Sverrir og Jóhann snúa aftur í landsliðið Sindri Sverrisson skrifar 8. nóvember 2022 13:03 Íslenska landsliðið endurheimtir hinn öfluga Jóhann Berg Guðmundsson. Vísir/Hulda Margrét Sverrir Ingi Ingason og Jóhann Berg Guðmundsson eru báðir í íslenska landsliðshópnum sem Arnar Þór Viðarsson hefur valið fyrir leikina í Baltic Cup síðar í þessum mánuði. Arnar er með íslenska landsliðið í Suður-Kóreu eftir 1-0 tapið gegn Sádi-Arabíu á sunnudaginn, en Ísland mætir Suður-Kóreu á föstudaginn. Liðið í þeim leikjum er að stórum hluta skipað leikmönnum úr Bestu deildinni. Leikirnir í Baltic Cup eru hins vegar á FIFA-leikdögum svo að Arnar gat valið þá leikmenn sem hann vildi, og eru Sverrir og Jóhann með að þessu sinni. Guðlaugur Victor Pálsson og Alfreð Finnbogason gátu hins vegar ekki gefið kost á sér vegna meiðsla, að sögn Arnars. Jóhann, sem leikið hefur 81 A-landsleik, lék síðast fyrir landsliðið í september í fyrra, í 4-0 tapinu gegn Þýskalandi í undankeppni HM. Hann hefur leikið fjórtán deildarleiki með Burnley í haust en liðið er á toppi ensku B-deildarinnar. Fyrstu landsleikir Sverris síðan í mars 2021 Sverrir, miðvörður PAOK í Grikklandi, hefur ekki verið með landsliðinu síðan í mars 2021, í fyrstu leikjunum í undankeppni HM í Katar sem jafnframt voru fyrstu leikirnir undir stjórn Arnars. Sverrir á að baki 39 A-landsleiki. Hálft annað ár er síðan að Sverrir Ingi Ingason lék síðast með íslenska landsliðinu.Getty Í Baltic Cup leika auk Íslands lið Eistlands, Lettlands og Litháens. Ísland mætir Litháen í undanúrslitum 16. nóvember og svo annað hvort Eistlandi eða Lettlandi 19. nóvember. Hér að neðan má sjá landsliðshópinn. Landsliðshópurinn: Markmenn: Rúnar Alex Rúnarsson - Alanyaspor - 19 leikir Patrik Sigurður Gunnarsson - Viking FK - 1 leikur Elías Rafn Ólafsson - FC Midtjylland - 4 leikir Varnarmenn: Alfons Sampsted - Bodo/Glimt - 13 leikir Hörður Björgvin Magnússon - Panathinaikos - 43 leikir, 2 mörk Daníel Leó Grétarsson - Slask Wroclaw - 11 leikir Davíð Kristján Ólafsson - Kalmar FF - 9 leikir Sverrir Ingi Ingason - PAOK - 39 leikir, 3 mörk Valgeir Lunddal Friðriksson - BK Häcken - 3 leikir Miðjumenn: Aron Einar Gunnarsson - Al Arabi - 100 leikir, 2 mörk Aron Elís Þrándarson - OB - 15 leikir, 1 mark Arnór Sigurðsson - IFK Norrköping - 23 leikir, 2 mörk Stefán Teitur Þórðarson - Silkeborg IF - 13 leikir, 1 mark Ísak Bergmann Jóhannesson - FC Köbenhavn - 15 leikir, 2 mörk Þórir Jóhann Helgason - Lecce - 14 leikir, 2 mörk Birkir Bjarnason - Adana Demirspor - 112 leikir, 15 mörk Kant- og sóknarmenn: Hákon Arnar Haraldsson - FC Köbenhavn - 5 leikir Jón Dagur Þorsteinsson - OH Leuven - 23 leikir, 4 mörk Mikael Neville Anderson - AGF - 16 leikir, 2 mörk Mikael Egill Ellertsson - Spezia Calcio - 8 leikir Jóhann Berg Guðmundsson - Burnley - 81 leikur, 8 mörk Sveinn Aron Guðjohnsen - IF Elfsborg - 16 leikir, 1 mark Andri Lucas Guðjohnsen - IFK Norrköping - 11 leikir, 2 mörk „Mikill heiður fyrir okkur að fá boð“ Arnar landsliðsþjálfari segir á vef KSÍ að stefnan sé sett á sigur á Baltic Cup. „Mér líst mjög vel á þetta Baltic Cup verkefni, frábært að fá mótsleiki í stað vináttuleikja. Eins og við vitum þá breytir það alltaf leikjunum ef það er að einhverju að keppa. Mér skilst að þetta sé mót sem var fyrst haldið fyrir hátt í hundrað árum og það er bara mikill heiður fyrir okkur að fá boð frá þessum vinaþjóðum okkar um þátttöku sem gestalið. Það hefur verið stígandi í okkar leik. Við ætluðum okkur auðvitað að vinna riðilinn í Þjóðadeildinni en fyrst það tókst ekki þá var mikilvægt að ná öðru sætinu upp á framhaldið að gera. Ég nefndi það á síðasta ári að við værum að leita að stöðugleika með okkar unga lið og mér finnst við vera á góðri leið með það. Við áttum leikjahrinu á þessu ári þar sem við vorum taplausir í sex leikjum og það voru allt leikir í FIFA-gluggum. Það er kominn stöðugleiki með það hvaða leikmenn við erum með í hópnum og líka í okkar leik,“ segir Arnar. „Við erum erum að vinna markvisst að því að búa til lið, skapa liðsheild, og erum komnir með góðan kjarna leikmanna og það er auðvitað frábært að geta svo byggt ofan á það með því að fá reynslumikla leikmenn inn í hópinn. Við fengum Aron Einar, Guðlaug Victor og Alfreð inn síðast. Núna geta Guðlaugur Victor og Alfreð ekki verið með vegna meiðsla, en í staðinn fáum við Sverri Inga og Jóhann Berg inn, báðir auðvitað mjög reynslumiklir leikmenn með mikil gæði. Við erum bara mjög spenntir fyrir þessu móti setjum stefnuna á að vinna það,“ segir Arnar á vef KSÍ. Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Sjá meira
Arnar er með íslenska landsliðið í Suður-Kóreu eftir 1-0 tapið gegn Sádi-Arabíu á sunnudaginn, en Ísland mætir Suður-Kóreu á föstudaginn. Liðið í þeim leikjum er að stórum hluta skipað leikmönnum úr Bestu deildinni. Leikirnir í Baltic Cup eru hins vegar á FIFA-leikdögum svo að Arnar gat valið þá leikmenn sem hann vildi, og eru Sverrir og Jóhann með að þessu sinni. Guðlaugur Victor Pálsson og Alfreð Finnbogason gátu hins vegar ekki gefið kost á sér vegna meiðsla, að sögn Arnars. Jóhann, sem leikið hefur 81 A-landsleik, lék síðast fyrir landsliðið í september í fyrra, í 4-0 tapinu gegn Þýskalandi í undankeppni HM. Hann hefur leikið fjórtán deildarleiki með Burnley í haust en liðið er á toppi ensku B-deildarinnar. Fyrstu landsleikir Sverris síðan í mars 2021 Sverrir, miðvörður PAOK í Grikklandi, hefur ekki verið með landsliðinu síðan í mars 2021, í fyrstu leikjunum í undankeppni HM í Katar sem jafnframt voru fyrstu leikirnir undir stjórn Arnars. Sverrir á að baki 39 A-landsleiki. Hálft annað ár er síðan að Sverrir Ingi Ingason lék síðast með íslenska landsliðinu.Getty Í Baltic Cup leika auk Íslands lið Eistlands, Lettlands og Litháens. Ísland mætir Litháen í undanúrslitum 16. nóvember og svo annað hvort Eistlandi eða Lettlandi 19. nóvember. Hér að neðan má sjá landsliðshópinn. Landsliðshópurinn: Markmenn: Rúnar Alex Rúnarsson - Alanyaspor - 19 leikir Patrik Sigurður Gunnarsson - Viking FK - 1 leikur Elías Rafn Ólafsson - FC Midtjylland - 4 leikir Varnarmenn: Alfons Sampsted - Bodo/Glimt - 13 leikir Hörður Björgvin Magnússon - Panathinaikos - 43 leikir, 2 mörk Daníel Leó Grétarsson - Slask Wroclaw - 11 leikir Davíð Kristján Ólafsson - Kalmar FF - 9 leikir Sverrir Ingi Ingason - PAOK - 39 leikir, 3 mörk Valgeir Lunddal Friðriksson - BK Häcken - 3 leikir Miðjumenn: Aron Einar Gunnarsson - Al Arabi - 100 leikir, 2 mörk Aron Elís Þrándarson - OB - 15 leikir, 1 mark Arnór Sigurðsson - IFK Norrköping - 23 leikir, 2 mörk Stefán Teitur Þórðarson - Silkeborg IF - 13 leikir, 1 mark Ísak Bergmann Jóhannesson - FC Köbenhavn - 15 leikir, 2 mörk Þórir Jóhann Helgason - Lecce - 14 leikir, 2 mörk Birkir Bjarnason - Adana Demirspor - 112 leikir, 15 mörk Kant- og sóknarmenn: Hákon Arnar Haraldsson - FC Köbenhavn - 5 leikir Jón Dagur Þorsteinsson - OH Leuven - 23 leikir, 4 mörk Mikael Neville Anderson - AGF - 16 leikir, 2 mörk Mikael Egill Ellertsson - Spezia Calcio - 8 leikir Jóhann Berg Guðmundsson - Burnley - 81 leikur, 8 mörk Sveinn Aron Guðjohnsen - IF Elfsborg - 16 leikir, 1 mark Andri Lucas Guðjohnsen - IFK Norrköping - 11 leikir, 2 mörk „Mikill heiður fyrir okkur að fá boð“ Arnar landsliðsþjálfari segir á vef KSÍ að stefnan sé sett á sigur á Baltic Cup. „Mér líst mjög vel á þetta Baltic Cup verkefni, frábært að fá mótsleiki í stað vináttuleikja. Eins og við vitum þá breytir það alltaf leikjunum ef það er að einhverju að keppa. Mér skilst að þetta sé mót sem var fyrst haldið fyrir hátt í hundrað árum og það er bara mikill heiður fyrir okkur að fá boð frá þessum vinaþjóðum okkar um þátttöku sem gestalið. Það hefur verið stígandi í okkar leik. Við ætluðum okkur auðvitað að vinna riðilinn í Þjóðadeildinni en fyrst það tókst ekki þá var mikilvægt að ná öðru sætinu upp á framhaldið að gera. Ég nefndi það á síðasta ári að við værum að leita að stöðugleika með okkar unga lið og mér finnst við vera á góðri leið með það. Við áttum leikjahrinu á þessu ári þar sem við vorum taplausir í sex leikjum og það voru allt leikir í FIFA-gluggum. Það er kominn stöðugleiki með það hvaða leikmenn við erum með í hópnum og líka í okkar leik,“ segir Arnar. „Við erum erum að vinna markvisst að því að búa til lið, skapa liðsheild, og erum komnir með góðan kjarna leikmanna og það er auðvitað frábært að geta svo byggt ofan á það með því að fá reynslumikla leikmenn inn í hópinn. Við fengum Aron Einar, Guðlaug Victor og Alfreð inn síðast. Núna geta Guðlaugur Victor og Alfreð ekki verið með vegna meiðsla, en í staðinn fáum við Sverri Inga og Jóhann Berg inn, báðir auðvitað mjög reynslumiklir leikmenn með mikil gæði. Við erum bara mjög spenntir fyrir þessu móti setjum stefnuna á að vinna það,“ segir Arnar á vef KSÍ.
Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Sjá meira