Hasenhüttl sá fimmti sem fær sparkið í ensku úrvalsdeildinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. nóvember 2022 19:36 Ralph Hasenhüttl er atvinnulaus. Matt Watson/Getty Images Fjórðungur liða ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta hefur rekið þjálfara sinn það sem af er tímabili. Ralph Hasenhüttl var sá síðasti sem fékk sparkið en Southampton ákvað að láta Austurríkismanninn fara eftir 4-1 tap gegn Newcastle United um helgina. Tæp fjögur ár eru síðan Hasenhüttl var ráðinn þjálfari Dýrlingana. Þrátt fyrir að tapa tvívegis 9-0 sem þjálfari liðsins þá virtist staða hans nokkuð örugg. Það er þangað til nú en liðið hafði byrjað tímabilið einkar illa og aðeins unnið einn af síðustu níu leikjum sínum. Í yfirlýsingu frá félaginu sagði „að nú væri kominn tími til að breyta til.“ Einnig var Hasenhüttl þakkað fyrir vel unnin störf og að hjálpa til við að byggja upp einkenni liðsins. #SaintsFC would like to express its sincere thanks to Ralph Hasenhüttl for all of his efforts, as well as the unwavering commitment he has shown throughout his time as manager. pic.twitter.com/pNGnUC5z29— Southampton FC (@SouthamptonFC) November 7, 2022 Hasenhüttl er þar með fimmti stjórinn sem fær sparkið á leiktíðinni en alls hafa sex lið skipt um stjóra þar sem Chelsea sótti Graham Potter til Brighton & Hove Albion eftir að Thomas Tuchel var rekinn. Aðrir stjórar sem hafa verið reknir eru Scott Parker [Bournemouth], Steven Gerrard [Aston Villa] og Bruno Lage [Úlfarnir]. Sem stendur mun Rubén Sellés, einn af aðstoðarmönnum Hasenhüttl, stýra liðinu. Hans fyrsti leikur verður gegn C-deildarliði Sheffield Wednesday á miðvikudaginn kemur. Southampton mætir svo Liverpool á Anfield um næstu helgi áður en sex vikna hlé verður gert á deildinni vegna heimsmeistaramótsins í Katar. Sem stendur situr Southampton í 18. sæti með 12 stig eftir 14 leiki, einu stigi frá öruggu sæti. Southampton are closing in on the appointment of Nathan Jones as new head coach, talks are progressing as reporter earlier. #SaintsFCLuton have confirmed that they have given permission for Southampton to speak to their manager. pic.twitter.com/CXgS3eDpqU— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 7, 2022 Nathan Jones, þjálfari Luton Town í B-deildinni, er orðaður við starfið á St. Mary´s af enskum fjölmiðlum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira
Tæp fjögur ár eru síðan Hasenhüttl var ráðinn þjálfari Dýrlingana. Þrátt fyrir að tapa tvívegis 9-0 sem þjálfari liðsins þá virtist staða hans nokkuð örugg. Það er þangað til nú en liðið hafði byrjað tímabilið einkar illa og aðeins unnið einn af síðustu níu leikjum sínum. Í yfirlýsingu frá félaginu sagði „að nú væri kominn tími til að breyta til.“ Einnig var Hasenhüttl þakkað fyrir vel unnin störf og að hjálpa til við að byggja upp einkenni liðsins. #SaintsFC would like to express its sincere thanks to Ralph Hasenhüttl for all of his efforts, as well as the unwavering commitment he has shown throughout his time as manager. pic.twitter.com/pNGnUC5z29— Southampton FC (@SouthamptonFC) November 7, 2022 Hasenhüttl er þar með fimmti stjórinn sem fær sparkið á leiktíðinni en alls hafa sex lið skipt um stjóra þar sem Chelsea sótti Graham Potter til Brighton & Hove Albion eftir að Thomas Tuchel var rekinn. Aðrir stjórar sem hafa verið reknir eru Scott Parker [Bournemouth], Steven Gerrard [Aston Villa] og Bruno Lage [Úlfarnir]. Sem stendur mun Rubén Sellés, einn af aðstoðarmönnum Hasenhüttl, stýra liðinu. Hans fyrsti leikur verður gegn C-deildarliði Sheffield Wednesday á miðvikudaginn kemur. Southampton mætir svo Liverpool á Anfield um næstu helgi áður en sex vikna hlé verður gert á deildinni vegna heimsmeistaramótsins í Katar. Sem stendur situr Southampton í 18. sæti með 12 stig eftir 14 leiki, einu stigi frá öruggu sæti. Southampton are closing in on the appointment of Nathan Jones as new head coach, talks are progressing as reporter earlier. #SaintsFCLuton have confirmed that they have given permission for Southampton to speak to their manager. pic.twitter.com/CXgS3eDpqU— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 7, 2022 Nathan Jones, þjálfari Luton Town í B-deildinni, er orðaður við starfið á St. Mary´s af enskum fjölmiðlum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira