Innlent

Yfirdráttarlán heimilanna að aukast

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Breki Karls­son er for­maður Neyt­enda­sam­takanna.
Breki Karls­son er for­maður Neyt­enda­sam­takanna. Vísir/Vilhelm

Samkvæmt hagtölum Seðlabanka Íslands eru bæði innlán og yfirdráttarlán heimilanna að aukast. 

„Af þessu má draga þá ályktun að hluti heimila gæti átt í vandræðum með að ná endum saman. Þetta kemur betur í ljós í vetur,“ segir Vignir Þór Sverrisson, fjárfestingastjóri hjá Íslandssjóðum.

Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag.

Þar segir að yfirdráttarlán heimilanna, sem hlutfall af landsframleiðslu, hafi aukist á þessu ári eftir að hafa dregist saman á meðan kórónuveirufaraldurinn gekk yfir. Yfirdráttarlánin hafi verið 2,59 prósent af landsframleiðslu um áramót en séu nú 2,63 prósent.

Á sama tíma hefur landsframleiðsla aukist.

Fréttablaðið ræddi við Breka Karlsson, formann Neytendasamtakanna, sem segir yfirdráttarlánin vera góðan mælikvarða á stöðu heimilanna og áhyggjuefni að þau séu að aukast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×