Lífið

Brid­get Jones gæti verið á leiðinni á hvíta tjaldið í fjórða sinn

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Renee Zellweger gæti brugðið sér í hlutverk hinnar seinheppnu Brigdet Jones einu sinni enn. Hér má sjá Zellweger, ásamt Collin Firth og Hugh Grant á frumsýningu fyrstu myndarinnar.
Renee Zellweger gæti brugðið sér í hlutverk hinnar seinheppnu Brigdet Jones einu sinni enn. Hér má sjá Zellweger, ásamt Collin Firth og Hugh Grant á frumsýningu fyrstu myndarinnar. Gtty/Dave Hogan

Aðdáendur gætu fengið að sjá meira af ævintýrum hinnar seinheppnu en elskulegu Bridget Jones. Helen Fielding, höfundur bókanna sem kvikmyndirnar vinsælu eru byggðar á, segir það vera í vinnslu að gera þriðju bókina að bíómynd.

Fielding skrifaði bækurnar Bridget Jones's Diary og Bridget Jones: The Edge of Reason sem gerðar voru að samnefndum bíómyndum sem komu út árin 2001 og 2004.

Það var leikkonan Renee Zellweger sem sló í gegn í hlutverki Bridget. Sjarmatröllin Collin Firth og Hugh Grant fóru svo með hlutverk mannanna tveggja sem Bridget sat föst í ástarþríhyrningi með.

Árið 2016 kom svo út þriðja myndin Bridget Jones's Baby. Sú mynd var byggð á dálki sem Fielding hélt úti í breska dagblaðinu Independent. Fielding gaf svo út þriðju bókina, Bridget Jones: Mad About the Boy, árið 2013.

Helen Fielding áritar bókina Bridget Jones: Mad About the Boy árið 2013.Getty/Ferdaus Shamim

„Ég er að vinna í þessu“

Nú þegar sex ár eru liðin frá því að við sáum Bridget síðast á hvíta tjaldinu, hefur Fielding kveikt vonarneista hjá aðdáendum um að það gæti gerst aftur fyrr en síðar.

„Ég er að vinna í þessu og ég vona innilega að það takist. Hver einasta bíómynd sem er gerð er kraftaverk. Það er rosalega erfitt að láta bíómyndir verða að veruleika. En ég myndi virkilega vilja sjá hana á skjánum,“ sagði Fielding í viðtali við The Radio Times á dögunum.

Elskar að vera Bridget

Sjálf hefur Zellweger látið hafa það eftir sér að hún væri meira en til í að bregða sér í hlutverk Bridget einu sinni enn.

„Hún er svo skemmtileg. Ég elska að setja mig í hennar spor. Ég hef svo gaman að því að vera á setti, þar sem allar ákvarðanir sem við tökum snúast bara um það að gera líf hennar sem vandræðalegast. Það er svo gaman,“ sagði Zellweger í viðtali á árinu.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.