Fjölbreytt verkefni hlutu Menntaverðlaunin í ár Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 4. nóvember 2022 12:27 Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson ásamt handhöfum Menntaverðlaunanna. Forseti.is/Birgir Ísleifur Gunnarsson. Íslensku menntaverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær. Fjórar menntastofnanir og einn kennari hlutu verðlaun. Markmið verðlaunanna er að beina kastljósinu að metnaðarfullu skólastarfi sem unnið er með börnum og ungmennum. Upphaf verðlaunanna má rekja til forsetatíðar Ólafs Ragnars Grímssonar. Verðlaunin voru fyrst veitt árið 2005 en afhendingu þeirra var hætt í kjölfar efnahagshrunsins og þau svo endurvakin árið 2020. Að baki verðlaununum standa hinir ýmsu hagsmunaaðilar íslenska menntageirans auk forsetaembættisins, mennta- og barnamálaráðuneytisins og innviðaráðuneytisins. Verðlaun voru veitt í fjórum flokkum auk hvatningarverðlauna. Leikskólinn Rauðhóll hlaut verðlaun í flokki framúrskarandi skólastarfs og menntaumbóta fyrir fagmennsku og gæði í leikskólastarfi og öflugt þróunarstarf. Verkefni innan Grunnskóla Snæfellsbæjar kallað Átthagafræði hlaut verðlaun í flokki framúrskarandi þróunarverkefna. Verkefnið beinist að því að efla jákvæð og virk tengsl skóla og samfélags, þekkingu nemenda á heimabyggð sinni og auka fjölbreytni í námi. Tækniskólinn hlaut verðlaun í flokki framúrskarandi iðn- eða verkmenntunar fyrir átaksverkefnið #kvennastarf, samstarfsverkefni skólans og annarra iðn- og verkmenntaskóla. Verkefnið gengur út á að benda á þann kynjamun sem hefur viðgengist í sumum starfsstéttum og vekja athygli á störfum í iðn-, tækni- og verkgreinum. Elísabet Ragnarsdóttir, leikskólakennari og aðstoðarleikskólastjóri við leikskólann Heiðarborg í Reykjavík hlaut verðlaun í flokki framúrskarandi kennara fyrir einstaka fagmennsku við leikskólakennslu. Hvatningarverðlaunin hlaut Menntaskóli Borgarfjarðar fyrir framsækna endurskoðun á námskrá með það að leiðarljósi að undirbúa nemendur sem best fyrir áskoranir í lífi og starfi. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra, Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra, Gerður Kristný, rithöfundur og skáld og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins afhentu verðlaunin ásamt forseta. Nánari upplýsingar um verðlaunin má sjá hér eða á forseti.is. Skóla - og menntamál Forseti Íslands Snæfellsbær Grunnskólar Framhaldsskólar Borgarbyggð Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Hanna Rún og og Aðalþing hlutu Íslensku menntaverðlaunin Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti Íslensku menntaverðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í kvöld. 10. nóvember 2021 21:17 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Fleiri fréttir Sigurður hafi mögulega fengið sig fullsaddan Brauðtertur til umræðu á haustfundi Landsvirkjunar Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Sjá meira
Markmið verðlaunanna er að beina kastljósinu að metnaðarfullu skólastarfi sem unnið er með börnum og ungmennum. Upphaf verðlaunanna má rekja til forsetatíðar Ólafs Ragnars Grímssonar. Verðlaunin voru fyrst veitt árið 2005 en afhendingu þeirra var hætt í kjölfar efnahagshrunsins og þau svo endurvakin árið 2020. Að baki verðlaununum standa hinir ýmsu hagsmunaaðilar íslenska menntageirans auk forsetaembættisins, mennta- og barnamálaráðuneytisins og innviðaráðuneytisins. Verðlaun voru veitt í fjórum flokkum auk hvatningarverðlauna. Leikskólinn Rauðhóll hlaut verðlaun í flokki framúrskarandi skólastarfs og menntaumbóta fyrir fagmennsku og gæði í leikskólastarfi og öflugt þróunarstarf. Verkefni innan Grunnskóla Snæfellsbæjar kallað Átthagafræði hlaut verðlaun í flokki framúrskarandi þróunarverkefna. Verkefnið beinist að því að efla jákvæð og virk tengsl skóla og samfélags, þekkingu nemenda á heimabyggð sinni og auka fjölbreytni í námi. Tækniskólinn hlaut verðlaun í flokki framúrskarandi iðn- eða verkmenntunar fyrir átaksverkefnið #kvennastarf, samstarfsverkefni skólans og annarra iðn- og verkmenntaskóla. Verkefnið gengur út á að benda á þann kynjamun sem hefur viðgengist í sumum starfsstéttum og vekja athygli á störfum í iðn-, tækni- og verkgreinum. Elísabet Ragnarsdóttir, leikskólakennari og aðstoðarleikskólastjóri við leikskólann Heiðarborg í Reykjavík hlaut verðlaun í flokki framúrskarandi kennara fyrir einstaka fagmennsku við leikskólakennslu. Hvatningarverðlaunin hlaut Menntaskóli Borgarfjarðar fyrir framsækna endurskoðun á námskrá með það að leiðarljósi að undirbúa nemendur sem best fyrir áskoranir í lífi og starfi. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra, Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra, Gerður Kristný, rithöfundur og skáld og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins afhentu verðlaunin ásamt forseta. Nánari upplýsingar um verðlaunin má sjá hér eða á forseti.is.
Skóla - og menntamál Forseti Íslands Snæfellsbær Grunnskólar Framhaldsskólar Borgarbyggð Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Hanna Rún og og Aðalþing hlutu Íslensku menntaverðlaunin Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti Íslensku menntaverðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í kvöld. 10. nóvember 2021 21:17 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Fleiri fréttir Sigurður hafi mögulega fengið sig fullsaddan Brauðtertur til umræðu á haustfundi Landsvirkjunar Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Sjá meira
Hanna Rún og og Aðalþing hlutu Íslensku menntaverðlaunin Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti Íslensku menntaverðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í kvöld. 10. nóvember 2021 21:17