Slæmt gengi kemur niður á draumum McCarthy Samúel Karl Ólason skrifar 10. nóvember 2022 15:40 Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. AP/Alex Brandon Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, vill verða forseti þingsins. Hann hefur ekki farið leynt með það en slæmt gengi flokksins í þingkosningunum á þriðjudaginn mun líklegast koma niður á vonum hans. Seint í gærkvöldi lýsti McCarthy því yfir að þegar hann vaknaði í dag yrði hann í meirihluta í fulltrúadeildinni og Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrata og núverandi þingforseti, yrði í minnihluta. Það hefur ekki ræst enn. Samkvæmt tölfræðimiðlinum FiveThirtyEight hafa Repúblikanar tryggt sér 210 sæti en 218 þarf til að mynda meirihluta. Demókratar hafa tryggt sér 198. Sjá einnig: Repúblikanar þokast nær meirihluta í fulltrúadeildinni Hverjir ná meirihluta í öldungadeildinni verður líklega ekki ljóst fyrr en eftir einhverja daga eða jafnvel mánuð. Sjá einnig: Þrjú ríki munu ráða úrslitum Útlit er fyrir að McCarthy muni stjórna naumum meirihluta í fulltrúadeildinni, haldi hann áfram að leiða þingflokkinn yfir höfuð. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að hann verði mögulega þingforseti en hann hafi að öllum líkindum misst mikil áhrif í flokknum. Þegar sé byrjuð umræða innan þingflokksins um stöðu hans. Var lofað umfangsmiklum sigri Fréttaveitan vísar í orð þingmannsins Andy Biggs, sem leiðir fylkingu Repúblikana sem kalla sig „House Freedom Caucus“ en það er nokkuð áhrifamikil fylking sem tengist Donald Trump, fyrrverandi forseta. Biggs sagði að flokksmönnum hafi verið lofað umfangsmiklum sigri í kosningunum. Hefði það ræst og Repúblikanar hefðu bætt við sig tuttugu til fjörutíu sætum væri staða McCarthy örugg. Nú þurfi hins vegar að taka umræðu um stöðu hans. Í frétt Politico segir að Biggs og félagar hans krefjist þess að reglum fulltrúadeildarinnar verði breytt og meðal annars á þann hátt að þingmenn eigi auðveldara með að velta forseta þingsins úr sessi. McCarthy er sagður verulega andvígur því, á þeim grundvelli að slíkar breytingar yrðu vopn í höndum Demókrata á komandi kjörtímabili. Trump hefur þó lýst yfir stuðningi við McCarthy og enginn annar þingmaður hefur sagst vilja embætti þingforseta. Erfitt kjörtímabil í vændum McCarthy hringdi þó í helstu bandamenn sína í gær og bað þá um að styðja sig og þrýsta á aðra í þingflokknum að styðja hann einnig. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem McCarthy sækist eftir því að verða þingforseti en hann reyndi það síðast árið 2015 en náði því ekki vegna mótspyrnu meðal íhaldssömustu þingmanna flokksins. Í frétt Washington Post segir að mikil ólga sé innan Repúblikanaflokksins vegna slæms gengis Repúblikana. Nokkrir þingmenn hafa sagt miðlinum að það gæti orðið ómögulegt að halda þingflokknum sameinuðum á næstu tveimur árum. Næsti þingflokkur Repúblikanaflokksins verður skipaður mörgum nýjum og óreyndum þingmönnum sem margir hverjir hafa hlotið innblástur frá Donald Trump. Margir þeirra eru ólmir í að hefja rannsóknir á Joe Biden, forseta, til að hefna fyrir rannsóknir Demókrata sem beinst hafa að Trump. Fjöldi nýrra þingmanna og það hve naumur meirihluti Repúblikana gæti orðið þýðir samkvæmt AP að McCarthy hefur mikið verk fyrir höndum. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir „Mér líður ekki vel yfir því sem er að gerast“ Þorvaldur Gylfason prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands segir marga telja að Bandaríkin rambi beinlínis á barmi nýrrar borgarastyrjaldar, en að engu að síður virðist demókrötum hafa tekist að afstýra stórsigri repúblikana í þingkosningum þar vestra. 9. nóvember 2022 23:01 Biden hrósaði varnarsigri Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hrósaði varnarsigri Demókrata, er hann kom fyrst fram opinberlega eftir þingkosningar þar í landi í gær. Hann segir ekkert annað í kortunum en að hann bjóði sig aftur fram í forsetakosningunum 2024. 9. nóvember 2022 22:44 Fáheyrt að stjórnarandstaðan nái ekki tökum á báðum þingdeildum Bandaríska þjóðin bíður nú í ofvæni eftir niðurstöðum þingkosninganna sem fóru fram í gær. Ljóst er að einhver bið getur verið eftir endanlegum niðurstöðum. Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum segir fáheyrt að stjórnarandstaðan nái ekki tökum á báðum deildum þingsins. 9. nóvember 2022 19:49 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Seint í gærkvöldi lýsti McCarthy því yfir að þegar hann vaknaði í dag yrði hann í meirihluta í fulltrúadeildinni og Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrata og núverandi þingforseti, yrði í minnihluta. Það hefur ekki ræst enn. Samkvæmt tölfræðimiðlinum FiveThirtyEight hafa Repúblikanar tryggt sér 210 sæti en 218 þarf til að mynda meirihluta. Demókratar hafa tryggt sér 198. Sjá einnig: Repúblikanar þokast nær meirihluta í fulltrúadeildinni Hverjir ná meirihluta í öldungadeildinni verður líklega ekki ljóst fyrr en eftir einhverja daga eða jafnvel mánuð. Sjá einnig: Þrjú ríki munu ráða úrslitum Útlit er fyrir að McCarthy muni stjórna naumum meirihluta í fulltrúadeildinni, haldi hann áfram að leiða þingflokkinn yfir höfuð. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að hann verði mögulega þingforseti en hann hafi að öllum líkindum misst mikil áhrif í flokknum. Þegar sé byrjuð umræða innan þingflokksins um stöðu hans. Var lofað umfangsmiklum sigri Fréttaveitan vísar í orð þingmannsins Andy Biggs, sem leiðir fylkingu Repúblikana sem kalla sig „House Freedom Caucus“ en það er nokkuð áhrifamikil fylking sem tengist Donald Trump, fyrrverandi forseta. Biggs sagði að flokksmönnum hafi verið lofað umfangsmiklum sigri í kosningunum. Hefði það ræst og Repúblikanar hefðu bætt við sig tuttugu til fjörutíu sætum væri staða McCarthy örugg. Nú þurfi hins vegar að taka umræðu um stöðu hans. Í frétt Politico segir að Biggs og félagar hans krefjist þess að reglum fulltrúadeildarinnar verði breytt og meðal annars á þann hátt að þingmenn eigi auðveldara með að velta forseta þingsins úr sessi. McCarthy er sagður verulega andvígur því, á þeim grundvelli að slíkar breytingar yrðu vopn í höndum Demókrata á komandi kjörtímabili. Trump hefur þó lýst yfir stuðningi við McCarthy og enginn annar þingmaður hefur sagst vilja embætti þingforseta. Erfitt kjörtímabil í vændum McCarthy hringdi þó í helstu bandamenn sína í gær og bað þá um að styðja sig og þrýsta á aðra í þingflokknum að styðja hann einnig. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem McCarthy sækist eftir því að verða þingforseti en hann reyndi það síðast árið 2015 en náði því ekki vegna mótspyrnu meðal íhaldssömustu þingmanna flokksins. Í frétt Washington Post segir að mikil ólga sé innan Repúblikanaflokksins vegna slæms gengis Repúblikana. Nokkrir þingmenn hafa sagt miðlinum að það gæti orðið ómögulegt að halda þingflokknum sameinuðum á næstu tveimur árum. Næsti þingflokkur Repúblikanaflokksins verður skipaður mörgum nýjum og óreyndum þingmönnum sem margir hverjir hafa hlotið innblástur frá Donald Trump. Margir þeirra eru ólmir í að hefja rannsóknir á Joe Biden, forseta, til að hefna fyrir rannsóknir Demókrata sem beinst hafa að Trump. Fjöldi nýrra þingmanna og það hve naumur meirihluti Repúblikana gæti orðið þýðir samkvæmt AP að McCarthy hefur mikið verk fyrir höndum.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir „Mér líður ekki vel yfir því sem er að gerast“ Þorvaldur Gylfason prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands segir marga telja að Bandaríkin rambi beinlínis á barmi nýrrar borgarastyrjaldar, en að engu að síður virðist demókrötum hafa tekist að afstýra stórsigri repúblikana í þingkosningum þar vestra. 9. nóvember 2022 23:01 Biden hrósaði varnarsigri Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hrósaði varnarsigri Demókrata, er hann kom fyrst fram opinberlega eftir þingkosningar þar í landi í gær. Hann segir ekkert annað í kortunum en að hann bjóði sig aftur fram í forsetakosningunum 2024. 9. nóvember 2022 22:44 Fáheyrt að stjórnarandstaðan nái ekki tökum á báðum þingdeildum Bandaríska þjóðin bíður nú í ofvæni eftir niðurstöðum þingkosninganna sem fóru fram í gær. Ljóst er að einhver bið getur verið eftir endanlegum niðurstöðum. Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum segir fáheyrt að stjórnarandstaðan nái ekki tökum á báðum deildum þingsins. 9. nóvember 2022 19:49 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
„Mér líður ekki vel yfir því sem er að gerast“ Þorvaldur Gylfason prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands segir marga telja að Bandaríkin rambi beinlínis á barmi nýrrar borgarastyrjaldar, en að engu að síður virðist demókrötum hafa tekist að afstýra stórsigri repúblikana í þingkosningum þar vestra. 9. nóvember 2022 23:01
Biden hrósaði varnarsigri Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hrósaði varnarsigri Demókrata, er hann kom fyrst fram opinberlega eftir þingkosningar þar í landi í gær. Hann segir ekkert annað í kortunum en að hann bjóði sig aftur fram í forsetakosningunum 2024. 9. nóvember 2022 22:44
Fáheyrt að stjórnarandstaðan nái ekki tökum á báðum þingdeildum Bandaríska þjóðin bíður nú í ofvæni eftir niðurstöðum þingkosninganna sem fóru fram í gær. Ljóst er að einhver bið getur verið eftir endanlegum niðurstöðum. Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum segir fáheyrt að stjórnarandstaðan nái ekki tökum á báðum deildum þingsins. 9. nóvember 2022 19:49