Handbolti

Norðmenn og Danir deila toppsætinu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Þórir Hergeirsson og norska kvennalandsliðið í handbolta er með fullt hús stiga í milliriðlinum á EM.
Þórir Hergeirsson og norska kvennalandsliðið í handbolta er með fullt hús stiga í milliriðlinum á EM. EPA-EFE/Enric Fontcuberta

Noregur og Danmörk deila toppsæti milliriðils eitt eftir leiki kvöldsins á Evrópumóti kvenna í handbolta. Danir unnu öruggan níu marka sigur gegn Króatíu, 26-17, og Norðmenn höfðu betur gegn Svíum, .

Liðin eru nú bæði með sex stig í milliriðlinum, en Danir hafa leikið fjóra leiki á meðan Þórir Hergeirsson og stelpurnar í norska landsliðinu hafa aðeins leikið þrjá.

Danir lentu ekki í neinum vandræðum þegar liðið mætti botnliði Króata fyrr í kvöld, en danska liðið leiddi með sex mörkum í hálfleik áður en liðið tryggði sér öruggan níu marka sigur, 26-17.

Það var hins vegar ögn meiri spenna í leik Noregs og Svíþjóðar þar sem staðan í hálfleik var jöfn, 13-13. Norska liðið reyndist þó sterkara í síðari hálfleik og vann að lokum tveggja marka sigur, 27-25.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×