Gladbach í Evrópubaráttu eftir sigur á Dortmund Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. nóvember 2022 22:00 Gladbach vann öruggan sigur í kvöld. Christof Koepsel/Getty Images Borussia Mönchengladbach vann 4-2 sigur á Borussia Dortmund í eina leik kvöldsins í þýsku úrvalsdeildinni. Sigur kvöldsins þýðir að Gladbach er komið í Evrópubaráttuna en toppbaráttan í Þýskalandi er æsispennandi. Heimamenn í Gladbach fengu sannkallaða draumabyrjun þegar Jonas Hoffmann tók frábærlega við sendingu Lars Stindl og skilaði boltanum í netið. Gestirnir frá Dortmund létu það ekki á sig fá og Julian Brandt jafnaði metin skömmu síðar eftir sendingu Jude Bellingham. Gladbach skoraði hins vegar tvö mörk með skömmu millibili og segja má að þau hafi lagt grunninn að sigri kvöldsins. Ramy Bensebaini kom heimamönnum yfir á 26. mínútu, Hoffaman með stoðsendinguna að þessu sinni. Marcus Thuram skoraði svo þriðja markið fjórum mínútum síðar. Aftur var Stindl með stoðsendinguna. Varnarmaðurinn Nico Schlotterbeck gaf Dortmund líflínu með marki þegar fimm mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Staðan 3-2 þegar gengið var til búningsherbergja. Hofmann lagði hins vegar upp annað mark sitt strax á fyrstu mínútu síðari hálfleiks, Kouadio Kone með markið. Hofmann kom svo boltanum í netið skömmu síðar en markið dæmt af vegna brots í aðdraganda þess. 19 Borussia Mönchengladbachs Jonas #Hofmann has been directly involved in 19 #Bundesliga goals this calendar year (10 goals, 9 assists), the most among German players in Europe s big five leagues in the year 2022. Thriving. #BMGBVB pic.twitter.com/9fNb5vjQKX— OptaFranz (@OptaFranz) November 11, 2022 Lokatölur því 4-2 Gladbach í vil sem er komið upp í 7. sæti með 22 stig, þremur stigum minna en Dortmund sem er sæti ofar. Það munar svo aðeins tveimur stigum á Dortmund og Union Berlín sem er í 2. sæti deildarinnar þó Berlínarbúar eigi leik til góða. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira
Heimamenn í Gladbach fengu sannkallaða draumabyrjun þegar Jonas Hoffmann tók frábærlega við sendingu Lars Stindl og skilaði boltanum í netið. Gestirnir frá Dortmund létu það ekki á sig fá og Julian Brandt jafnaði metin skömmu síðar eftir sendingu Jude Bellingham. Gladbach skoraði hins vegar tvö mörk með skömmu millibili og segja má að þau hafi lagt grunninn að sigri kvöldsins. Ramy Bensebaini kom heimamönnum yfir á 26. mínútu, Hoffaman með stoðsendinguna að þessu sinni. Marcus Thuram skoraði svo þriðja markið fjórum mínútum síðar. Aftur var Stindl með stoðsendinguna. Varnarmaðurinn Nico Schlotterbeck gaf Dortmund líflínu með marki þegar fimm mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Staðan 3-2 þegar gengið var til búningsherbergja. Hofmann lagði hins vegar upp annað mark sitt strax á fyrstu mínútu síðari hálfleiks, Kouadio Kone með markið. Hofmann kom svo boltanum í netið skömmu síðar en markið dæmt af vegna brots í aðdraganda þess. 19 Borussia Mönchengladbachs Jonas #Hofmann has been directly involved in 19 #Bundesliga goals this calendar year (10 goals, 9 assists), the most among German players in Europe s big five leagues in the year 2022. Thriving. #BMGBVB pic.twitter.com/9fNb5vjQKX— OptaFranz (@OptaFranz) November 11, 2022 Lokatölur því 4-2 Gladbach í vil sem er komið upp í 7. sæti með 22 stig, þremur stigum minna en Dortmund sem er sæti ofar. Það munar svo aðeins tveimur stigum á Dortmund og Union Berlín sem er í 2. sæti deildarinnar þó Berlínarbúar eigi leik til góða.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira