„Markmiðið er að þjálfa landsliðið mitt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. nóvember 2022 09:01 Samira Suleman nýtur sín í botn í þjálfun. vísir/arnar Samira Suleman, leikmaður ÍA, varð fyrsta konan frá Gana til að útskrifast með UEFA B þjálfarapróf. Hún er búin að festa rætur á Íslandi en draumurinn er að þjálfa landslið heimalandsins. Samira kom fyrst hingað til lands 2015 þegar hún gekk í raðir Víkings Ólafsvíkur. Hún hefur einnig spilað með Aftureldingu/Fram, Sindra og ÍA. Meðfram því hefur starfað við þjálfun og menntað sig á því sviði. Og hún er eina konan frá Gana sem er með UEFA B þjálfararéttindi. Samira Suliman er fyrsta konan frá Gana til þess að hljóta UEFA B þjálfararéttindi Samira er leikmaður ÍA í meistaraflokki og starfandi yngri flokka þjálfari. Hún er vinsæll og góður þjálfari sem er mikil og góð fyrirmynd fyrir iðkendur #kfía #fótbolti #samirasuleman pic.twitter.com/3rhcqJIURK— ÍA Akranes FC (@Skagamenn) November 9, 2022 „Ég fékk réttindin fyrr á þessu ári. Hingað til hefur þetta verið gott fyrir mig. Ég lagði mikla vinnu á mig en ég náði prófinu,“ sagði Samira í samtali við Vísi á dögunum. Hún kveðst stolt af því að vera fyrsta ganverska konan til að útskrifast með UEFA B þjálfaragráðuna. „Heima fyrir eru ekki margar konur í þjálfun og það er mjög gott fyrir mig að komast á þetta stig,“ sagði Samira. Hún segist hafa byrjað að þjálfa fljótlega eftir að hún kom til Íslands fyrir sjö árum. „Eins og venjulega með erlenda leikmenn var það í samningnum mínum að ég myndi hjálpa við þjálfun barna. Ég fékk mikinn áhuga á þessu þegar ég hjálpaði krökkunum. Svo ákvað ég að ná mér í réttindi til að geta orðið frábær þjálfari í framtíðinni,“ sagði Samira. Hún stefnir hátt í þjálfun. „Markmiðið er að þjálfa landsliðið mitt,“ sagði Samira. Klippa: Viðtal við Samiru Suleman Alla virka daga er hún inni í Akraneshöllinni að þjálfa framtíðar leikmenn ÍA og nýtur þess í botn. „Eins og þú sérð eru krakkar út um allt hérna. Það er frábært að vera í kringum börn. Aðalástæðan fyrir því að ég fór út í þjálfun var til endurgreiða fótboltanum því hann hefur gefið mér mikið. Fótbolti er allt fyrir mér þannig ég ákvað að fara að þjálfa til að geta gefið til baka til þess sem hefur gefið mér allt í lífinu,“ sagði Samira. Um klukkan 14:00 á hverjum virkum degi hrúgast krakkar inn í Akraneshöllina þar sem Samira og fleiri taka á móti þeim.vísir/arnar Hún gæti ekki verið ánægðari með að þjálfa í höfuðstað fótboltans á Íslandi, Akranesi. „Það er stórkostlegt. Allir hérna elska fótbolta og svo þetta er frábært, svo gott. Þú færð að hitta og læra af stórum þjálfurum. Aðstæður hérna eru góðar og allt er til fyrirmyndar,“ sagði Samira. Íslenski boltinn ÍA Akranes Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Sjá meira
Samira kom fyrst hingað til lands 2015 þegar hún gekk í raðir Víkings Ólafsvíkur. Hún hefur einnig spilað með Aftureldingu/Fram, Sindra og ÍA. Meðfram því hefur starfað við þjálfun og menntað sig á því sviði. Og hún er eina konan frá Gana sem er með UEFA B þjálfararéttindi. Samira Suliman er fyrsta konan frá Gana til þess að hljóta UEFA B þjálfararéttindi Samira er leikmaður ÍA í meistaraflokki og starfandi yngri flokka þjálfari. Hún er vinsæll og góður þjálfari sem er mikil og góð fyrirmynd fyrir iðkendur #kfía #fótbolti #samirasuleman pic.twitter.com/3rhcqJIURK— ÍA Akranes FC (@Skagamenn) November 9, 2022 „Ég fékk réttindin fyrr á þessu ári. Hingað til hefur þetta verið gott fyrir mig. Ég lagði mikla vinnu á mig en ég náði prófinu,“ sagði Samira í samtali við Vísi á dögunum. Hún kveðst stolt af því að vera fyrsta ganverska konan til að útskrifast með UEFA B þjálfaragráðuna. „Heima fyrir eru ekki margar konur í þjálfun og það er mjög gott fyrir mig að komast á þetta stig,“ sagði Samira. Hún segist hafa byrjað að þjálfa fljótlega eftir að hún kom til Íslands fyrir sjö árum. „Eins og venjulega með erlenda leikmenn var það í samningnum mínum að ég myndi hjálpa við þjálfun barna. Ég fékk mikinn áhuga á þessu þegar ég hjálpaði krökkunum. Svo ákvað ég að ná mér í réttindi til að geta orðið frábær þjálfari í framtíðinni,“ sagði Samira. Hún stefnir hátt í þjálfun. „Markmiðið er að þjálfa landsliðið mitt,“ sagði Samira. Klippa: Viðtal við Samiru Suleman Alla virka daga er hún inni í Akraneshöllinni að þjálfa framtíðar leikmenn ÍA og nýtur þess í botn. „Eins og þú sérð eru krakkar út um allt hérna. Það er frábært að vera í kringum börn. Aðalástæðan fyrir því að ég fór út í þjálfun var til endurgreiða fótboltanum því hann hefur gefið mér mikið. Fótbolti er allt fyrir mér þannig ég ákvað að fara að þjálfa til að geta gefið til baka til þess sem hefur gefið mér allt í lífinu,“ sagði Samira. Um klukkan 14:00 á hverjum virkum degi hrúgast krakkar inn í Akraneshöllina þar sem Samira og fleiri taka á móti þeim.vísir/arnar Hún gæti ekki verið ánægðari með að þjálfa í höfuðstað fótboltans á Íslandi, Akranesi. „Það er stórkostlegt. Allir hérna elska fótbolta og svo þetta er frábært, svo gott. Þú færð að hitta og læra af stórum þjálfurum. Aðstæður hérna eru góðar og allt er til fyrirmyndar,“ sagði Samira.
Íslenski boltinn ÍA Akranes Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Sjá meira