Sextíu ár síðan leikmaður byrjaði NBA tímabil svona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2022 15:01 Luka Doncic á ferðinni með boltann í sigri Dallas Mavericks í nótt. AP/Gareth Patterson Luka Doncic hélt áfram uppteknum hætti í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar hann skoraði 33 stig í 103-100 sigri Dallas Mavericks á Utah Jazz. Doncic hefur þar með skorað þrjátíu stig eða meira í fyrstu sjö leikjum tímabilsins sem er svo sjaldgæft að sjálfur Michael Jordan náði því aldrei á sínum magnaða ferli. Jordan náði mest sex fyrstu leikjunum yfir þrjátíu stig og Doncic fót því fram úr honum í nótt. Luka drives and scores for his 7th straight game with 30+ PTS this season pic.twitter.com/Djn5RBGV3i— NBA (@NBA) November 3, 2022 Það þarf í raun að fara sextíu ár aftur í tímanna, allt til tímabilsins 1962-63, til að finna síðasta leikmann sem náði þessu. Sá hét Wilt Chamberlain en hann skoraði yfir þrjátíu stig í 23 fyrstu leikjum þess tímabils. Wilt bætti þá eigið met eftir að hafa skorað yfir þrjátíu stig í átta fyrstu leikjunum þremur tímabilum fyrr. „Þetta er sjaldgæft og við fáum að sjá þetta á hverju kvöldi,“ sagði Jason Kidd, þjálfari Dallas Mavericks, eftir leikinn í nótt. Luka Doncic becomes the first player since Wilt in 1962 to start the season with 7 straight 30+ PTS games pic.twitter.com/lsDQN01p8A— Hoop Muse (@HoopMuse) November 3, 2022 Doncic er með 36,1 stig að meðaltali í þessum fyrstu sjö leikjum en á síðustu sextíu NBA-tímabilum hafa aðeins tveir leikmenn skorað meira í leik í upphafi leiktíðar en það eru þeir Michael Jordan (37,0 stig í leik 1986-87) og James Harden (36,6 stig í leik 2019-20). Doncic er enn bara 23 ára gamall og á sínu fimmta tímabili í NBA-deildinni. Hann er líka að spila uppi félaga sína en Slóveninn var líka með ellefu stoðsendingar í nótt og hefur þegar átt fjóra 30-10 leiki á tímabilinu. Restin af deildinni er aðeins samanlagt með fjóra slíka leiki. Luka Doncic becomes the 3rd player (4th instance) in NBA history to score 30+ points in their first 7 games of the season! #MFFL pic.twitter.com/GRpuW2T9mW— NBA History (@NBAHistory) November 3, 2022 NBA Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Doncic hefur þar með skorað þrjátíu stig eða meira í fyrstu sjö leikjum tímabilsins sem er svo sjaldgæft að sjálfur Michael Jordan náði því aldrei á sínum magnaða ferli. Jordan náði mest sex fyrstu leikjunum yfir þrjátíu stig og Doncic fót því fram úr honum í nótt. Luka drives and scores for his 7th straight game with 30+ PTS this season pic.twitter.com/Djn5RBGV3i— NBA (@NBA) November 3, 2022 Það þarf í raun að fara sextíu ár aftur í tímanna, allt til tímabilsins 1962-63, til að finna síðasta leikmann sem náði þessu. Sá hét Wilt Chamberlain en hann skoraði yfir þrjátíu stig í 23 fyrstu leikjum þess tímabils. Wilt bætti þá eigið met eftir að hafa skorað yfir þrjátíu stig í átta fyrstu leikjunum þremur tímabilum fyrr. „Þetta er sjaldgæft og við fáum að sjá þetta á hverju kvöldi,“ sagði Jason Kidd, þjálfari Dallas Mavericks, eftir leikinn í nótt. Luka Doncic becomes the first player since Wilt in 1962 to start the season with 7 straight 30+ PTS games pic.twitter.com/lsDQN01p8A— Hoop Muse (@HoopMuse) November 3, 2022 Doncic er með 36,1 stig að meðaltali í þessum fyrstu sjö leikjum en á síðustu sextíu NBA-tímabilum hafa aðeins tveir leikmenn skorað meira í leik í upphafi leiktíðar en það eru þeir Michael Jordan (37,0 stig í leik 1986-87) og James Harden (36,6 stig í leik 2019-20). Doncic er enn bara 23 ára gamall og á sínu fimmta tímabili í NBA-deildinni. Hann er líka að spila uppi félaga sína en Slóveninn var líka með ellefu stoðsendingar í nótt og hefur þegar átt fjóra 30-10 leiki á tímabilinu. Restin af deildinni er aðeins samanlagt með fjóra slíka leiki. Luka Doncic becomes the 3rd player (4th instance) in NBA history to score 30+ points in their first 7 games of the season! #MFFL pic.twitter.com/GRpuW2T9mW— NBA History (@NBAHistory) November 3, 2022
NBA Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum