Ólík sýn, ofbeldi á kjörstað og sjónvarpslæknir í framboði Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 8. nóvember 2022 08:01 Silja Bára Ómarsdóttir er prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum. Vísir/Vilhelm Þingkosningar fara fram í Bandaríkjunum í dag. Hindranir leynast víða í nálægð við kjörklefann og er möguleiki á því að endanlegar niðurstöður kosninganna liggi ekki fyrir fyrr en í janúar á næsta ári. Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum segir stóru flokkana tvo, Demókrata og Repúblikana hafa ólíka sýn á það hvað sé aðal mál kosninganna. „Demókratar telja kannski einna helst að þeir þurfi að standa vörð um lýðræðið í Bandaríkjunum, styrkja aðgengi og gegnsæi kosningakerfis og lýðræðislegra aðgerða. Repúblikanar eru hins vegar margir sannfærðir um að það sé víðtækt svindl og ágallar á kosningakerfinu og að þeir þurfi að verja það, þetta er svona meðal þess sem mikill ágreiningur ríkir um,“ segir Silja. Einnig séu efnahagsmálin gríðarlega mikilvæg en Repúblikanar telji Joe Biden, forseta Bandaríkjanna standa í vegi fyrir hagvexti og að honum sé ekki treystandi. Kosningarnar snúist þó, þegar öllu er á botninn hvolft, um vald flokkana til stefnumótunar í þágu bandarísks samfélags. „Það sem skiptir máli fyrir Demókratana er að verja þann tæpa meirihluta sem þeir hafa í öldungadeildinni. Repúblikanar standa mjög vel í fulltrúadeildinni og munu eflaust ná tökum á henni nema allar mælingar séu mjög skekktar,“ segir Silja. Mikivægt fyrir forseta að hafa stjórn í öldungadeild Þegar Silja er spurð hvort hún geti útskýrt grundvallarmuninn á milli þingdeildanna tveggja öldungadeildinni og fulltrúadeildinni nefnir hún einna fyrst stefnumótunartímabil þingdeilda. Öldungadeildarþingmenn sitji í sex ár og hafi þannig tækifæri til þess að ígrunda betur málefni og móta stefnu til lengri tíma. Í fulltrúadeildinni þar sem kosið sé nú í hvert einasta sæti, sitji fólk sem sé í virku og stöðugu sambandi við kjósendur, þar sé brugðist við málefnum hversdagsins. „Í fulltrúadeildinni liggur valdið til þess að hafa frumkvæði að fjárlögum og öldungadeildin hins vegar hefur mikil áhrif á hverjir eru skipaðir í embætti. Hún kemur að því að staðfesta fulltrúa sem að forsetinn skipar til dæmis í dómstóla, sendiherrastöður, ráðherraembætti og þessháttar, þannig það skiptir miklu máli að hafa stjórn þar líka fyrir forsetann,“ segir Silja. Þetta sé stærsti munurinn á fyrirkomulagi og verkefnum. Grundvallarágreiningur um verndun lýðræðis Aðspurð hvernig ágreiningur um mál eins og Roe gegn Wade og fréttir af bælingu kjörsóknar séu að hafa áhrif nefnir hún að sýn á það hvað flokkist sem kosningabæling sé gerólík á milli stóru flokkana tveggja. Kröfur um fyrir fram skráningu á kjörskrá flokkist til dæmis sem kosningabæling í augum Demókrata. Þess þá heldur að einstaklingur megi ekki setja atkvæði í póst, nema sín eigin og verði þá að sýna skilríki með mynd til þess að póstleggja atkvæðið. „Demókratar benda á að ekki séu allir með skilríki með mynd og að kröfurnar sem eru gerðar skekki aðgengi jarðarsettra hópa frekar en þeirra sem betur standa í samfélaginu að kosningum,“ segir Silja. Hún segir ákveðinn grundvallarágreining vera til staðar á milli flokkana tveggja um hvað það þýði að vernda lýðræðið, tryggja réttlátan framgang kosninga og hvernig skuli gera það. Í ríkjum þar sem Demókratar fari með völdin séu reglur um það að skila atkvæði sínu fyrir fram, kjósa snemma eða utan kjörfundar sveigjanlegri. Þá séu fleiri kjörstaðir opnir í ríkjum Demókrata heldur en í ríkjum þar sem Repúblikanar séu við stjórnvölinn. Þar séu dæmi um að verið sé að fækka kjörstöðum og banna kosningar á dögum þar sem fleiri séu í fríi. Einnig sé gerð krafa um að fólk mæti sjálft á kjörstað og afhendi eigið atkvæði. Geti búist við ofbeldi á kjörstað „Það eru jafnvel fréttir af því núna að einhverjir hópar séu að taka sig saman og ætli að vakta staði þar sem hægt er að skila kjörseðlum. Ef þú mætir með atkvæði, fleiri en þín eigin, þá megirðu búast við að sæta ofbeldi af þeirra hálfu. Þannig þeir eru svona að taka sér völd til þess að framfylgja reglum, jafnvel þó fólk sé að fara eftir reglunum, þeir eru að framfylgja sínum skilningi á þeim,“ segir Silja. Þegar munurinn á milli aðstæðna kjósenda á Íslandi og í Bandaríkjunum er borinn upp játar Silja því að það sé sérstakt að setja sig í þau spor að það að kjósa geti verið hættusamt. Það hafi þó oft verið þannig í Bandaríkjunum, sagan sýni aðgerðir til þess að takmarka kosningaþátttöku ákveðinna hópa. „Þetta auðvitað rifjar upp brot á mannréttindum fólks, þetta er vandasamt. Sum staðar er fólk, sem er að vinna á kjörstöðum sem telur sig ekki vera öruggt í því. Hefur jafnvel verið að hætta því að gegna þessum störfum vegna þess að það hefur upplifað hótanir um ofbeldi frá sjálfskipuðum eftirlitsmönnum.“ Sjónvarpslæknir og endurkosning í janúar möguleiki Aðspurð hvaða slagir virðist áhugaverðastir nefnir Silja framboð raunveruleikasjónvarpslæknisins „Doctor Oz“ en Oz býður sig fram fyrir Repúblikana í Pennsylvaníu. Þar segir hún Demókrata hafa haft mikið forskot en Repúblikanar hafi saxað á það jafnt og þétt. Fari sætið til Repúblikana boði það ekki gott fyrir hald Demókrata á öldungadeildinni. Silja segir öldungadeildarslaginn í Georgíu einnig vera spennandi en þar þurfi annar frambjóðandi stóru flokkana að fá meira en fimmtíu prósent atkvæða, annars sé talið aftur. Þetta kallast „run off“ kerfi. Ef þessi meirihluti fæst ekki verði endurkosning í janúar. „Þetta gæti dregist eins og var síðast þegar var kosið 2020, þá þurfti að kjósa aftur í Georgíu í janúar 2021 og það er mjög líklegt að það gerist aftur,“ segir Silja. Ætlar sér ekki að vaka neitt rosalega lengi Hún segir niðurstöður kosninganna í raun ekki vera væntanlegar fyrr en á miðvikudag og jafnvel síðar. Strax verði þó hægt að sjá hvert atkvæðin séu að sveiflast. Hún mælir frekar með því að fólk vakni snemma á miðvikudagsmorgun til þess að kynna sér niðurstöðurnar en að taka svokallaða kosningavöku. „Flórída lokar á miðnætti okkar tíma, almennt er byrjað að tilkynna tölur kannski hálftíma eftir það þannig svona hálf eitt. Georgía, eins og ég segi, þar hafa þau fram eftir degi á miðvikudag til að klára að telja. […] Ég held að ég muni ekkert eltast við að vaka neitt rosalega langt fram eftir heldur bara taka daginn snemma til þess að ná utan um þetta,“ segir Silja. Þegar Silja er spurð hver uppáhalds stjórnmálaskýrandinn hennar sé í kosningaútsendingum skellir hún upp úr lítillega og segir Steve Kornacki á MSNBC vera í miklu uppáhaldi. „Þetta er bara persónulegt sko, mér finnst hann segja skemmtilega frá tölum,“ segir Silja og ítrekar að hún ætli sér nú ekki að „vaka neitt rosalega lengi.“ Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Lögsóknir á báða bóga í aðdraganda þingkosninganna Baráttan um þingmeirihluta á bandaríska þinginu í aðdraganda þingkosninganna þar í landi fer ekki bara fara fram á kosningafundum og í kappræðum. Fulltrúar beggja flokka í Bandaríkjunum hafa að undanförnu tekist harkalega á í dómsölum víða um Bandaríkin í málum sem snerta það hvernig og hvaða atkvæði verða talin. 7. nóvember 2022 22:48 Repúblikanar hagnast mjög á breyttum kjördæmum Gengið verður til kosninga í Bandaríkjunum á morgun en kosið verður um sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þriðjung sæta í öldungadeildinni og ríkisstjóraembætti víða um Bandaríkin, svo eitthvað sé nefnt. Miðað við kannanir vestanhafs er útlit fyrir að Repúblikanar nái stjórn á báðum deildum þingsins. 7. nóvember 2022 16:24 Hafa áhyggjur af lýðræðinu en setja það ekki í forgang Mikill meirihluti bandarískra kjósenda segir lýðræðinu vera ógnað þar í landi. Það að verja lýðræðið er þó ekki í forgangi hjá þeim og hafa kjósendur meiri áhyggjur af efnahagsmálum vestanhafs. 19. október 2022 22:32 Útlitið dökknar fyrir demókrata á lokasprettinum Merkjanleg sveifla í átt að Repúblikanaflokknum er í skoðanakönnunum fyrir þingkosningar í Bandaríkjunum sem fara fram eftir tvær vikur. Demókratar óttast nú að tapa yfirráðum í báðum deildum þingsins. 26. október 2022 14:06 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Sjá meira
Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum segir stóru flokkana tvo, Demókrata og Repúblikana hafa ólíka sýn á það hvað sé aðal mál kosninganna. „Demókratar telja kannski einna helst að þeir þurfi að standa vörð um lýðræðið í Bandaríkjunum, styrkja aðgengi og gegnsæi kosningakerfis og lýðræðislegra aðgerða. Repúblikanar eru hins vegar margir sannfærðir um að það sé víðtækt svindl og ágallar á kosningakerfinu og að þeir þurfi að verja það, þetta er svona meðal þess sem mikill ágreiningur ríkir um,“ segir Silja. Einnig séu efnahagsmálin gríðarlega mikilvæg en Repúblikanar telji Joe Biden, forseta Bandaríkjanna standa í vegi fyrir hagvexti og að honum sé ekki treystandi. Kosningarnar snúist þó, þegar öllu er á botninn hvolft, um vald flokkana til stefnumótunar í þágu bandarísks samfélags. „Það sem skiptir máli fyrir Demókratana er að verja þann tæpa meirihluta sem þeir hafa í öldungadeildinni. Repúblikanar standa mjög vel í fulltrúadeildinni og munu eflaust ná tökum á henni nema allar mælingar séu mjög skekktar,“ segir Silja. Mikivægt fyrir forseta að hafa stjórn í öldungadeild Þegar Silja er spurð hvort hún geti útskýrt grundvallarmuninn á milli þingdeildanna tveggja öldungadeildinni og fulltrúadeildinni nefnir hún einna fyrst stefnumótunartímabil þingdeilda. Öldungadeildarþingmenn sitji í sex ár og hafi þannig tækifæri til þess að ígrunda betur málefni og móta stefnu til lengri tíma. Í fulltrúadeildinni þar sem kosið sé nú í hvert einasta sæti, sitji fólk sem sé í virku og stöðugu sambandi við kjósendur, þar sé brugðist við málefnum hversdagsins. „Í fulltrúadeildinni liggur valdið til þess að hafa frumkvæði að fjárlögum og öldungadeildin hins vegar hefur mikil áhrif á hverjir eru skipaðir í embætti. Hún kemur að því að staðfesta fulltrúa sem að forsetinn skipar til dæmis í dómstóla, sendiherrastöður, ráðherraembætti og þessháttar, þannig það skiptir miklu máli að hafa stjórn þar líka fyrir forsetann,“ segir Silja. Þetta sé stærsti munurinn á fyrirkomulagi og verkefnum. Grundvallarágreiningur um verndun lýðræðis Aðspurð hvernig ágreiningur um mál eins og Roe gegn Wade og fréttir af bælingu kjörsóknar séu að hafa áhrif nefnir hún að sýn á það hvað flokkist sem kosningabæling sé gerólík á milli stóru flokkana tveggja. Kröfur um fyrir fram skráningu á kjörskrá flokkist til dæmis sem kosningabæling í augum Demókrata. Þess þá heldur að einstaklingur megi ekki setja atkvæði í póst, nema sín eigin og verði þá að sýna skilríki með mynd til þess að póstleggja atkvæðið. „Demókratar benda á að ekki séu allir með skilríki með mynd og að kröfurnar sem eru gerðar skekki aðgengi jarðarsettra hópa frekar en þeirra sem betur standa í samfélaginu að kosningum,“ segir Silja. Hún segir ákveðinn grundvallarágreining vera til staðar á milli flokkana tveggja um hvað það þýði að vernda lýðræðið, tryggja réttlátan framgang kosninga og hvernig skuli gera það. Í ríkjum þar sem Demókratar fari með völdin séu reglur um það að skila atkvæði sínu fyrir fram, kjósa snemma eða utan kjörfundar sveigjanlegri. Þá séu fleiri kjörstaðir opnir í ríkjum Demókrata heldur en í ríkjum þar sem Repúblikanar séu við stjórnvölinn. Þar séu dæmi um að verið sé að fækka kjörstöðum og banna kosningar á dögum þar sem fleiri séu í fríi. Einnig sé gerð krafa um að fólk mæti sjálft á kjörstað og afhendi eigið atkvæði. Geti búist við ofbeldi á kjörstað „Það eru jafnvel fréttir af því núna að einhverjir hópar séu að taka sig saman og ætli að vakta staði þar sem hægt er að skila kjörseðlum. Ef þú mætir með atkvæði, fleiri en þín eigin, þá megirðu búast við að sæta ofbeldi af þeirra hálfu. Þannig þeir eru svona að taka sér völd til þess að framfylgja reglum, jafnvel þó fólk sé að fara eftir reglunum, þeir eru að framfylgja sínum skilningi á þeim,“ segir Silja. Þegar munurinn á milli aðstæðna kjósenda á Íslandi og í Bandaríkjunum er borinn upp játar Silja því að það sé sérstakt að setja sig í þau spor að það að kjósa geti verið hættusamt. Það hafi þó oft verið þannig í Bandaríkjunum, sagan sýni aðgerðir til þess að takmarka kosningaþátttöku ákveðinna hópa. „Þetta auðvitað rifjar upp brot á mannréttindum fólks, þetta er vandasamt. Sum staðar er fólk, sem er að vinna á kjörstöðum sem telur sig ekki vera öruggt í því. Hefur jafnvel verið að hætta því að gegna þessum störfum vegna þess að það hefur upplifað hótanir um ofbeldi frá sjálfskipuðum eftirlitsmönnum.“ Sjónvarpslæknir og endurkosning í janúar möguleiki Aðspurð hvaða slagir virðist áhugaverðastir nefnir Silja framboð raunveruleikasjónvarpslæknisins „Doctor Oz“ en Oz býður sig fram fyrir Repúblikana í Pennsylvaníu. Þar segir hún Demókrata hafa haft mikið forskot en Repúblikanar hafi saxað á það jafnt og þétt. Fari sætið til Repúblikana boði það ekki gott fyrir hald Demókrata á öldungadeildinni. Silja segir öldungadeildarslaginn í Georgíu einnig vera spennandi en þar þurfi annar frambjóðandi stóru flokkana að fá meira en fimmtíu prósent atkvæða, annars sé talið aftur. Þetta kallast „run off“ kerfi. Ef þessi meirihluti fæst ekki verði endurkosning í janúar. „Þetta gæti dregist eins og var síðast þegar var kosið 2020, þá þurfti að kjósa aftur í Georgíu í janúar 2021 og það er mjög líklegt að það gerist aftur,“ segir Silja. Ætlar sér ekki að vaka neitt rosalega lengi Hún segir niðurstöður kosninganna í raun ekki vera væntanlegar fyrr en á miðvikudag og jafnvel síðar. Strax verði þó hægt að sjá hvert atkvæðin séu að sveiflast. Hún mælir frekar með því að fólk vakni snemma á miðvikudagsmorgun til þess að kynna sér niðurstöðurnar en að taka svokallaða kosningavöku. „Flórída lokar á miðnætti okkar tíma, almennt er byrjað að tilkynna tölur kannski hálftíma eftir það þannig svona hálf eitt. Georgía, eins og ég segi, þar hafa þau fram eftir degi á miðvikudag til að klára að telja. […] Ég held að ég muni ekkert eltast við að vaka neitt rosalega langt fram eftir heldur bara taka daginn snemma til þess að ná utan um þetta,“ segir Silja. Þegar Silja er spurð hver uppáhalds stjórnmálaskýrandinn hennar sé í kosningaútsendingum skellir hún upp úr lítillega og segir Steve Kornacki á MSNBC vera í miklu uppáhaldi. „Þetta er bara persónulegt sko, mér finnst hann segja skemmtilega frá tölum,“ segir Silja og ítrekar að hún ætli sér nú ekki að „vaka neitt rosalega lengi.“
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Lögsóknir á báða bóga í aðdraganda þingkosninganna Baráttan um þingmeirihluta á bandaríska þinginu í aðdraganda þingkosninganna þar í landi fer ekki bara fara fram á kosningafundum og í kappræðum. Fulltrúar beggja flokka í Bandaríkjunum hafa að undanförnu tekist harkalega á í dómsölum víða um Bandaríkin í málum sem snerta það hvernig og hvaða atkvæði verða talin. 7. nóvember 2022 22:48 Repúblikanar hagnast mjög á breyttum kjördæmum Gengið verður til kosninga í Bandaríkjunum á morgun en kosið verður um sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þriðjung sæta í öldungadeildinni og ríkisstjóraembætti víða um Bandaríkin, svo eitthvað sé nefnt. Miðað við kannanir vestanhafs er útlit fyrir að Repúblikanar nái stjórn á báðum deildum þingsins. 7. nóvember 2022 16:24 Hafa áhyggjur af lýðræðinu en setja það ekki í forgang Mikill meirihluti bandarískra kjósenda segir lýðræðinu vera ógnað þar í landi. Það að verja lýðræðið er þó ekki í forgangi hjá þeim og hafa kjósendur meiri áhyggjur af efnahagsmálum vestanhafs. 19. október 2022 22:32 Útlitið dökknar fyrir demókrata á lokasprettinum Merkjanleg sveifla í átt að Repúblikanaflokknum er í skoðanakönnunum fyrir þingkosningar í Bandaríkjunum sem fara fram eftir tvær vikur. Demókratar óttast nú að tapa yfirráðum í báðum deildum þingsins. 26. október 2022 14:06 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Sjá meira
Lögsóknir á báða bóga í aðdraganda þingkosninganna Baráttan um þingmeirihluta á bandaríska þinginu í aðdraganda þingkosninganna þar í landi fer ekki bara fara fram á kosningafundum og í kappræðum. Fulltrúar beggja flokka í Bandaríkjunum hafa að undanförnu tekist harkalega á í dómsölum víða um Bandaríkin í málum sem snerta það hvernig og hvaða atkvæði verða talin. 7. nóvember 2022 22:48
Repúblikanar hagnast mjög á breyttum kjördæmum Gengið verður til kosninga í Bandaríkjunum á morgun en kosið verður um sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þriðjung sæta í öldungadeildinni og ríkisstjóraembætti víða um Bandaríkin, svo eitthvað sé nefnt. Miðað við kannanir vestanhafs er útlit fyrir að Repúblikanar nái stjórn á báðum deildum þingsins. 7. nóvember 2022 16:24
Hafa áhyggjur af lýðræðinu en setja það ekki í forgang Mikill meirihluti bandarískra kjósenda segir lýðræðinu vera ógnað þar í landi. Það að verja lýðræðið er þó ekki í forgangi hjá þeim og hafa kjósendur meiri áhyggjur af efnahagsmálum vestanhafs. 19. október 2022 22:32
Útlitið dökknar fyrir demókrata á lokasprettinum Merkjanleg sveifla í átt að Repúblikanaflokknum er í skoðanakönnunum fyrir þingkosningar í Bandaríkjunum sem fara fram eftir tvær vikur. Demókratar óttast nú að tapa yfirráðum í báðum deildum þingsins. 26. október 2022 14:06