Lögsóknir á báða bóga í aðdraganda þingkosninganna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. nóvember 2022 22:48 Kjósendur í Indianapolis í Indiana-ríki eru klárir í slaginn. AP Photo/Darron Cummings Baráttan um þingmeirihluta á bandaríska þinginu í aðdraganda þingkosninganna þar í landi fer ekki bara fara fram á kosningafundum og í kappræðum. Fulltrúar beggja flokka í Bandaríkjunum hafa að undanförnu tekist harkalega á í dómsölum víða um Bandaríkin í málum sem snerta það hvernig og hvaða atkvæði verða talin. Þrátt fyrir að þingkosningar fari fram á morgun er enn verið að berjast í dómsal hér og þar um Bandaríkin. Þar má nefna frambjóðanda demókrata til öldungadeildarinnar fyrir Pennsylvaníu-ríki. Hann hefur höfðað mál til að fá það í gegn að ódagsett utankjörfundaratkvæði verði talin með í ríkinu. Hæstiréttur ríkisins úrskurðaði í síðustu viku, Repúblikönum í vil, að slík atkvæði ætti ekki að telja. Í Georgíu-ríki er tekist á um atkvæði 1.036 kjósenda sem óskuðu eftir því að kjósa utankjörfundar með svokölluðum póstatkvæðum. Kjörgögnin bárust hins vegar aldrei. Þetta eru nokkur dæmi um þær deilur sem háðar hafa verið í dómsölum í Bandaríkjunum að undanförnu. Enda er mikið undir, stjórn bandaríska þingsins næstu tvö árin. Ekki er búist við að niðurstöður þessara lögsókna muni skila sér í gríðarlegum breytingum þegar uppi er staðið. Þó segir í frétt Reuters að talið sé að þetta geti skipti máli þar sem mjótt er á mununum, svo sem í öldungardeildarkosningunum í Pennsylvaníu og Georgíu. Sem fyrr segir verður gengið til kosninga í Bandaríkjunum á morgun en kosið verður um sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þriðjung sæta í öldungadeildinni og ríkisstjóraembætti víða um Bandaríkin, svo eitthvað sé nefnt. Miðað við kannanir vestanhafs er útlit fyrir að Repúblikanar nái stjórn á báðum deildum þingsins. Sé varaforseti Bandaríkjanna tekinn með í reikninginn stjórna Demókratar nú báðum deildum þingsins. Samkvæmt spálíkani tölfræðimiðilsins FiveThirtyEight, þar sem fjölmargar kannanir eru teknar saman, eru 83 prósenta líkur á því að Repúblikanar nái meirihluta í fulltrúadeildinni. Staðan er þó önnur varðandi öldungadeildina en sama líkan segir 54 prósent líkur á því að Repúblikanar nái einnig meirihluta þar. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Repúblikanar hagnast mjög á breyttum kjördæmum Gengið verður til kosninga í Bandaríkjunum á morgun en kosið verður um sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þriðjung sæta í öldungadeildinni og ríkisstjóraembætti víða um Bandaríkin, svo eitthvað sé nefnt. Miðað við kannanir vestanhafs er útlit fyrir að Repúblikanar nái stjórn á báðum deildum þingsins. 7. nóvember 2022 16:24 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Sjá meira
Þrátt fyrir að þingkosningar fari fram á morgun er enn verið að berjast í dómsal hér og þar um Bandaríkin. Þar má nefna frambjóðanda demókrata til öldungadeildarinnar fyrir Pennsylvaníu-ríki. Hann hefur höfðað mál til að fá það í gegn að ódagsett utankjörfundaratkvæði verði talin með í ríkinu. Hæstiréttur ríkisins úrskurðaði í síðustu viku, Repúblikönum í vil, að slík atkvæði ætti ekki að telja. Í Georgíu-ríki er tekist á um atkvæði 1.036 kjósenda sem óskuðu eftir því að kjósa utankjörfundar með svokölluðum póstatkvæðum. Kjörgögnin bárust hins vegar aldrei. Þetta eru nokkur dæmi um þær deilur sem háðar hafa verið í dómsölum í Bandaríkjunum að undanförnu. Enda er mikið undir, stjórn bandaríska þingsins næstu tvö árin. Ekki er búist við að niðurstöður þessara lögsókna muni skila sér í gríðarlegum breytingum þegar uppi er staðið. Þó segir í frétt Reuters að talið sé að þetta geti skipti máli þar sem mjótt er á mununum, svo sem í öldungardeildarkosningunum í Pennsylvaníu og Georgíu. Sem fyrr segir verður gengið til kosninga í Bandaríkjunum á morgun en kosið verður um sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þriðjung sæta í öldungadeildinni og ríkisstjóraembætti víða um Bandaríkin, svo eitthvað sé nefnt. Miðað við kannanir vestanhafs er útlit fyrir að Repúblikanar nái stjórn á báðum deildum þingsins. Sé varaforseti Bandaríkjanna tekinn með í reikninginn stjórna Demókratar nú báðum deildum þingsins. Samkvæmt spálíkani tölfræðimiðilsins FiveThirtyEight, þar sem fjölmargar kannanir eru teknar saman, eru 83 prósenta líkur á því að Repúblikanar nái meirihluta í fulltrúadeildinni. Staðan er þó önnur varðandi öldungadeildina en sama líkan segir 54 prósent líkur á því að Repúblikanar nái einnig meirihluta þar.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Repúblikanar hagnast mjög á breyttum kjördæmum Gengið verður til kosninga í Bandaríkjunum á morgun en kosið verður um sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þriðjung sæta í öldungadeildinni og ríkisstjóraembætti víða um Bandaríkin, svo eitthvað sé nefnt. Miðað við kannanir vestanhafs er útlit fyrir að Repúblikanar nái stjórn á báðum deildum þingsins. 7. nóvember 2022 16:24 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Sjá meira
Repúblikanar hagnast mjög á breyttum kjördæmum Gengið verður til kosninga í Bandaríkjunum á morgun en kosið verður um sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þriðjung sæta í öldungadeildinni og ríkisstjóraembætti víða um Bandaríkin, svo eitthvað sé nefnt. Miðað við kannanir vestanhafs er útlit fyrir að Repúblikanar nái stjórn á báðum deildum þingsins. 7. nóvember 2022 16:24