„Þetta er mikið högg og mjög sárt tap“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. nóvember 2022 23:15 Elvar Már Friðriksson skoraði nítján í tapinu fyrir Georgíu. vísir/vilhelm Elvar Már Friðriksson var stigahæstur í íslenska körfuboltalandsliðinu þegar það tapaði fyrir Georgíu, 85-88, í undankeppni HM 2023. Ísland hafði unnið mikla spennuleiki á heimavelli í undankeppninni en fékk að kynnast hinni hliðinni á þeim peningi í kvöld. „Þetta er akkúrat andstæðan við það hvernig mér hefur liðið eftir síðustu þrjá heimaleiki. Þetta er mikið högg og mjög sárt tap. Við gerðum vel en þeir gerðu það líka á lokakaflanum og settu niður stór skot. Þetta var leikur sem hefði getað dottið báðu megin,“ sagði Elvar þegar hann ræddi við blaðamann Vísis eftir leikinn. En var eitthvað sérstakt sem íslenska liðið hefði getað gert betur í leiknum í kvöld? „Það er hægt að skoða margt sem við gerðum ekki vel. Miðað við leikstíl okkar spilum við aldrei fullkominn leik. Við reynum að hleypa þessu upp í villtan bolta,“ svaraði Elvar. „En við sáum í dag hversu góðir þeir voru þegar fóru með boltann á „blokkina“. Við áttum erfitt með að stoppa [Tornike] Shengelia og við þurftum að taka áhættu og falla af öðrum leikmönnum. Í 3. leikhluta klikkuðu þeir á skotunum, í þeim fjórða settu þeir þau niður. Það gerði okkur erfitt fyrir. En þú stendur og fellur með ákvörðunum sem þú tekur.“ Íslendingar hafa ekki langan tíma til að sleikja sárin því þeir mæta Úkraínumönnum á mánudaginn í leik sem þeir verða að vinna til að eiga möguleika á að komast á HM í fyrsta sinn. „Við þurfum að gíra okkur upp í þann risaleik. Við þurfum að taka stig þar til að fara út til Georgíu í úrslitaleik í febrúar,“ sagði Elvar að endingu. HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir „Ætlum ekki að vera litlir í okkur“ Ægir Þór Steinarsson var að vonum vonsvikinn eftir tap Íslands fyrir Georgíu, 85-88, í undankeppni HM 2023 í körfubolta karla í kvöld. Hann bar sig þó vel og reyndi að horfa fram á veginn. 11. nóvember 2022 23:00 Pedersen um atvikið umdeilda: „Hvern átti hann að gefa á?“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, var súr og svekktur eftir tapið fyrir Georgíu, 85-88, í undankeppni HM í kvöld. Hann botnaði lítið í stórri ákvörðun dómara leiksins á ögurstundu. 11. nóvember 2022 22:50 Landsliðsþjálfari kvenna öskuillur eftir tap Íslands Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur í Subway deild karla og landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta, var sérfræðingur á RÚV þegar Ísland tók á móti Georgíu í undankeppni HM í körfubolta. Benedikt var vægast sagt óánægður með dómgæslu leiksins og þá sérstaklega undir lok leiks. 11. nóvember 2022 22:10 Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
„Þetta er akkúrat andstæðan við það hvernig mér hefur liðið eftir síðustu þrjá heimaleiki. Þetta er mikið högg og mjög sárt tap. Við gerðum vel en þeir gerðu það líka á lokakaflanum og settu niður stór skot. Þetta var leikur sem hefði getað dottið báðu megin,“ sagði Elvar þegar hann ræddi við blaðamann Vísis eftir leikinn. En var eitthvað sérstakt sem íslenska liðið hefði getað gert betur í leiknum í kvöld? „Það er hægt að skoða margt sem við gerðum ekki vel. Miðað við leikstíl okkar spilum við aldrei fullkominn leik. Við reynum að hleypa þessu upp í villtan bolta,“ svaraði Elvar. „En við sáum í dag hversu góðir þeir voru þegar fóru með boltann á „blokkina“. Við áttum erfitt með að stoppa [Tornike] Shengelia og við þurftum að taka áhættu og falla af öðrum leikmönnum. Í 3. leikhluta klikkuðu þeir á skotunum, í þeim fjórða settu þeir þau niður. Það gerði okkur erfitt fyrir. En þú stendur og fellur með ákvörðunum sem þú tekur.“ Íslendingar hafa ekki langan tíma til að sleikja sárin því þeir mæta Úkraínumönnum á mánudaginn í leik sem þeir verða að vinna til að eiga möguleika á að komast á HM í fyrsta sinn. „Við þurfum að gíra okkur upp í þann risaleik. Við þurfum að taka stig þar til að fara út til Georgíu í úrslitaleik í febrúar,“ sagði Elvar að endingu.
HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir „Ætlum ekki að vera litlir í okkur“ Ægir Þór Steinarsson var að vonum vonsvikinn eftir tap Íslands fyrir Georgíu, 85-88, í undankeppni HM 2023 í körfubolta karla í kvöld. Hann bar sig þó vel og reyndi að horfa fram á veginn. 11. nóvember 2022 23:00 Pedersen um atvikið umdeilda: „Hvern átti hann að gefa á?“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, var súr og svekktur eftir tapið fyrir Georgíu, 85-88, í undankeppni HM í kvöld. Hann botnaði lítið í stórri ákvörðun dómara leiksins á ögurstundu. 11. nóvember 2022 22:50 Landsliðsþjálfari kvenna öskuillur eftir tap Íslands Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur í Subway deild karla og landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta, var sérfræðingur á RÚV þegar Ísland tók á móti Georgíu í undankeppni HM í körfubolta. Benedikt var vægast sagt óánægður með dómgæslu leiksins og þá sérstaklega undir lok leiks. 11. nóvember 2022 22:10 Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
„Ætlum ekki að vera litlir í okkur“ Ægir Þór Steinarsson var að vonum vonsvikinn eftir tap Íslands fyrir Georgíu, 85-88, í undankeppni HM 2023 í körfubolta karla í kvöld. Hann bar sig þó vel og reyndi að horfa fram á veginn. 11. nóvember 2022 23:00
Pedersen um atvikið umdeilda: „Hvern átti hann að gefa á?“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, var súr og svekktur eftir tapið fyrir Georgíu, 85-88, í undankeppni HM í kvöld. Hann botnaði lítið í stórri ákvörðun dómara leiksins á ögurstundu. 11. nóvember 2022 22:50
Landsliðsþjálfari kvenna öskuillur eftir tap Íslands Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur í Subway deild karla og landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta, var sérfræðingur á RÚV þegar Ísland tók á móti Georgíu í undankeppni HM í körfubolta. Benedikt var vægast sagt óánægður með dómgæslu leiksins og þá sérstaklega undir lok leiks. 11. nóvember 2022 22:10