Öll börn gera vel ef þau geta Sólveig María Svavarsdóttir skrifar 7. nóvember 2022 09:30 Lífið er flókið. Samskipti eru flókin og samskipti barna eru vissulega flókin. Eineltismál er erfið og og geta skilið eftir sig djúp sár. Ég finn mikið til með þolendum eineltis og fordæmi allar myndir ofbeldis. Um daginn rak ég augun í blaðagrein og hluti fyrirsagnarinnar var að „gerendur í einelti hrósuðu sigri og fyndu sér ný fórnarlömb”. Þessi fyrirsögn stakk mig. Þeir sem eru gerendur í einelti sigra aldrei. Þetta eru börn sem koma illa fram því þeim líður illa. Ofbeldið og ill framkoma er svörun þeirra við eigin sársauka og svo margt getur legið að baki. Allir í eineltismálum þurfa hjálp. Það þarf að skoða alla fleti og veita aðstoð með það að markmiði að börnunum líði betur. Þannig eru minni líkur á ad slíkt endurtaki sig. Undirótin er ekki illska heldur sársauki og vanmáttur. Jafnframt las ég þónokkrar illa ígrundaðar athugasemdir á Netinu um gerendur eineltis. Athugasemdir sem ég tel síst líklegar til að leysa neinn vanda. Þær myndu án efa valda áframhaldandi sársauka sem er svo undirrót frekara ofbeldis. Við getum lagað ofbeldi með skilningi á þeim margþætta vanda sem þarna liggur að baki. Það þarf að kafa undir yfirborðið og fara inn í kjarnann. Við getum lagað ofbeldi með því að vinna í okkar eigin sársauka því þá eru minni líkur á að við yfirfærum hann á næstu kynslóð. Við getum unnið gegn ofbeldi með kærleika og samkennd en aldrei hatri. Við þurfum að snúa bökum saman frekar en mynda fylkingar. Við þurfum að vinna saman að vellíðan barna því ef börnum líður vel þá gera þau vel! Höfundur er móðir fjögurra barna og grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Lífið er flókið. Samskipti eru flókin og samskipti barna eru vissulega flókin. Eineltismál er erfið og og geta skilið eftir sig djúp sár. Ég finn mikið til með þolendum eineltis og fordæmi allar myndir ofbeldis. Um daginn rak ég augun í blaðagrein og hluti fyrirsagnarinnar var að „gerendur í einelti hrósuðu sigri og fyndu sér ný fórnarlömb”. Þessi fyrirsögn stakk mig. Þeir sem eru gerendur í einelti sigra aldrei. Þetta eru börn sem koma illa fram því þeim líður illa. Ofbeldið og ill framkoma er svörun þeirra við eigin sársauka og svo margt getur legið að baki. Allir í eineltismálum þurfa hjálp. Það þarf að skoða alla fleti og veita aðstoð með það að markmiði að börnunum líði betur. Þannig eru minni líkur á ad slíkt endurtaki sig. Undirótin er ekki illska heldur sársauki og vanmáttur. Jafnframt las ég þónokkrar illa ígrundaðar athugasemdir á Netinu um gerendur eineltis. Athugasemdir sem ég tel síst líklegar til að leysa neinn vanda. Þær myndu án efa valda áframhaldandi sársauka sem er svo undirrót frekara ofbeldis. Við getum lagað ofbeldi með skilningi á þeim margþætta vanda sem þarna liggur að baki. Það þarf að kafa undir yfirborðið og fara inn í kjarnann. Við getum lagað ofbeldi með því að vinna í okkar eigin sársauka því þá eru minni líkur á að við yfirfærum hann á næstu kynslóð. Við getum unnið gegn ofbeldi með kærleika og samkennd en aldrei hatri. Við þurfum að snúa bökum saman frekar en mynda fylkingar. Við þurfum að vinna saman að vellíðan barna því ef börnum líður vel þá gera þau vel! Höfundur er móðir fjögurra barna og grunnskólakennari.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar