Bubbi og Herra Hnetusmjör meðal þeirra sem gengu inn með íslensku boxurunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2022 17:00 Bubbi Morthens gekk inn með landsliðsmanninum Hafþór Magnússyni undir laginu „Fjöllin hafa vakað“ og uppskar mikil fagnaðarlæti. Icebox Íslenski hnefaleikahópurinn fagnaði sigri á móti norskum kollegum sínum á Icebox hnefaleikmótinu í Kaplakrika um síðustu helgi. Hilmir Örn Ólafsson átti bardaga kvöldsins og Ísland vann Noreg átta-fimm. Þetta er í þriðja sinn sem Icebox fer fram en mótshöldurum þykir líklegt að um stærsta hnefaleikaviðburð í sögu Íslands hafi verið um að ræða. Sterkt lið norskra hnefaleikakappa mætti til landsins en á mótinu voru sextán bardagar í heildina en þar af voru þrettán þeirra á milli íslenskra og norskra keppenda. Fyrri hluti kvöldsins var samansettur af níu viðureignum sem gengu mjög vel og í flestum þeirra mátti litlu muna á hvor færi með sigur af hólmi. Í síðari hluta kvöldsins hófst bein útsending frá sjö bardögum þar sem Kristín Sif og Dóri DNA lýstu í beinni en einungis mættust þar íslenskir og norskir keppendur. Tilþrifin vöktu mikla ánægju meðal áhorfenda sem létu vel í sér heyra á meðan á öllum bardögunum stóð en það var fullt hús áhorfenda frá fyrstu mínútu. Viðburðarhaldari í húsinu áætlaði að á bilinu tólf og fjórtán hundruð manns væru mættir á mótið húsinu. Það var ekki bara boðið upp á hnefaleika því á kvöldinu komu einnig fram nokkrir af vinsælustu röppurum landsins . Þeirra verkefni var að fara með íslenskum boxurum inn í hring og var greinilegt að áhorfendur höfðu mjög gaman af. Þarna voru á ferðinni rapparinn Birgir Hákon, ISSI, Daniil og Herra Hnetusmjör en einnig gekk enginn annar en Bubbi Morthens inn með einum af íslensku keppendunum. Allt varð sem dæmi vitlaust þegar landsliðskonan Erika Nótt kom inn með látum með rapparann Birgir Hákon á undan sér og undir var spilað lagið “Haltu kjafti” en hún fékk heldur betur salinn með sér. Hilmir Örn Ólafsson vann Magnus Nygård-Stovner á einróma ákvörðun dómara en viðureignin var síðan valin besti bardagi kvöldsins.Icebox Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir bardaga kvöldsins: U19 YC-71kg Björgvin Snær Magnússon-HR vs Viktor Zoega-Bogatyr Björgvin Snær vann eftir flotta viðureign, einróma sigur 3-0. Mjög spennandi viðureign til að hefja mótið. - SC-80kg Anton Smári -HR vs Janis Butkevics-Bogatyr Janis vann eftir þrjár harðar lotur og sýndi yfirburði. Hann var betri boxarinn þetta kvöld og vann á einróma dómaraúrskurði 3-0. - SC-80kg Mantas Kirsis-Bogatyr vs Tony Vu-Drammen BK Mantas vann á klofinni dómaraákvörðun 2-1 eftir jafna viðureign þar sem báðir boxarar gerðu vel en Mantas gerði betur og fyrsti sigur Íslands í höfn og góð byrjun einvígi þjóðanna. - U19 YC-71kg Teitur Þór Ólafsson-HR vs Ilias Mohamed Laksiri-Romerike BK Teitur byrjaði vel og náði að halda sama dampi allan bardagann. Hann sýndi flotta takta og vann á einróma dómaraúrskurði. - SC-75kg Hlynur Torfi Rúnarsson-HR vs Nicolaj Ljuan Foss-Romerike BK Nicolaj Ljuan vann á einróma dómaraúrskurði 3-0 og sýndi tæknilega yfirburði en Nicolaj var síðar valinn Icebox Champion eða hnefaleikamaður kvöldsins. Greinilega björt framtíð hjá þessum unga manni sem hefur ekki kept oft til þessa. - SC-75kg Daníel Hans Erlendsson-HFH vs Tomas Griauslis-Bogatyr Tomas var með flotta takta og sýndi mikla snerpu í bæði höggum og fótahreyfingum og vann að lokum á einróma dómaraúrskurði 3-0 eftir mikla hörku í þessari viðureign. - U17 JC-63,5kg Gabriel Warén-HR vs Patrik Steinsvik-Jessheim BK Gabriel Warén sigraði á einróma dómaraúrskurði 3-0 eftir mjög skemmtilega viðureign þar sem hæðarmunurinn á keppendum var mikill þar sem Patrik var mun hærri en Gabriel lét það ekki stöðva sig. - U17 JB-67kg Ísak Guðnason HFK/VBC vs Malik Vitaev-Jessheim BK Landsliðsmaðurinn Ísak Guðnason sýndi snilldar takta í þessum bardaga en bardaginn var stöðvaður í annarri lotu þar sem Malik gat ekki haldið áfram. Flottur sigur hjá Ísaki sem hefur sýnt frábæra takta á árinu í hnefaleikum. - SB-80kg Raivis Katens-Bogatyr vs Ibrahim Said Mukthar-Drammen BK Raivis sýndi virkilega flotta takta og mikla hörku og sigraði eftir flotta frammistöðu en stöðva þurfti viðureignina eftir skurð út af höfuðin skullu saman í annarri lotu. - U17 WJB-54kg Erika Nótt Einarsdóttir -HR vs Laven Soufi-Stovner BK Landsliðskonan Erika Nótt kom inn með látum með rapparann Birgir Hákon á undan sér með lagið “Haltu kjafti” og fékk heldur betur salinn með sér og auðvelt að segja að allt hafi orðið vitlaust þegar að hún gekk inn í hringinn. Erika sýndi frábæra takta og sigraði með einróma dómaraúrskurði við mikið lof áhorfenda. Þvílíki bardaginn til að opna beina útsendingu. - U19 YC-63,5kg Hafþór Magnússon-HFH vs Bolan Laporlaw-SP09 BK Landsliðsmaðurinn Hafþór labbaði inn með engan annan en Bubba Morthens sér við hlið undir laginu “Fjöllin hafa vakað” og uppskar mikil fagnaðarlæti. Viðureignin var mjög jöfn allan tímann og aldrei hægt að segja fyrir víst hvor myndi fara með sigur af hólmi. Að lokum var það þó Bolan sem fékk sigurinn á dómaraákvörðun en þessi viðureign var síðan valin ungmenna viðureign mótsins. - U19 YB-67kg Mikael Hrafn Helgason-HR vs Alkazur Magadanhov-Moss BK Landsliðsmaðurinn gekk inn í salinn með rapparann ISSA á undan sér með óútgefið lag og áhorfendur í salnum tók vel í og klöppuðu allan tíman á meðan þeir gengu inn. Viðureignin var mjög jöfn allan tímann og enn önnur viðureignin sem var ómögulegt að segja hver færi heim með sigurinn. Að lokum var það þó Alkazur sem fékk sigurinn á dómaraákvörðun. - SA-80kg Aleksandr Baranovs-Bogatyr vs Brooklyn Andersen-SP09 BK Hér voru miklir reynslukappar að keppa en báðir eru með um 25 bardaga á bakinu og von á veislu fyrir áhorfendur en það stóðst heldur betur væntingar en keppendur skiptust á höggum allan bardagann við mikið lof áhorfenda. Það var þó Brooklyn sem fékk sigurinn á endanum á einróma dómaraákvörðun. - SB-67kg Hilmir Örn Ólafsson-HR vs Magnus Nygård-Stovner BK Salurinn gjörsamlega trylltist þegar Hilmir gekk inn og augljóst að sá íslenski var með stóran hóp áhorfenda með sér. Viðureignin var mjög tæknileg strax frá byrjun en Hilmir sýndi tæknilega yfirburði og sigraði á einróma ákvörðun dómara. Viðureignin var síðan valin besti bardagi kvöldsins. - SA-67kg Emin Kadri Eminsson-HFK/VBC vs Nicolaj Møller-Skien BK Emin Kadri gekk inn með rapparann Daniil á undan sér sem tók lagið “Ef þeir vilja beef” og salurinn tók vel í og söng með og greinilega margir spenntir fyrir þessari viðureign. Bardaginn var mjög tæknilegur og jafn , báðir keppendur áttu flotta kafla en í þriðju lotu opnaðist mikill skurður hjá Nicolaj sem varð til þess að viðureign var stöðvuð og dæmd að því og að lokum var Emin dæmdur einróma sigur. - SB+92kg Magnús Kolbjörn Eiríksson-HFK/VBC vs Brage Lange-Ørnulf IF Það var enginn annar en Herra Hnetusmjör sem gekk inn með æskuvini sínum Magnúsi Kolbirni eða “Kolla” eins og hann er gjarnan kallaður með lagið “Upp til hópa” og salurinn gjörsamlega trylltist. Þessi síðasti bardagi kvöldsins var í yfirþungavigt og því mikið um stór högg. Hinn norski Brage náði góðu höggi í fyrstu lotu þannig að telja þurfti yfir þeim íslenska Kolla, Kolli sótti síðan í sig veðrið þegar leið á bardagann en rúmlega 30cm hæðarmunur var á boxurunum. Brage landaði þó sigrinum að bardaganum loknum eftir flotta takta á einróma dómaraúrskurði. Box Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira
Þetta er í þriðja sinn sem Icebox fer fram en mótshöldurum þykir líklegt að um stærsta hnefaleikaviðburð í sögu Íslands hafi verið um að ræða. Sterkt lið norskra hnefaleikakappa mætti til landsins en á mótinu voru sextán bardagar í heildina en þar af voru þrettán þeirra á milli íslenskra og norskra keppenda. Fyrri hluti kvöldsins var samansettur af níu viðureignum sem gengu mjög vel og í flestum þeirra mátti litlu muna á hvor færi með sigur af hólmi. Í síðari hluta kvöldsins hófst bein útsending frá sjö bardögum þar sem Kristín Sif og Dóri DNA lýstu í beinni en einungis mættust þar íslenskir og norskir keppendur. Tilþrifin vöktu mikla ánægju meðal áhorfenda sem létu vel í sér heyra á meðan á öllum bardögunum stóð en það var fullt hús áhorfenda frá fyrstu mínútu. Viðburðarhaldari í húsinu áætlaði að á bilinu tólf og fjórtán hundruð manns væru mættir á mótið húsinu. Það var ekki bara boðið upp á hnefaleika því á kvöldinu komu einnig fram nokkrir af vinsælustu röppurum landsins . Þeirra verkefni var að fara með íslenskum boxurum inn í hring og var greinilegt að áhorfendur höfðu mjög gaman af. Þarna voru á ferðinni rapparinn Birgir Hákon, ISSI, Daniil og Herra Hnetusmjör en einnig gekk enginn annar en Bubbi Morthens inn með einum af íslensku keppendunum. Allt varð sem dæmi vitlaust þegar landsliðskonan Erika Nótt kom inn með látum með rapparann Birgir Hákon á undan sér og undir var spilað lagið “Haltu kjafti” en hún fékk heldur betur salinn með sér. Hilmir Örn Ólafsson vann Magnus Nygård-Stovner á einróma ákvörðun dómara en viðureignin var síðan valin besti bardagi kvöldsins.Icebox Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir bardaga kvöldsins: U19 YC-71kg Björgvin Snær Magnússon-HR vs Viktor Zoega-Bogatyr Björgvin Snær vann eftir flotta viðureign, einróma sigur 3-0. Mjög spennandi viðureign til að hefja mótið. - SC-80kg Anton Smári -HR vs Janis Butkevics-Bogatyr Janis vann eftir þrjár harðar lotur og sýndi yfirburði. Hann var betri boxarinn þetta kvöld og vann á einróma dómaraúrskurði 3-0. - SC-80kg Mantas Kirsis-Bogatyr vs Tony Vu-Drammen BK Mantas vann á klofinni dómaraákvörðun 2-1 eftir jafna viðureign þar sem báðir boxarar gerðu vel en Mantas gerði betur og fyrsti sigur Íslands í höfn og góð byrjun einvígi þjóðanna. - U19 YC-71kg Teitur Þór Ólafsson-HR vs Ilias Mohamed Laksiri-Romerike BK Teitur byrjaði vel og náði að halda sama dampi allan bardagann. Hann sýndi flotta takta og vann á einróma dómaraúrskurði. - SC-75kg Hlynur Torfi Rúnarsson-HR vs Nicolaj Ljuan Foss-Romerike BK Nicolaj Ljuan vann á einróma dómaraúrskurði 3-0 og sýndi tæknilega yfirburði en Nicolaj var síðar valinn Icebox Champion eða hnefaleikamaður kvöldsins. Greinilega björt framtíð hjá þessum unga manni sem hefur ekki kept oft til þessa. - SC-75kg Daníel Hans Erlendsson-HFH vs Tomas Griauslis-Bogatyr Tomas var með flotta takta og sýndi mikla snerpu í bæði höggum og fótahreyfingum og vann að lokum á einróma dómaraúrskurði 3-0 eftir mikla hörku í þessari viðureign. - U17 JC-63,5kg Gabriel Warén-HR vs Patrik Steinsvik-Jessheim BK Gabriel Warén sigraði á einróma dómaraúrskurði 3-0 eftir mjög skemmtilega viðureign þar sem hæðarmunurinn á keppendum var mikill þar sem Patrik var mun hærri en Gabriel lét það ekki stöðva sig. - U17 JB-67kg Ísak Guðnason HFK/VBC vs Malik Vitaev-Jessheim BK Landsliðsmaðurinn Ísak Guðnason sýndi snilldar takta í þessum bardaga en bardaginn var stöðvaður í annarri lotu þar sem Malik gat ekki haldið áfram. Flottur sigur hjá Ísaki sem hefur sýnt frábæra takta á árinu í hnefaleikum. - SB-80kg Raivis Katens-Bogatyr vs Ibrahim Said Mukthar-Drammen BK Raivis sýndi virkilega flotta takta og mikla hörku og sigraði eftir flotta frammistöðu en stöðva þurfti viðureignina eftir skurð út af höfuðin skullu saman í annarri lotu. - U17 WJB-54kg Erika Nótt Einarsdóttir -HR vs Laven Soufi-Stovner BK Landsliðskonan Erika Nótt kom inn með látum með rapparann Birgir Hákon á undan sér með lagið “Haltu kjafti” og fékk heldur betur salinn með sér og auðvelt að segja að allt hafi orðið vitlaust þegar að hún gekk inn í hringinn. Erika sýndi frábæra takta og sigraði með einróma dómaraúrskurði við mikið lof áhorfenda. Þvílíki bardaginn til að opna beina útsendingu. - U19 YC-63,5kg Hafþór Magnússon-HFH vs Bolan Laporlaw-SP09 BK Landsliðsmaðurinn Hafþór labbaði inn með engan annan en Bubba Morthens sér við hlið undir laginu “Fjöllin hafa vakað” og uppskar mikil fagnaðarlæti. Viðureignin var mjög jöfn allan tímann og aldrei hægt að segja fyrir víst hvor myndi fara með sigur af hólmi. Að lokum var það þó Bolan sem fékk sigurinn á dómaraákvörðun en þessi viðureign var síðan valin ungmenna viðureign mótsins. - U19 YB-67kg Mikael Hrafn Helgason-HR vs Alkazur Magadanhov-Moss BK Landsliðsmaðurinn gekk inn í salinn með rapparann ISSA á undan sér með óútgefið lag og áhorfendur í salnum tók vel í og klöppuðu allan tíman á meðan þeir gengu inn. Viðureignin var mjög jöfn allan tímann og enn önnur viðureignin sem var ómögulegt að segja hver færi heim með sigurinn. Að lokum var það þó Alkazur sem fékk sigurinn á dómaraákvörðun. - SA-80kg Aleksandr Baranovs-Bogatyr vs Brooklyn Andersen-SP09 BK Hér voru miklir reynslukappar að keppa en báðir eru með um 25 bardaga á bakinu og von á veislu fyrir áhorfendur en það stóðst heldur betur væntingar en keppendur skiptust á höggum allan bardagann við mikið lof áhorfenda. Það var þó Brooklyn sem fékk sigurinn á endanum á einróma dómaraákvörðun. - SB-67kg Hilmir Örn Ólafsson-HR vs Magnus Nygård-Stovner BK Salurinn gjörsamlega trylltist þegar Hilmir gekk inn og augljóst að sá íslenski var með stóran hóp áhorfenda með sér. Viðureignin var mjög tæknileg strax frá byrjun en Hilmir sýndi tæknilega yfirburði og sigraði á einróma ákvörðun dómara. Viðureignin var síðan valin besti bardagi kvöldsins. - SA-67kg Emin Kadri Eminsson-HFK/VBC vs Nicolaj Møller-Skien BK Emin Kadri gekk inn með rapparann Daniil á undan sér sem tók lagið “Ef þeir vilja beef” og salurinn tók vel í og söng með og greinilega margir spenntir fyrir þessari viðureign. Bardaginn var mjög tæknilegur og jafn , báðir keppendur áttu flotta kafla en í þriðju lotu opnaðist mikill skurður hjá Nicolaj sem varð til þess að viðureign var stöðvuð og dæmd að því og að lokum var Emin dæmdur einróma sigur. - SB+92kg Magnús Kolbjörn Eiríksson-HFK/VBC vs Brage Lange-Ørnulf IF Það var enginn annar en Herra Hnetusmjör sem gekk inn með æskuvini sínum Magnúsi Kolbirni eða “Kolla” eins og hann er gjarnan kallaður með lagið “Upp til hópa” og salurinn gjörsamlega trylltist. Þessi síðasti bardagi kvöldsins var í yfirþungavigt og því mikið um stór högg. Hinn norski Brage náði góðu höggi í fyrstu lotu þannig að telja þurfti yfir þeim íslenska Kolla, Kolli sótti síðan í sig veðrið þegar leið á bardagann en rúmlega 30cm hæðarmunur var á boxurunum. Brage landaði þó sigrinum að bardaganum loknum eftir flotta takta á einróma dómaraúrskurði.
Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir bardaga kvöldsins: U19 YC-71kg Björgvin Snær Magnússon-HR vs Viktor Zoega-Bogatyr Björgvin Snær vann eftir flotta viðureign, einróma sigur 3-0. Mjög spennandi viðureign til að hefja mótið. - SC-80kg Anton Smári -HR vs Janis Butkevics-Bogatyr Janis vann eftir þrjár harðar lotur og sýndi yfirburði. Hann var betri boxarinn þetta kvöld og vann á einróma dómaraúrskurði 3-0. - SC-80kg Mantas Kirsis-Bogatyr vs Tony Vu-Drammen BK Mantas vann á klofinni dómaraákvörðun 2-1 eftir jafna viðureign þar sem báðir boxarar gerðu vel en Mantas gerði betur og fyrsti sigur Íslands í höfn og góð byrjun einvígi þjóðanna. - U19 YC-71kg Teitur Þór Ólafsson-HR vs Ilias Mohamed Laksiri-Romerike BK Teitur byrjaði vel og náði að halda sama dampi allan bardagann. Hann sýndi flotta takta og vann á einróma dómaraúrskurði. - SC-75kg Hlynur Torfi Rúnarsson-HR vs Nicolaj Ljuan Foss-Romerike BK Nicolaj Ljuan vann á einróma dómaraúrskurði 3-0 og sýndi tæknilega yfirburði en Nicolaj var síðar valinn Icebox Champion eða hnefaleikamaður kvöldsins. Greinilega björt framtíð hjá þessum unga manni sem hefur ekki kept oft til þessa. - SC-75kg Daníel Hans Erlendsson-HFH vs Tomas Griauslis-Bogatyr Tomas var með flotta takta og sýndi mikla snerpu í bæði höggum og fótahreyfingum og vann að lokum á einróma dómaraúrskurði 3-0 eftir mikla hörku í þessari viðureign. - U17 JC-63,5kg Gabriel Warén-HR vs Patrik Steinsvik-Jessheim BK Gabriel Warén sigraði á einróma dómaraúrskurði 3-0 eftir mjög skemmtilega viðureign þar sem hæðarmunurinn á keppendum var mikill þar sem Patrik var mun hærri en Gabriel lét það ekki stöðva sig. - U17 JB-67kg Ísak Guðnason HFK/VBC vs Malik Vitaev-Jessheim BK Landsliðsmaðurinn Ísak Guðnason sýndi snilldar takta í þessum bardaga en bardaginn var stöðvaður í annarri lotu þar sem Malik gat ekki haldið áfram. Flottur sigur hjá Ísaki sem hefur sýnt frábæra takta á árinu í hnefaleikum. - SB-80kg Raivis Katens-Bogatyr vs Ibrahim Said Mukthar-Drammen BK Raivis sýndi virkilega flotta takta og mikla hörku og sigraði eftir flotta frammistöðu en stöðva þurfti viðureignina eftir skurð út af höfuðin skullu saman í annarri lotu. - U17 WJB-54kg Erika Nótt Einarsdóttir -HR vs Laven Soufi-Stovner BK Landsliðskonan Erika Nótt kom inn með látum með rapparann Birgir Hákon á undan sér með lagið “Haltu kjafti” og fékk heldur betur salinn með sér og auðvelt að segja að allt hafi orðið vitlaust þegar að hún gekk inn í hringinn. Erika sýndi frábæra takta og sigraði með einróma dómaraúrskurði við mikið lof áhorfenda. Þvílíki bardaginn til að opna beina útsendingu. - U19 YC-63,5kg Hafþór Magnússon-HFH vs Bolan Laporlaw-SP09 BK Landsliðsmaðurinn Hafþór labbaði inn með engan annan en Bubba Morthens sér við hlið undir laginu “Fjöllin hafa vakað” og uppskar mikil fagnaðarlæti. Viðureignin var mjög jöfn allan tímann og aldrei hægt að segja fyrir víst hvor myndi fara með sigur af hólmi. Að lokum var það þó Bolan sem fékk sigurinn á dómaraákvörðun en þessi viðureign var síðan valin ungmenna viðureign mótsins. - U19 YB-67kg Mikael Hrafn Helgason-HR vs Alkazur Magadanhov-Moss BK Landsliðsmaðurinn gekk inn í salinn með rapparann ISSA á undan sér með óútgefið lag og áhorfendur í salnum tók vel í og klöppuðu allan tíman á meðan þeir gengu inn. Viðureignin var mjög jöfn allan tímann og enn önnur viðureignin sem var ómögulegt að segja hver færi heim með sigurinn. Að lokum var það þó Alkazur sem fékk sigurinn á dómaraákvörðun. - SA-80kg Aleksandr Baranovs-Bogatyr vs Brooklyn Andersen-SP09 BK Hér voru miklir reynslukappar að keppa en báðir eru með um 25 bardaga á bakinu og von á veislu fyrir áhorfendur en það stóðst heldur betur væntingar en keppendur skiptust á höggum allan bardagann við mikið lof áhorfenda. Það var þó Brooklyn sem fékk sigurinn á endanum á einróma dómaraákvörðun. - SB-67kg Hilmir Örn Ólafsson-HR vs Magnus Nygård-Stovner BK Salurinn gjörsamlega trylltist þegar Hilmir gekk inn og augljóst að sá íslenski var með stóran hóp áhorfenda með sér. Viðureignin var mjög tæknileg strax frá byrjun en Hilmir sýndi tæknilega yfirburði og sigraði á einróma ákvörðun dómara. Viðureignin var síðan valin besti bardagi kvöldsins. - SA-67kg Emin Kadri Eminsson-HFK/VBC vs Nicolaj Møller-Skien BK Emin Kadri gekk inn með rapparann Daniil á undan sér sem tók lagið “Ef þeir vilja beef” og salurinn tók vel í og söng með og greinilega margir spenntir fyrir þessari viðureign. Bardaginn var mjög tæknilegur og jafn , báðir keppendur áttu flotta kafla en í þriðju lotu opnaðist mikill skurður hjá Nicolaj sem varð til þess að viðureign var stöðvuð og dæmd að því og að lokum var Emin dæmdur einróma sigur. - SB+92kg Magnús Kolbjörn Eiríksson-HFK/VBC vs Brage Lange-Ørnulf IF Það var enginn annar en Herra Hnetusmjör sem gekk inn með æskuvini sínum Magnúsi Kolbirni eða “Kolla” eins og hann er gjarnan kallaður með lagið “Upp til hópa” og salurinn gjörsamlega trylltist. Þessi síðasti bardagi kvöldsins var í yfirþungavigt og því mikið um stór högg. Hinn norski Brage náði góðu höggi í fyrstu lotu þannig að telja þurfti yfir þeim íslenska Kolla, Kolli sótti síðan í sig veðrið þegar leið á bardagann en rúmlega 30cm hæðarmunur var á boxurunum. Brage landaði þó sigrinum að bardaganum loknum eftir flotta takta á einróma dómaraúrskurði.
Box Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira