanúrslitum mótsins. Von Svía dó endanlega eftir sigur Ungverja á Slóvenum í dag en með sigri Slóvena í þeim leik og sigri Noregs gegn Dönum í kvöld hefðu Svíar farið áfram. Það var þó ekki að sjá að það hefði áhrif á Svía því liðið vann nokkuð þægilegan sigur á Króötum í leik sem lauk rétt í þessu. Sænsku stelpurnar tóku frumkvæðið snemma og náðu mest níu marka forskoti í fyrri hálfleik. Króatar bitu aðeins frá sér undir lokin en voru þó aldrei nálægt því að ógna sænska liðinu að ráði. Lokatölur 31-27 en með sigrinum tryggðu Svíar sér þriðja sætið í A-riðli og sæti í leik um 5.sætið á EM. Sigur þar eykur möguleika á sæti á handknattleikskeppni næstu Ólympíuleika. Nathalie Hagman skoraði átta mörk fyrir Svía og Tina Petika sex fyrir Króatíu. Hollenska liðið fer ekki í undanúrslit EM.Vísir/Getty Einnig er nýlokið leik Hollands gegn Svartfjallalandi. Leikurinn hafði litla þýðingu, Svartfellingar voru búnir að tryggja sér sæti í undanúrslitum en með sigri gat Holland tryggt sér leikinn um 5.sætið. Leikurinn var nokkuð jafn til að byrja með en góður endasprettur Hollendinga í fyrri hálfleik tryggði þeim sex marka forskot í hálfleik. Staðan þá 20-14. Í síðari hálfleik keyrðu Hollendingar síðan yfir Svartfellinga. Hollenska liðið skoraði tuttugu og tvö mörk í síðari hálfleik gegn aðeins níu mörkum Svartfjallalands og tryggði sér ótrúlegan sautján marka sigur, lokatölur 42-25. Markahæst hjá Hollendingum var Inger Smits með sjö mörk og þær Laura Van Der Heijden og Meril Freriks skoruðu sex mörk. Djurdjina Jaukovic var langmarkahæst hjá Svartfjallalandi með ellefu mörk. EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Sjá meira
Fyrir leikina í dag var ljóst að hvorugt liðanna ætti möguleika á að ná sæti í undanúrslitum mótsins. Von Svía dó endanlega eftir sigur Ungverja á Slóvenum í dag en með sigri Slóvena í þeim leik og sigri Noregs gegn Dönum í kvöld hefðu Svíar farið áfram. Það var þó ekki að sjá að það hefði áhrif á Svía því liðið vann nokkuð þægilegan sigur á Króötum í leik sem lauk rétt í þessu. Sænsku stelpurnar tóku frumkvæðið snemma og náðu mest níu marka forskoti í fyrri hálfleik. Króatar bitu aðeins frá sér undir lokin en voru þó aldrei nálægt því að ógna sænska liðinu að ráði. Lokatölur 31-27 en með sigrinum tryggðu Svíar sér þriðja sætið í A-riðli og sæti í leik um 5.sætið á EM. Sigur þar eykur möguleika á sæti á handknattleikskeppni næstu Ólympíuleika. Nathalie Hagman skoraði átta mörk fyrir Svía og Tina Petika sex fyrir Króatíu. Hollenska liðið fer ekki í undanúrslit EM.Vísir/Getty Einnig er nýlokið leik Hollands gegn Svartfjallalandi. Leikurinn hafði litla þýðingu, Svartfellingar voru búnir að tryggja sér sæti í undanúrslitum en með sigri gat Holland tryggt sér leikinn um 5.sætið. Leikurinn var nokkuð jafn til að byrja með en góður endasprettur Hollendinga í fyrri hálfleik tryggði þeim sex marka forskot í hálfleik. Staðan þá 20-14. Í síðari hálfleik keyrðu Hollendingar síðan yfir Svartfellinga. Hollenska liðið skoraði tuttugu og tvö mörk í síðari hálfleik gegn aðeins níu mörkum Svartfjallalands og tryggði sér ótrúlegan sautján marka sigur, lokatölur 42-25. Markahæst hjá Hollendingum var Inger Smits með sjö mörk og þær Laura Van Der Heijden og Meril Freriks skoruðu sex mörk. Djurdjina Jaukovic var langmarkahæst hjá Svartfjallalandi með ellefu mörk.
EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Sjá meira