Innlent

Mikil stemmning á spennu­­þrungnum lands­fundi Sjálf­­stæðis­­flokksins

Kolbeinn Tumi Daðason og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa
Bjarni Benediktsson við púltið í Laugardalshöll í dag.
Bjarni Benediktsson við púltið í Laugardalshöll í dag. Vísir/Vilhelm

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll var settur klukkan 16:30 í dag með ræðu formanns Bjarna Benediktssonar. Fjölmennt var í Laugardalshöll og mörg kunnuleg andlit á svæðinu. 

Innan við tveir sólarhringar eru í að niðurstaða liggur fyrir um hvort Bjarni sitji áfram á formannsstól.

Spennan var sérstaklega mikil og eftirvænting sömuleiðis meðal Sjálfstæðismanna sem ekki hafa komið saman til landsfundar síðan 2018. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsmálaráðherra, býður sig fram til formanns gegn Bjarna.

Lagið Don't Stop Believin' með Journey hljómaði hátt og sérstakt peppmyndband var sýnt flokksmönnum áður en formaðurinn setti fundinn. 

Hægt er að sjá stemninguna og peppmyndband Sjálfstæðisflokksins hér að neðan.


Tengdar fréttir

Á­kveðin list að koma höggi á and­stæðinginn en samt ekki

Spennan magnast fyrir formannskjör Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins um helgina. Almannatengill segir frambjóðendurna tvo stunda ákveðna listgrein í kappræðum í aðdraganda fundarins. Undir niðri kraumi hins vegar á milli fylkinganna tveggja. Hann segir ferilinn undir hjá frambjóðendunum á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×