Misstu af flugi til Íslands og fyrirliðinn mætir rétt fyrir leik Sindri Sverrisson skrifar 8. nóvember 2022 16:02 Georgíski hópurinn fór frá Tbilisi í gær en komst þá ekki lengra en til Þýskalands og þurfti að bíða eftir vél sem fór til Íslands í dag. mynd/gbf.ge Ekki hefur gengið þrautalaust hjá georgíska landsliðinu í körfubolta að komast til Reykjavíkur, til að spila leikinn mikilvæga við Ísland í undankeppni HM karla á föstudaginn. Ísland og Georgía eiga í harðri baráttu um að komast í lokakeppni HM, í fyrsta sinn, en liðin sitja í 3. og 4. sæti L-riðils eftir sex umferðir af tíu. Þrjú efstu liðin komast á HM. Stór hluti georgíska landsliðshópsins átti að ferðast frá Tbilisi til Íslands í gær en vegna vandamáls sem kom upp í flugvél Lufthansa, á leið hennar frá München að sækja mannskapinn til Tbilisi, gekk það ekki upp. Hópurinn komst reyndar á endanum til München í gær en varði nóttinni í Þýskalandi þar sem að ekki tókst að ná fluginu áfram til Keflavíkur. Í staðinn flaug hópurinn frá Frankfurt til Keflavíkur í dag og lenti þar fyrir skömmu. Í Reykjavík hittir hópurinn gríska þjálfarann Ilias Zuros sem og nokkra lykilleikmenn sem flugu beint frá því landi sem þeir spiluðu í. Það eru Giorgi Shermadini, Thad McFadden, Alexandre Pevadze og Giorgi Korsantia. Fyrirliðinn Tornike Shengelia, sem leikur með Virtus Bologna á Ítalíu, kemur seinna en aðrir til Íslands, eða rétt um sólarhring fyrir leikinn, því hann þarf fyrst að spila leik við Olimpia Milano í Euroleague annað kvöld. Tornike Shengelia spilar með liði sínu Virtus Bologna á morgun og kemur ekki til Íslands fyrr en á fimmtudag, daginn fyrir leikinn mikilvæga í undankeppni HM.Getty/Roberto Finizio Í georgíska hópnum sem flaug frá Tbilisi eru eftirtaldir leikmenn: Giorgi Tsintsadze, Rati Andronikashvili, Givi Bakradze, Duda Sanadze, Kakhaber Jintcharadze, Merab Bokolishvili, Mikheil Berishvili, Ilia Londaridze og Beka Bekauri. NBA-leikmennirnir Goga Bitadze og Sandro Mamukelashvili eru ekki með liðinu. Leikur Íslands við Georgíu er í Laugardalshöll á föstudag klukkan 19:30. Miðasala á leikinn er í appinu Stubbur. Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Sjá meira
Ísland og Georgía eiga í harðri baráttu um að komast í lokakeppni HM, í fyrsta sinn, en liðin sitja í 3. og 4. sæti L-riðils eftir sex umferðir af tíu. Þrjú efstu liðin komast á HM. Stór hluti georgíska landsliðshópsins átti að ferðast frá Tbilisi til Íslands í gær en vegna vandamáls sem kom upp í flugvél Lufthansa, á leið hennar frá München að sækja mannskapinn til Tbilisi, gekk það ekki upp. Hópurinn komst reyndar á endanum til München í gær en varði nóttinni í Þýskalandi þar sem að ekki tókst að ná fluginu áfram til Keflavíkur. Í staðinn flaug hópurinn frá Frankfurt til Keflavíkur í dag og lenti þar fyrir skömmu. Í Reykjavík hittir hópurinn gríska þjálfarann Ilias Zuros sem og nokkra lykilleikmenn sem flugu beint frá því landi sem þeir spiluðu í. Það eru Giorgi Shermadini, Thad McFadden, Alexandre Pevadze og Giorgi Korsantia. Fyrirliðinn Tornike Shengelia, sem leikur með Virtus Bologna á Ítalíu, kemur seinna en aðrir til Íslands, eða rétt um sólarhring fyrir leikinn, því hann þarf fyrst að spila leik við Olimpia Milano í Euroleague annað kvöld. Tornike Shengelia spilar með liði sínu Virtus Bologna á morgun og kemur ekki til Íslands fyrr en á fimmtudag, daginn fyrir leikinn mikilvæga í undankeppni HM.Getty/Roberto Finizio Í georgíska hópnum sem flaug frá Tbilisi eru eftirtaldir leikmenn: Giorgi Tsintsadze, Rati Andronikashvili, Givi Bakradze, Duda Sanadze, Kakhaber Jintcharadze, Merab Bokolishvili, Mikheil Berishvili, Ilia Londaridze og Beka Bekauri. NBA-leikmennirnir Goga Bitadze og Sandro Mamukelashvili eru ekki með liðinu. Leikur Íslands við Georgíu er í Laugardalshöll á föstudag klukkan 19:30. Miðasala á leikinn er í appinu Stubbur.
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Sjá meira