Katrín Tanja í æfingabúðum hjá fimmföldum heimsmeistara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2022 08:30 Katrín Tanja Davíðsdóttir er hér við hlið Mat Fraser en með þeim eru einnig Jayson Hopper, Mal O’Brien og Amanda Barnhart. Instagram/@mathewfras Íslenska CrossFit stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir er að prófa nýja hluti eftir vonbrigðin í fyrra og gekk hún fyrr í haust til liðs við HWPO Training. HWPO Training er þar sem fimmfaldi heimsmeistarinn Mat Fraser ræður ríkjum og hefur aðstoðað CrossFit fólk eftir að hann hætti að keppa sjálfur. Katrín Tanja er ekki eina stórstjarnan sem gekk til liðs við HWPO Training fyrir komandi tímabil því það gerðu líka Amanda Barnhart og Samuel Kwant. Þau hafa öll unnið saman áður undir stjórn Ben Bergeron hjá CompTrain. View this post on Instagram A post shared by HWPO Training | Mat Fraser (@hwpotraining) Fyrir hjá HWPO Training var hin unga en gríðarlega öfluga Mal O’Brien sem varð í öðru sæti á síðustu heimsleikum eftir að hafa verið kosin nýliði ársins árið á undan. Fraser og Katrín urðu bæði heimsmeistarar árið 2016 en þá var Katrín að vinna í seinna skiptið en Fraser sinn fyrsta titil. Fraser endaði á því að vinna fimm ár í röð og setja met. Katrín Tanja hafði árið á undan komið heim og æft undir stjórn Jami Tikkanen, sem hefur verið þjálfari Anníe Mistar Þórisdóttur í meira en áratug. Katrín er ekki eini Íslendingurinn sem fylgir æfingaprógrammi HWPO Training því það gerir einnig Þuríður Erla Helgadóttir sem náði bestum árangri íslenskra kvenna á síðustu heimsleikum. View this post on Instagram A post shared by Mathew Fraser (@mathewfras) Hluti hópsins kom saman og æfði saman í síðustu viku. Mat Fraser sagði frá þessum vikuæfingabúðum þar sem nýir meðlimir hópsins komu og æfðu með honum og öðrum stjörnum. Fraser birti meðal annars mynd af sér með Katrínu Tönju, Jayson Hopper, Mal O’Brien og Amöndu Barnhart. Það leit út fyrir að Katrín Tanja og Mal hafi náð vel saman en Katrín birti meðal annars skemmtilegar myndir af þeim á Gillette Stadium, heimavelli New England Partriots. Katrín vann tvo heimsmeistaratitla á árunum 2015 og 2016 en Mal O’Brien er enn bara átján ára gömul og hefur allt til alls til að vinna sjálf heimsmeistaratitla í framtíðinni. Mal hefur tekið stórtækum framförum undir stjórn Mat Fraser sem lofar vonandi góðu fyrir okkar konu. Katrín Tanja þarf nú endurkomuár eftir að hafa misst af heimsleikunum á þessu ári. Það verður fróðlegt að sjá hvort Fraser nái að koma henni aftur í hóp þeirra bestu í heimi. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) View this post on Instagram A post shared by NOBULL (@nobull) CrossFit Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Fótbolti Fleiri fréttir Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Sjá meira
HWPO Training er þar sem fimmfaldi heimsmeistarinn Mat Fraser ræður ríkjum og hefur aðstoðað CrossFit fólk eftir að hann hætti að keppa sjálfur. Katrín Tanja er ekki eina stórstjarnan sem gekk til liðs við HWPO Training fyrir komandi tímabil því það gerðu líka Amanda Barnhart og Samuel Kwant. Þau hafa öll unnið saman áður undir stjórn Ben Bergeron hjá CompTrain. View this post on Instagram A post shared by HWPO Training | Mat Fraser (@hwpotraining) Fyrir hjá HWPO Training var hin unga en gríðarlega öfluga Mal O’Brien sem varð í öðru sæti á síðustu heimsleikum eftir að hafa verið kosin nýliði ársins árið á undan. Fraser og Katrín urðu bæði heimsmeistarar árið 2016 en þá var Katrín að vinna í seinna skiptið en Fraser sinn fyrsta titil. Fraser endaði á því að vinna fimm ár í röð og setja met. Katrín Tanja hafði árið á undan komið heim og æft undir stjórn Jami Tikkanen, sem hefur verið þjálfari Anníe Mistar Þórisdóttur í meira en áratug. Katrín er ekki eini Íslendingurinn sem fylgir æfingaprógrammi HWPO Training því það gerir einnig Þuríður Erla Helgadóttir sem náði bestum árangri íslenskra kvenna á síðustu heimsleikum. View this post on Instagram A post shared by Mathew Fraser (@mathewfras) Hluti hópsins kom saman og æfði saman í síðustu viku. Mat Fraser sagði frá þessum vikuæfingabúðum þar sem nýir meðlimir hópsins komu og æfðu með honum og öðrum stjörnum. Fraser birti meðal annars mynd af sér með Katrínu Tönju, Jayson Hopper, Mal O’Brien og Amöndu Barnhart. Það leit út fyrir að Katrín Tanja og Mal hafi náð vel saman en Katrín birti meðal annars skemmtilegar myndir af þeim á Gillette Stadium, heimavelli New England Partriots. Katrín vann tvo heimsmeistaratitla á árunum 2015 og 2016 en Mal O’Brien er enn bara átján ára gömul og hefur allt til alls til að vinna sjálf heimsmeistaratitla í framtíðinni. Mal hefur tekið stórtækum framförum undir stjórn Mat Fraser sem lofar vonandi góðu fyrir okkar konu. Katrín Tanja þarf nú endurkomuár eftir að hafa misst af heimsleikunum á þessu ári. Það verður fróðlegt að sjá hvort Fraser nái að koma henni aftur í hóp þeirra bestu í heimi. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) View this post on Instagram A post shared by NOBULL (@nobull)
CrossFit Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Fótbolti Fleiri fréttir Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Sjá meira