Njósnamál komið upp á EM kvenna í handbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2022 09:31 Jelena Lavko ræðir við þjálfara sinn í landsleik með Serbíu. Hún er mjög ósátt með njósnir mótherja sinna. Getty/Andre Weening Evrópumót kvenna í handbolta er í fullum gangi en það er mikið hitamál komið upp á milli tveggja þjóða úr gömlu Júgóslavíu. Serbar eru dottnir úr leik en eru mjög ósáttir með að hafa uppgötvað það að það hafi verið njósnað um liðið þeirra á lokaðri æfingu fyrir mikilvægan leik. Serbía og Slóvenía spiluðu hreinan úrslitaleik um sæti í milliriðli í lokaumferð riðilsins. Liðin voru í riðli með Norðurlandaþjóðunum Danmörku og Svíþjóð. Sportbladet í Svíþjóð fjallar um málið.Instagram Slóvenía vann leikinn 27-24 og sendi því Serbíu heim af EM. Eftir leikinn sökuðu Serbar Slóvena um að taka upp myndband af lokaðri æfingu sinni fyrir leikinn en sú æfing fór fram í sama sal og liðin mættust síðan daginn eftir. Sportblaðið í Svíþjóð fjallar um málið og vísar þá í umfjöllun í serbneskum miðlum. Jelena Lavkov, fyrirliði Serbíu, ræddi þetta mál við serbneska fjölmiðilinn Novosti. Hún segir að Serbar hafi fundið farsíma og iPad í höllinni sem voru stillt til að taka upp æfinguna. Blaðið sýndi líka mynd af þessum njósnabúnaði þar sem pappaspjald var til að fela símann fyrir utan gatið fyrir myndavélina. Serbarnir fundu þessar upptökugræjur og tóku mynd af henni. „Þetta var sett upp til að mynda okkur,“ sagði Jelena Lavkov. Serbarnir voru reyndar í ágætum málum enda 15-13 yfir í hálfleik og komst þremur mörkum yfir í upphafi þess síðari. Slóvenarnir tóku þá öll völd og skoruðu fimm mörk í röð og voru síðan mest komnir fimm mörkum yfir í leiknum. EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Sjá meira
Serbar eru dottnir úr leik en eru mjög ósáttir með að hafa uppgötvað það að það hafi verið njósnað um liðið þeirra á lokaðri æfingu fyrir mikilvægan leik. Serbía og Slóvenía spiluðu hreinan úrslitaleik um sæti í milliriðli í lokaumferð riðilsins. Liðin voru í riðli með Norðurlandaþjóðunum Danmörku og Svíþjóð. Sportbladet í Svíþjóð fjallar um málið.Instagram Slóvenía vann leikinn 27-24 og sendi því Serbíu heim af EM. Eftir leikinn sökuðu Serbar Slóvena um að taka upp myndband af lokaðri æfingu sinni fyrir leikinn en sú æfing fór fram í sama sal og liðin mættust síðan daginn eftir. Sportblaðið í Svíþjóð fjallar um málið og vísar þá í umfjöllun í serbneskum miðlum. Jelena Lavkov, fyrirliði Serbíu, ræddi þetta mál við serbneska fjölmiðilinn Novosti. Hún segir að Serbar hafi fundið farsíma og iPad í höllinni sem voru stillt til að taka upp æfinguna. Blaðið sýndi líka mynd af þessum njósnabúnaði þar sem pappaspjald var til að fela símann fyrir utan gatið fyrir myndavélina. Serbarnir fundu þessar upptökugræjur og tóku mynd af henni. „Þetta var sett upp til að mynda okkur,“ sagði Jelena Lavkov. Serbarnir voru reyndar í ágætum málum enda 15-13 yfir í hálfleik og komst þremur mörkum yfir í upphafi þess síðari. Slóvenarnir tóku þá öll völd og skoruðu fimm mörk í röð og voru síðan mest komnir fimm mörkum yfir í leiknum.
EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Sjá meira