Innherji

Borgin komin í „snúna stöðu“ og getur ekki reitt sig á viðsnúning í hagkerfinu

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Dagur B. Eggertsson  borgarstjóri mun rétta Einari Þorsteinssyni keflið árið 2024. Ef fjárhagsáætlun rætist mun launahlutfall A-hluta hafa lækkað úr 89 prósentum í 82 prósent þegar kemur að stólaskiptum.
Dagur B. Eggertsson  borgarstjóri mun rétta Einari Þorsteinssyni keflið árið 2024. Ef fjárhagsáætlun rætist mun launahlutfall A-hluta hafa lækkað úr 89 prósentum í 82 prósent þegar kemur að stólaskiptum. Vísir/Ragnar

Hlutfall launakostnaðar A-hluta Reykjavíkurborgar hefur farið stigvaxandi á undanförnum árum og verður 89 prósent í ár af samanlögðum útsvars- og Jöfnunarsjóðs tekjum. Hagfræðingur segir að launahlutfall Reykjavíkurborgar hafi hækkað hraðar en almennt á sveitarstjórnastiginu og ljóst sé að veltufé frá rekstri, sem hefur minnkað hratt síðustu ár, muni ekki duga fyrir afborgunum langtímalána og lífeyrisskuldbindinga í ár og fyrr en árið 2025.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×