Fá pakkaferðina til Madonna endurgreidda vegna Covid-19 Atli Ísleifsson skrifar 16. nóvember 2022 08:51 Fjölskyldan, sem telur þrettán manns, var á leið til Madonna di Campiglio á Norður-Ítalíu. Getty Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjaness að Ferðaskrifstofa Íslands skuli endurgreiða stórfjölskyldu pakkaferð til skíðabæjarins Madonna di Campiglio á Norður-Ítalíu sem fara átti í þegar kórónuveirufaraldurinn skall á af fullum þunga. Fjölskyldan, alls þrettán manns, átti að fara í ferðina 29. febrúar 2020 en afpantaði ferðina daginn áður, sama dag og fyrsta kórónuveirutilfellið var staðfest hér á landi og útbreiðslan var þegar orðin mikil á Ítalíu. Ferðaskrifstofan, sem rekur meðal annars Úrval Útsýn, var dæmd til að endurgreiða samtals 2,6 milljónir króna, en um var að ræða þrjú dómsmál sem rekin voru samhliða. Ágreiningurinn sneri að því hvort að stórfjölskyldan ætti rétt á endurgreiðslu úr hendi ferðaskrifstofunnar vegna afpöntunar á pakkaferðinni sem þau höfðu þegar greitt fyrir að fullu. Í dómunum þremur kemur fram að fólkið hafi átt pantaða ferð til Ítalíu vikuna 29. febrúar til 7. mars 2020 og fól hún í sér flug með Icelandair til og frá Verona, rútuferð fram og til baka milli Verona og Madonna di Campiglio og hótelgistingu á hótelinu Cristal Palace þar í bæ í sjö nætur. Laust fyrir miðnætti daginn fyrir fyrirhugaða brottför afpantaði einn í fjölskyldunni ferðina fyrir hönd stórfjölskyldunnar vegna útbreiðslu Covid-19 á Ítalíu. Á þessum tíma höfðu íslensk yfirvöld skilgreint fjögur héröð á Norður-Ítalíu sem hááhættusvæði fáeinum dögum fyrir fyrirhugaða brottför, en Madonna var þó ekki eitt þeirra líkt og fram kom í málflutningi ferðaskrifstofunnar. Höfnuðu beiðni um endurgreiðslu Í dómunum er rekið að ferðaskrifstofan hafi hafnað endurgreiðslunni þann 2. mars þar sem vísað var í að samkvæmt skilmálum yrðu ferðir sem væri að fullu greiddar ekki endurgreiddar. Þessu mótmælti fjölskyldan með bréfi rúmri viku síðar þar sem grein var gerð fyrir forsendum afpöntunarinnar. Var þar vísað í að samkvæmt lögum um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun geti ferðamaður afpantað ferð áður en hún hefjist gegn greiðslu sanngjarnrar þóknunar. Þá segir ennfremur að ferðaskrifstofa eigi ekki rétt á greiðslu þóknunar úr hendi ferðamanns hafi ferð verið afpöntuð vegna „óvenjulegra og óviðráðanlegra aðstæðna“. Slíkar aðstæður geti auk annars verið útbreiðsla farsótta eða sjúkdóma. Ferðaskrifstofan hafnaði endurgreiðslunni endanlega með bréfi 13. mars 2020 þar sem meðal annars var vísað í að Madonna hafi ekki verið skilgreint sem hááhættusvæði af íslenskum sóttvarnayfirvöldum. Fjölskyldan leitaði þá til kærunefndar vöru-og þjónustukaupa sem kvað upp sinn úrskurð haustið 2020, fjölskyldunni í vil. Ákvað fjölskyldan þá að höfða þrjú mál á hendur ferðaskrifstofunni eftir að ferðaskrifstofan hafði tjáð þeim að hún myndi ekki una úrskurði kærunefndarinnar. Sannarlega óvenjulegar og óviðráðanlegar aðstæður Mat Héraðsdóms Reykjaness var að þær óvenjulegu og óviðráðanlegu aðstæður sem uppi voru á Norður-Ítalíu þegar ferð fjölskyldunnar var afpöntuð, hafi verið þess eðlis að þær höfðu afgerandi áhrif á fyrirhugað ferðalag hennar. Þær hafi gert það að verkum að ekki var öruggt fyrir hana að ferðast þangað. Að því virtu var það niðurstaða dómsins að stefnandi ætti rétt til fullrar endurgreiðslu umræddrar skíðaferðar úr hendi ferðaskrifstofunnar á grundvelli laga um pakkaferðir. Þá þótti það ekki hafa þýðingu þótt umrædd skíðaferð hafi verið afpöntuð með svo skömmum fyrirvara sem raun bar vitni, enda komi skýrt fram í lögunum að ferðamaður geti afpantað pakkaferð áður en ferðin hefst. Landsréttur féllst á rökstuðning héraðsdóms, en sá málskostnaður sem ferðaskrifstofunni var gert að greiða vegna málanna var lækkaður, úr samtals 1,5 milljón króna í eina milljón. Ferðalög Neytendur Dómsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ferðaskrifstofa Íslands dæmd til að endurgreiða skíðaferð vegna Covid-19 Héraðsdómur Reykjaness dæmdi á dögunum að stórfjölskyldu hafi verið heimilt að afpanta skíðaferð til Madonna Di Campiglio á Ítalíu með dagsfyrirvara. Ferðaskrifstofan var dæmd til að endurgreiða 2,6 milljónir króna. Um er að ræða þrjú dómsmál sem rekin voru samhliða. 20. júlí 2021 10:12 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sjá meira
Ferðaskrifstofan, sem rekur meðal annars Úrval Útsýn, var dæmd til að endurgreiða samtals 2,6 milljónir króna, en um var að ræða þrjú dómsmál sem rekin voru samhliða. Ágreiningurinn sneri að því hvort að stórfjölskyldan ætti rétt á endurgreiðslu úr hendi ferðaskrifstofunnar vegna afpöntunar á pakkaferðinni sem þau höfðu þegar greitt fyrir að fullu. Í dómunum þremur kemur fram að fólkið hafi átt pantaða ferð til Ítalíu vikuna 29. febrúar til 7. mars 2020 og fól hún í sér flug með Icelandair til og frá Verona, rútuferð fram og til baka milli Verona og Madonna di Campiglio og hótelgistingu á hótelinu Cristal Palace þar í bæ í sjö nætur. Laust fyrir miðnætti daginn fyrir fyrirhugaða brottför afpantaði einn í fjölskyldunni ferðina fyrir hönd stórfjölskyldunnar vegna útbreiðslu Covid-19 á Ítalíu. Á þessum tíma höfðu íslensk yfirvöld skilgreint fjögur héröð á Norður-Ítalíu sem hááhættusvæði fáeinum dögum fyrir fyrirhugaða brottför, en Madonna var þó ekki eitt þeirra líkt og fram kom í málflutningi ferðaskrifstofunnar. Höfnuðu beiðni um endurgreiðslu Í dómunum er rekið að ferðaskrifstofan hafi hafnað endurgreiðslunni þann 2. mars þar sem vísað var í að samkvæmt skilmálum yrðu ferðir sem væri að fullu greiddar ekki endurgreiddar. Þessu mótmælti fjölskyldan með bréfi rúmri viku síðar þar sem grein var gerð fyrir forsendum afpöntunarinnar. Var þar vísað í að samkvæmt lögum um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun geti ferðamaður afpantað ferð áður en hún hefjist gegn greiðslu sanngjarnrar þóknunar. Þá segir ennfremur að ferðaskrifstofa eigi ekki rétt á greiðslu þóknunar úr hendi ferðamanns hafi ferð verið afpöntuð vegna „óvenjulegra og óviðráðanlegra aðstæðna“. Slíkar aðstæður geti auk annars verið útbreiðsla farsótta eða sjúkdóma. Ferðaskrifstofan hafnaði endurgreiðslunni endanlega með bréfi 13. mars 2020 þar sem meðal annars var vísað í að Madonna hafi ekki verið skilgreint sem hááhættusvæði af íslenskum sóttvarnayfirvöldum. Fjölskyldan leitaði þá til kærunefndar vöru-og þjónustukaupa sem kvað upp sinn úrskurð haustið 2020, fjölskyldunni í vil. Ákvað fjölskyldan þá að höfða þrjú mál á hendur ferðaskrifstofunni eftir að ferðaskrifstofan hafði tjáð þeim að hún myndi ekki una úrskurði kærunefndarinnar. Sannarlega óvenjulegar og óviðráðanlegar aðstæður Mat Héraðsdóms Reykjaness var að þær óvenjulegu og óviðráðanlegu aðstæður sem uppi voru á Norður-Ítalíu þegar ferð fjölskyldunnar var afpöntuð, hafi verið þess eðlis að þær höfðu afgerandi áhrif á fyrirhugað ferðalag hennar. Þær hafi gert það að verkum að ekki var öruggt fyrir hana að ferðast þangað. Að því virtu var það niðurstaða dómsins að stefnandi ætti rétt til fullrar endurgreiðslu umræddrar skíðaferðar úr hendi ferðaskrifstofunnar á grundvelli laga um pakkaferðir. Þá þótti það ekki hafa þýðingu þótt umrædd skíðaferð hafi verið afpöntuð með svo skömmum fyrirvara sem raun bar vitni, enda komi skýrt fram í lögunum að ferðamaður geti afpantað pakkaferð áður en ferðin hefst. Landsréttur féllst á rökstuðning héraðsdóms, en sá málskostnaður sem ferðaskrifstofunni var gert að greiða vegna málanna var lækkaður, úr samtals 1,5 milljón króna í eina milljón.
Ferðalög Neytendur Dómsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ferðaskrifstofa Íslands dæmd til að endurgreiða skíðaferð vegna Covid-19 Héraðsdómur Reykjaness dæmdi á dögunum að stórfjölskyldu hafi verið heimilt að afpanta skíðaferð til Madonna Di Campiglio á Ítalíu með dagsfyrirvara. Ferðaskrifstofan var dæmd til að endurgreiða 2,6 milljónir króna. Um er að ræða þrjú dómsmál sem rekin voru samhliða. 20. júlí 2021 10:12 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sjá meira
Ferðaskrifstofa Íslands dæmd til að endurgreiða skíðaferð vegna Covid-19 Héraðsdómur Reykjaness dæmdi á dögunum að stórfjölskyldu hafi verið heimilt að afpanta skíðaferð til Madonna Di Campiglio á Ítalíu með dagsfyrirvara. Ferðaskrifstofan var dæmd til að endurgreiða 2,6 milljónir króna. Um er að ræða þrjú dómsmál sem rekin voru samhliða. 20. júlí 2021 10:12