Innlent

For­sætis­ráð­herra hættir við þátt­töku á glæpa­sagna­há­tíðinni

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Hátíðin Iceland Noir 2022 verður haldin 16. til 19. þessa mánaðar í Reykjavík og meðal þeirra sem kynntir hafa verið sem sérlegir þátttakendur eru Katrín Jakobsdóttir, Eliza Reid forsetafrú, Sjón, Mark Billingham, Paula Hawkins, Sophie Hannah, Abir Mukherjee, Nita Propse, Ólafur Darri Ólafsson og fleiri. Nú er ljóst að Katrín mun ekki koma fram á hátíðinni.
Hátíðin Iceland Noir 2022 verður haldin 16. til 19. þessa mánaðar í Reykjavík og meðal þeirra sem kynntir hafa verið sem sérlegir þátttakendur eru Katrín Jakobsdóttir, Eliza Reid forsetafrú, Sjón, Mark Billingham, Paula Hawkins, Sophie Hannah, Abir Mukherjee, Nita Propse, Ólafur Darri Ólafsson og fleiri. Nú er ljóst að Katrín mun ekki koma fram á hátíðinni. Vísir/Vilhelm

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun ekki koma fram á bókmenntahátíðinni Iceland Noir.

Þetta kemur fram í stuttri yfirlýsingu frá skipuleggjendum hátíðarinnar. Þar segir að Katrín hafi tilkynnt bókmenntahátíðinni að hún muni ekki koma fram. Uppfærð dagskrá verði birt fljótlega.

Rithöfundurinn Sjón gaf út yfirlýsingu í gær þess efnis að hann hygðist ekki taka þátt á hátíðinni vegna aðgerða ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur í málefnum hælisleitenda. Hann sagðist ekki vilja vera þátttakandi í því að hvítþvo Katrínu og taldi einsýnt að hún hlyti að bera fulla ábyrgð á því að fimmtán hælisleitendur hafi verið fluttir af landi brott í gær.

Ekki náðist í Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra við vinnslu fréttarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×