Áfram einelti! Linda Hrönn Þórisdóttir skrifar 8. nóvember 2022 10:00 Nei, ofangreind fyrirsögn er ekki hvatning til þess að leggja áfram í einelti. Hins vegar vísar hún frekar til þess að enn erum við, árið 2022, að fá fregnir af alvarlegum afleiðingum eineltis. Með sífellt meiri þekkingu, umræðum og rannsóknum á þessum málaflokki, skimunarlistum og viðbragðsáætlunum, hefði nú bara verið fínt að búið væri að útrýma einelti úr mannlegum samskiptum. En þannig er það því miður ekki. Reglulega fáum við fregnir af börnum og ungmennum sem lögð eru í einelti og með tilkomu samfélagsmiðla er vandinn orðinn flóknari. Einelti sem áður takmarkaðist við skóla eða frístundir er orðið alltumlykjandi, jafnvel á eigin heimilum sem ætti að vera griðarstaður og skjól. Allt vegna þess að rafrænt einelti fylgir börnunum hvert sem er. Þó einelti hafi líklega fylgt okkur mannskepnunni frá fyrstu tíð þá er ekki þar með sagt að við eigum að leggja blessun okkar yfir það að einelti sé eðlilegur þáttur í samskiptum fólks. Með aukinni þekkingu okkar og rannsóknum eigum við ekki að sætta okkur áfram við það að einhver sé lagður í einelti. Það er ekki lögmál sem við eigum að taka sem gefnu að velta fyrir okkur hver ætli verði sá óheppni að vera lagður í einelti. En hvernig stendur á því að þrátt fyrir aukna meðvitund sé einelti enn til staðar í barnahópum? Máltakið Börnin læra það sem fyrir þeim er haft á enn við. Við fullorðna fólkið erum fyrirmyndirnar. Allt sem við segjum og allt sem við gerum hefur áhrif þegar börn eru að fóta sig áfram í hinni viðkvæmu jafnvægislist sem mannleg samskipti eru. Ef við ætlumst til þess að börn beri virðingu fyrir öðrum, þá þurfum við að bera virðingu fyrir þeim. Ef við ætlumst til þess að börn sýni öðrum umburðarlyndi þá þurfum við sjálf að vera umburðarlynd. Og ef við ætlumsttil þess að börn hafi góð samskiptiá samfélagsmiðlum þá þurfum við líka að gjöra svo vel að gera það sjálf. Við fullorðna fólkið berum ábyrgð á hvernig samskiptin eru í barnahópum. Börnin eru sett í aðstæður sem þau hafa takmarkað um að segja. Áður var litið á einelti sem einstaklingsbundinn vanda þar sem leitast var við að finna sökudólga og fórnarlömb en með aukinni þekkingu og vitund er nú vitað að einelti er menningarlegt og samfélagslegt mein. Skoða þarf menninguna og samskiptin í hópnum og breyta þeim. Ef eingöngu er leitast við að einblína á gerendur og þolendur þá breytist ekki neitt. Það er ekki ráðist að rót vandans og börnin fara á milli mismunandi hlutverka í hópnum. Menningin þarf ætíð að vera þannig að allir séu metnir af eigin verðleikum en þurfa ekki að breyta einhverju í eigin fari til að falla í hópinn. Það er hugmyndafræðin á bak við Vináttu – forvarnaverkefni Barnaheilla gegn einelti sem notast er við í fjölmörgum leik- og grunnskólum landsins. Skilaboðin á Degi gegn eineltieru því þessi: Hvernig fyrirmyndir erum við fullorðnafólkið í samskiptum? Hvernig bregðumst við sjálf við mótlæti? Og ekki síst; erum við sjálf helstu styrktaraðilarnir og hrópum áfram einelti með framkomu okkar og viðbrögðum? Linda Hrönn Þórisdóttir Leiðtogi innlendraverkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Réttindi barna Linda Hrönn Þórisdóttir Mest lesið Halldór 16.11.2024 Halldór Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nei, ofangreind fyrirsögn er ekki hvatning til þess að leggja áfram í einelti. Hins vegar vísar hún frekar til þess að enn erum við, árið 2022, að fá fregnir af alvarlegum afleiðingum eineltis. Með sífellt meiri þekkingu, umræðum og rannsóknum á þessum málaflokki, skimunarlistum og viðbragðsáætlunum, hefði nú bara verið fínt að búið væri að útrýma einelti úr mannlegum samskiptum. En þannig er það því miður ekki. Reglulega fáum við fregnir af börnum og ungmennum sem lögð eru í einelti og með tilkomu samfélagsmiðla er vandinn orðinn flóknari. Einelti sem áður takmarkaðist við skóla eða frístundir er orðið alltumlykjandi, jafnvel á eigin heimilum sem ætti að vera griðarstaður og skjól. Allt vegna þess að rafrænt einelti fylgir börnunum hvert sem er. Þó einelti hafi líklega fylgt okkur mannskepnunni frá fyrstu tíð þá er ekki þar með sagt að við eigum að leggja blessun okkar yfir það að einelti sé eðlilegur þáttur í samskiptum fólks. Með aukinni þekkingu okkar og rannsóknum eigum við ekki að sætta okkur áfram við það að einhver sé lagður í einelti. Það er ekki lögmál sem við eigum að taka sem gefnu að velta fyrir okkur hver ætli verði sá óheppni að vera lagður í einelti. En hvernig stendur á því að þrátt fyrir aukna meðvitund sé einelti enn til staðar í barnahópum? Máltakið Börnin læra það sem fyrir þeim er haft á enn við. Við fullorðna fólkið erum fyrirmyndirnar. Allt sem við segjum og allt sem við gerum hefur áhrif þegar börn eru að fóta sig áfram í hinni viðkvæmu jafnvægislist sem mannleg samskipti eru. Ef við ætlumst til þess að börn beri virðingu fyrir öðrum, þá þurfum við að bera virðingu fyrir þeim. Ef við ætlumst til þess að börn sýni öðrum umburðarlyndi þá þurfum við sjálf að vera umburðarlynd. Og ef við ætlumsttil þess að börn hafi góð samskiptiá samfélagsmiðlum þá þurfum við líka að gjöra svo vel að gera það sjálf. Við fullorðna fólkið berum ábyrgð á hvernig samskiptin eru í barnahópum. Börnin eru sett í aðstæður sem þau hafa takmarkað um að segja. Áður var litið á einelti sem einstaklingsbundinn vanda þar sem leitast var við að finna sökudólga og fórnarlömb en með aukinni þekkingu og vitund er nú vitað að einelti er menningarlegt og samfélagslegt mein. Skoða þarf menninguna og samskiptin í hópnum og breyta þeim. Ef eingöngu er leitast við að einblína á gerendur og þolendur þá breytist ekki neitt. Það er ekki ráðist að rót vandans og börnin fara á milli mismunandi hlutverka í hópnum. Menningin þarf ætíð að vera þannig að allir séu metnir af eigin verðleikum en þurfa ekki að breyta einhverju í eigin fari til að falla í hópinn. Það er hugmyndafræðin á bak við Vináttu – forvarnaverkefni Barnaheilla gegn einelti sem notast er við í fjölmörgum leik- og grunnskólum landsins. Skilaboðin á Degi gegn eineltieru því þessi: Hvernig fyrirmyndir erum við fullorðnafólkið í samskiptum? Hvernig bregðumst við sjálf við mótlæti? Og ekki síst; erum við sjálf helstu styrktaraðilarnir og hrópum áfram einelti með framkomu okkar og viðbrögðum? Linda Hrönn Þórisdóttir Leiðtogi innlendraverkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun