Gagnrýndi orðræðu Kínverja í garð Taívans Samúel Karl Ólason skrifar 14. nóvember 2022 14:36 Xi Jinping og Joe Biden, forsetar Kína og Bandaríkjanna. AP/Alex Brandon Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, og Xi Jinping, forseti Kína, funduðu í Indónesíu í dag og var það í fyrsta sinn sem þeir hittast síðan Biden varð forseti. Forsetarnir ræddu meðal annars aukna samkeppni ríkjanna, stríðið í Úkraínu og mótmælti Biden orðræðu kínverskra ráðamanna í garð Taívans. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu sem gefin var út eftir fundinn, sem stóð yfir í um þrjá klukkutíma, segir að Biden hafi sagt Xi að Bandaríkin myndu eiga í samkeppni við Kína en sú samkeppni ætti ekki að snúast upp í átök. Þar segir einnig að þeir hafi báðir verið sammála um að kjarnorkustríð væru óvinnanleg og að slík stríð ættu ekki að eiga sér stað og var það tilvísun í hótanir ráðamanna í Moskvu um mögulega notkun kjarnorkuvopna í Úkraínu. Biden mun einnig hafa vakið máls á því að Bandaríkin og Kína þyrftu að taka höndum saman um mörg málefni eins og veðurfarsbreytingar af mannavöldum, heimsstöðugleika og heilsu- og fæðuöryggi. Þá lýsti Biden yfir áhyggjum af mannréttindabrotum Kínverja og þá meðal annars í Xinjiang, Tíbet og Hong Kong. Hann lýsti því einnig yfir að Bandaríkjamenn væru andvígir öllum einhliða tilraunum til að breyta stöðu Taívans gagnvart Kína og sagði í hag heimsins að tryggja frið á Taívanssundi. Varaði Biden við Utanríkisráðuneyti Kína segir að Xi haf sagt Biden að heimurinn væri nógu stór svo bæði Bandaríkin og Kína gætu blómstrað. Heilt yfir deildu ríkin fleiri hagsmunaratriðum en skildu þau að. Xi varaði Biden einnig við því að fara ekki yfir það sem hann kallaði „rauða línu“ varðandi „spurninguna um Taívan“. Biden ræddi við blaðamenn eftir fundinn þar sem hann sagði samtal forsetanna hafa verið jákvætt. Happening Now: President Biden delivers remarks and takes questions. https://t.co/VwAfMna859— The White House (@WhiteHouse) November 14, 2022 Heita því að Taívan sameinist meginlandinu Kínverjar segja Taívan tilheyra Kína en árið 1949 flúðu þjóðernissinnar til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Forsvarsmenn Kommúnistaflokksins hafa heitið því að ná völdum í Taívan, með valdi ef nauðsynlegt sé. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Bandaríkin eiga í varnarsamstarfi með Taívan og hefur Joe Biden, forseti, sagt að Bandaríkjamenn myndu koma Taívönum til aðstoðar geri Kínverjar innrás. Óljóst er þó hvort það myndi fela í sér beina hernaðaraðstoð eða aðstoð sambærilega þeirri sem Úkraínumenn fá frá Bandaríkjunum. Það er að segja vopn, þjálfun og upplýsingar, meðal annars. Sjá einnig: Vilja dæla vopnum til Taívans Kínverjar hafa beitt Taívan sífellt meiri þrýstingi á undanförnum árum og hafa verið sakaðir um að reyna að draga máttinn úr verjendum eyjunnar með óhefðbundnum hernaði. Málefni eyríkisins á stóran þátt í versnandi samskiptum Bandaríkjanna og Kína á undanförnum árum. Taívan hefur staðið frammi fyrir mögulegri innrás frá Kína í áratugi. Undanfarin ár hafa þó orðið mikilvægar breytingar sitthvoru megin við Taívansund. Samhliða því að sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan, hefur geta herafla ríkisins dregist saman. Hernaðargeta Kínverja hefur á sama tíma aukist til muna. Bandaríkin Kína Taívan Joe Biden Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Sjá meira
Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu sem gefin var út eftir fundinn, sem stóð yfir í um þrjá klukkutíma, segir að Biden hafi sagt Xi að Bandaríkin myndu eiga í samkeppni við Kína en sú samkeppni ætti ekki að snúast upp í átök. Þar segir einnig að þeir hafi báðir verið sammála um að kjarnorkustríð væru óvinnanleg og að slík stríð ættu ekki að eiga sér stað og var það tilvísun í hótanir ráðamanna í Moskvu um mögulega notkun kjarnorkuvopna í Úkraínu. Biden mun einnig hafa vakið máls á því að Bandaríkin og Kína þyrftu að taka höndum saman um mörg málefni eins og veðurfarsbreytingar af mannavöldum, heimsstöðugleika og heilsu- og fæðuöryggi. Þá lýsti Biden yfir áhyggjum af mannréttindabrotum Kínverja og þá meðal annars í Xinjiang, Tíbet og Hong Kong. Hann lýsti því einnig yfir að Bandaríkjamenn væru andvígir öllum einhliða tilraunum til að breyta stöðu Taívans gagnvart Kína og sagði í hag heimsins að tryggja frið á Taívanssundi. Varaði Biden við Utanríkisráðuneyti Kína segir að Xi haf sagt Biden að heimurinn væri nógu stór svo bæði Bandaríkin og Kína gætu blómstrað. Heilt yfir deildu ríkin fleiri hagsmunaratriðum en skildu þau að. Xi varaði Biden einnig við því að fara ekki yfir það sem hann kallaði „rauða línu“ varðandi „spurninguna um Taívan“. Biden ræddi við blaðamenn eftir fundinn þar sem hann sagði samtal forsetanna hafa verið jákvætt. Happening Now: President Biden delivers remarks and takes questions. https://t.co/VwAfMna859— The White House (@WhiteHouse) November 14, 2022 Heita því að Taívan sameinist meginlandinu Kínverjar segja Taívan tilheyra Kína en árið 1949 flúðu þjóðernissinnar til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Forsvarsmenn Kommúnistaflokksins hafa heitið því að ná völdum í Taívan, með valdi ef nauðsynlegt sé. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Bandaríkin eiga í varnarsamstarfi með Taívan og hefur Joe Biden, forseti, sagt að Bandaríkjamenn myndu koma Taívönum til aðstoðar geri Kínverjar innrás. Óljóst er þó hvort það myndi fela í sér beina hernaðaraðstoð eða aðstoð sambærilega þeirri sem Úkraínumenn fá frá Bandaríkjunum. Það er að segja vopn, þjálfun og upplýsingar, meðal annars. Sjá einnig: Vilja dæla vopnum til Taívans Kínverjar hafa beitt Taívan sífellt meiri þrýstingi á undanförnum árum og hafa verið sakaðir um að reyna að draga máttinn úr verjendum eyjunnar með óhefðbundnum hernaði. Málefni eyríkisins á stóran þátt í versnandi samskiptum Bandaríkjanna og Kína á undanförnum árum. Taívan hefur staðið frammi fyrir mögulegri innrás frá Kína í áratugi. Undanfarin ár hafa þó orðið mikilvægar breytingar sitthvoru megin við Taívansund. Samhliða því að sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan, hefur geta herafla ríkisins dregist saman. Hernaðargeta Kínverja hefur á sama tíma aukist til muna.
Bandaríkin Kína Taívan Joe Biden Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent