Handbolti

Frakkar hirtu toppsætið | Jafnt hjá Hollendingum og Spánverjum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Pauletta Foppa var markahæst í sigri Frakka.
Pauletta Foppa var markahæst í sigri Frakka. Henk Seppen/Orange Pictures/BSR Agency/Getty Images

Tveir leikir fóru fram í milliriðli tvö á Evrópumóti kvenna í handbolta í kvöld. Hollendingar og Spánverjar gerðu jafntefli í fyrri leik kvölsins, 29-29, og Frakkar unnu öruggan átta marka sigur gegn Svartfellingum í toppslag riðilsins, 27-19.

Jafntefli gerir í raun lítið fyrir bæði Spánverja og Hollendinga því nú eru bæði lið með þrjú stig í þriðja og fjórða sæti riðilsins eftir fjóra leiki. Öll önnur lið hafa aðeins leikið þrjá leiki og aðeins tvö lið komast upp úr riðlinum í undanúrslit. Þriðja sæti riðilsins gefur þátttökurétt í leiknum um fimmta sætið.

Þá eru Frakkar í góðum málum á toppi riðilsins með sex stig eftir öruggan átta marka sigur gegn Svartfellingum, 27-19. Liðin voru bæði með fjögur stig fyrir leik kvöldsins og því var toppsætið undir þegar flautað var til leiks.

Pauletta Foppa var markahæst í liði Frakka með sex mörk, en Chloé Valentini, Laura Flippes og Orlane Kanor skoruðu fjögur mörk hver.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×