Virðing fyrir fötluðu fólki Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar 2. nóvember 2022 17:00 Fyrir nokkrum vikum síðan sat ég fund með Reykjavíkurborg þar sem kynnt var fyrirhugað stóraukið átak borgarinnar í byggingu húsnæðis fyrir fatlað fólk. Á fundinum óskaði Reykjavíkurborg sérstaklega eftir miklu samráði við hagsmunafélög fatlaðs fólks í tengslum við komandi uppbygginu húsnæðis fyrir fatlað fólk. Allt þetta gaf fötluðu fólki tilefni til bjartsýni varðandi tækifæri þess til að eignast eigið heimili og njóta þeirra mannréttinda og margvíslegu tækifæra sem því fylgja. Samkvæmt skýrslu sem skilað var til félagsmálaráðherra sl. vor eru 163 fatlaðir einstaklingar á biðlista í Reykjavík eftir húsnæði og 60 til viðbótar eru í herbergjasambýlum. Í lögum nr. 38/2018, um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, er mælt fyrir um „að fatlað fólk eigi rétt á því að velja sér búsetustað og hvar og með hverjum það býr, til jafns við aðra" og að „óheimilt sé að binda þjónustu við fatlað fólk því skilyrði að það búi í tilteknu búsetuformi." Þá segir í bráðabirgðaákvæði í lögunum að fötluðu fólki sem býr nú á stofnunum eða herbergjasambýlum skuli bjóðast aðrir búsetukostir. Margt fólk með þroskahömlun eða skyldar fatlanir hefur beðið eftir íbúð, sem það á lagalegan rétt á, mjög lengi. Dæmi eru um að fólk hafi þurft að bíða yfir áratug og jafnvel lengur eftir að eignast eigið heimili. Með þessari óforsvaranlegu og ólöglegu framkvæmd er vegið mjög alvarlega að margvíslegum mikilvægum mannréttindum, s.s. réttinum til sjálfstæðs og eðlilegs lífs, og réttinum til að eiga einkalíf og fjölskyldulíf. Það er alls ekki að ástæðulausu að í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands segir: „Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu.“ Á þessum nokkrum vikum sem liðnar eru frá þessum fundi hjá Reykjavíkurborg um húsnæðismál fatlaðs fólks virðist hafa orðið algjör viðsnúningur á stöðunni og af orðum borgarstjóra má nú ráða að borgaryfirvöld telji að kostnaður af þjónustu við fatlað fólk ógni beinlínis fjárhagslegri sjálfbærni Reykjavíkurborgar. Þjónusta við fatlað fólk er, sem fyrr sagði, lögbundinn réttur þess og það er forkastanlegt að heyra borgarstjóra segja: „það sem er í uppnámi er frekari uppbygging til dæmis á búsetuúrræðum í þágu fatlaðs fólks og ýmis slík þjónusta“. Umræðan og fréttir síðustu daga eru meiðandi og niðurlægjandi fyrir allt fatlað fólk og fordæma Landssamtökin Þroskahjálp þessa orðræðu sem ber ömurlegan keim af fordómum og fyrirlitningu sem svokallaðir hreppsómagar og annað fátækt fólk mátti þola af hálfu valdamanna á fyrri tíð. Staðan í húsnæðismálum fatlaðs fólks og nú umræðan um hana og kostnaðinn af því að gefa fötluðu fólki lámarkstækifæri til að njóta mannréttinda og lífsgæða sem flestir telja sjálfsögð, hefur alvarleg áhrif á líf fatlaðs fólks og er sérstaklega kvíðvænlegt fyrir það að heyra að það geti átt von á því að þjónusta við það verði skert. Þetta er fátækasti hópurinn í íslensku samfélagi, sem nýtur miklu minni lífsgæða og tækifæra en aðrir þjóðfélagsþegnar. Landsamtökin Þroskahjálp skora á stjórnvöld sveitarfélaga og ríkis að fjalla um málefni og réttindi fatlaðs fólks, aðstæður þess og þarfir af virðingu og skilningi en ekki þannig að orð þeirra séu til þess fallin að vega að sjálfsmynd og ímynd fatlaðs fólks og stuðla að fordómum og virðingarleysi gagnvart því. Höfundur er formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum vikum síðan sat ég fund með Reykjavíkurborg þar sem kynnt var fyrirhugað stóraukið átak borgarinnar í byggingu húsnæðis fyrir fatlað fólk. Á fundinum óskaði Reykjavíkurborg sérstaklega eftir miklu samráði við hagsmunafélög fatlaðs fólks í tengslum við komandi uppbygginu húsnæðis fyrir fatlað fólk. Allt þetta gaf fötluðu fólki tilefni til bjartsýni varðandi tækifæri þess til að eignast eigið heimili og njóta þeirra mannréttinda og margvíslegu tækifæra sem því fylgja. Samkvæmt skýrslu sem skilað var til félagsmálaráðherra sl. vor eru 163 fatlaðir einstaklingar á biðlista í Reykjavík eftir húsnæði og 60 til viðbótar eru í herbergjasambýlum. Í lögum nr. 38/2018, um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, er mælt fyrir um „að fatlað fólk eigi rétt á því að velja sér búsetustað og hvar og með hverjum það býr, til jafns við aðra" og að „óheimilt sé að binda þjónustu við fatlað fólk því skilyrði að það búi í tilteknu búsetuformi." Þá segir í bráðabirgðaákvæði í lögunum að fötluðu fólki sem býr nú á stofnunum eða herbergjasambýlum skuli bjóðast aðrir búsetukostir. Margt fólk með þroskahömlun eða skyldar fatlanir hefur beðið eftir íbúð, sem það á lagalegan rétt á, mjög lengi. Dæmi eru um að fólk hafi þurft að bíða yfir áratug og jafnvel lengur eftir að eignast eigið heimili. Með þessari óforsvaranlegu og ólöglegu framkvæmd er vegið mjög alvarlega að margvíslegum mikilvægum mannréttindum, s.s. réttinum til sjálfstæðs og eðlilegs lífs, og réttinum til að eiga einkalíf og fjölskyldulíf. Það er alls ekki að ástæðulausu að í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands segir: „Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu.“ Á þessum nokkrum vikum sem liðnar eru frá þessum fundi hjá Reykjavíkurborg um húsnæðismál fatlaðs fólks virðist hafa orðið algjör viðsnúningur á stöðunni og af orðum borgarstjóra má nú ráða að borgaryfirvöld telji að kostnaður af þjónustu við fatlað fólk ógni beinlínis fjárhagslegri sjálfbærni Reykjavíkurborgar. Þjónusta við fatlað fólk er, sem fyrr sagði, lögbundinn réttur þess og það er forkastanlegt að heyra borgarstjóra segja: „það sem er í uppnámi er frekari uppbygging til dæmis á búsetuúrræðum í þágu fatlaðs fólks og ýmis slík þjónusta“. Umræðan og fréttir síðustu daga eru meiðandi og niðurlægjandi fyrir allt fatlað fólk og fordæma Landssamtökin Þroskahjálp þessa orðræðu sem ber ömurlegan keim af fordómum og fyrirlitningu sem svokallaðir hreppsómagar og annað fátækt fólk mátti þola af hálfu valdamanna á fyrri tíð. Staðan í húsnæðismálum fatlaðs fólks og nú umræðan um hana og kostnaðinn af því að gefa fötluðu fólki lámarkstækifæri til að njóta mannréttinda og lífsgæða sem flestir telja sjálfsögð, hefur alvarleg áhrif á líf fatlaðs fólks og er sérstaklega kvíðvænlegt fyrir það að heyra að það geti átt von á því að þjónusta við það verði skert. Þetta er fátækasti hópurinn í íslensku samfélagi, sem nýtur miklu minni lífsgæða og tækifæra en aðrir þjóðfélagsþegnar. Landsamtökin Þroskahjálp skora á stjórnvöld sveitarfélaga og ríkis að fjalla um málefni og réttindi fatlaðs fólks, aðstæður þess og þarfir af virðingu og skilningi en ekki þannig að orð þeirra séu til þess fallin að vega að sjálfsmynd og ímynd fatlaðs fólks og stuðla að fordómum og virðingarleysi gagnvart því. Höfundur er formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun