Njósnamál komið upp á EM kvenna í handbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2022 09:31 Jelena Lavko ræðir við þjálfara sinn í landsleik með Serbíu. Hún er mjög ósátt með njósnir mótherja sinna. Getty/Andre Weening Evrópumót kvenna í handbolta er í fullum gangi en það er mikið hitamál komið upp á milli tveggja þjóða úr gömlu Júgóslavíu. Serbar eru dottnir úr leik en eru mjög ósáttir með að hafa uppgötvað það að það hafi verið njósnað um liðið þeirra á lokaðri æfingu fyrir mikilvægan leik. Serbía og Slóvenía spiluðu hreinan úrslitaleik um sæti í milliriðli í lokaumferð riðilsins. Liðin voru í riðli með Norðurlandaþjóðunum Danmörku og Svíþjóð. Sportbladet í Svíþjóð fjallar um málið.Instagram Slóvenía vann leikinn 27-24 og sendi því Serbíu heim af EM. Eftir leikinn sökuðu Serbar Slóvena um að taka upp myndband af lokaðri æfingu sinni fyrir leikinn en sú æfing fór fram í sama sal og liðin mættust síðan daginn eftir. Sportblaðið í Svíþjóð fjallar um málið og vísar þá í umfjöllun í serbneskum miðlum. Jelena Lavkov, fyrirliði Serbíu, ræddi þetta mál við serbneska fjölmiðilinn Novosti. Hún segir að Serbar hafi fundið farsíma og iPad í höllinni sem voru stillt til að taka upp æfinguna. Blaðið sýndi líka mynd af þessum njósnabúnaði þar sem pappaspjald var til að fela símann fyrir utan gatið fyrir myndavélina. Serbarnir fundu þessar upptökugræjur og tóku mynd af henni. „Þetta var sett upp til að mynda okkur,“ sagði Jelena Lavkov. Serbarnir voru reyndar í ágætum málum enda 15-13 yfir í hálfleik og komst þremur mörkum yfir í upphafi þess síðari. Slóvenarnir tóku þá öll völd og skoruðu fimm mörk í röð og voru síðan mest komnir fimm mörkum yfir í leiknum. EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Sjá meira
Serbar eru dottnir úr leik en eru mjög ósáttir með að hafa uppgötvað það að það hafi verið njósnað um liðið þeirra á lokaðri æfingu fyrir mikilvægan leik. Serbía og Slóvenía spiluðu hreinan úrslitaleik um sæti í milliriðli í lokaumferð riðilsins. Liðin voru í riðli með Norðurlandaþjóðunum Danmörku og Svíþjóð. Sportbladet í Svíþjóð fjallar um málið.Instagram Slóvenía vann leikinn 27-24 og sendi því Serbíu heim af EM. Eftir leikinn sökuðu Serbar Slóvena um að taka upp myndband af lokaðri æfingu sinni fyrir leikinn en sú æfing fór fram í sama sal og liðin mættust síðan daginn eftir. Sportblaðið í Svíþjóð fjallar um málið og vísar þá í umfjöllun í serbneskum miðlum. Jelena Lavkov, fyrirliði Serbíu, ræddi þetta mál við serbneska fjölmiðilinn Novosti. Hún segir að Serbar hafi fundið farsíma og iPad í höllinni sem voru stillt til að taka upp æfinguna. Blaðið sýndi líka mynd af þessum njósnabúnaði þar sem pappaspjald var til að fela símann fyrir utan gatið fyrir myndavélina. Serbarnir fundu þessar upptökugræjur og tóku mynd af henni. „Þetta var sett upp til að mynda okkur,“ sagði Jelena Lavkov. Serbarnir voru reyndar í ágætum málum enda 15-13 yfir í hálfleik og komst þremur mörkum yfir í upphafi þess síðari. Slóvenarnir tóku þá öll völd og skoruðu fimm mörk í röð og voru síðan mest komnir fimm mörkum yfir í leiknum.
EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Sjá meira