Seldi fyrst, stal svo en afhenti aldrei góssið Bjarki Sigurðsson skrifar 2. nóvember 2022 16:18 Héraðsdómur Suðurlands er staðsettur í Miðgarði á Selfossi. Vísir/Vilhelm Rúmlega tvítugur karlmaður var á mánudaginn dæmdur í 45 daga fangelsi fyrir þjófnað, fjársvik og peningaþvætti. Einkaréttarkrafa Íslenskra aðalverktaka var felld niður þar sem enginn á þeirra vegum sótti þing við þingfestingu málsins. Maðurinn var ákærður þann 9. febrúar síðastliðinn fyrir brot sín. Í ákærunni er honum gefið að sök að hafa í tvígang farið inn á vinnusvæði Íslenskra aðalverktaka við Gljúfurholtsá við Suðurlandsveg í Ölfusi og stolið þaðan samtals 166 stykkjum af Doka-plötum. Plöturnar eru af stærðinni 50 x 300 sentimetrar og áætlað verðmæti þeirra rúmlega ein og hálf milljón króna. Skömmu áður en hann stal plötunum hafði hann auglýst svipaðar plötur til sölu á Facebook undir notendanafninu „Ás Byggingar Og Iðnaður“. Annar maður samþykkti að kaupa 110 stykki af plötunum og eitt þúsund zetur fyrir 317 þúsund króna. Doka plötur eru notaðar í byggingariðnaði.Doka Sama kvöld og hann fékk greitt frá manninum sem vildi kaupa plöturnar fór hann í hraðbanka í Hveragerði og tók 250 þúsund krónur út af bankareikningi sínum. Þannig svipti hann löglegum eiganda þeirra möguleika á að endurheimta fjármunina. Einnig var hann ákærður fyrir að hafa nota þær 67 þúsund krónur sem eftir voru inni á bankareikning hans. Maðurinn kom fyrir dómi þann 7. október síðastliðinn og viðurkenndi skýlaust að hafa gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök í ákæru. Samkvæmt sakavottorði mannsins hafði hann ellefu sinnum áður sætt refsingu, þar af fimm sinnum vegna auðgunarbrota, nú síðast í maí árið 2021. Með teknu tilliti til sakaferils hans var metið sem svo að ekki þætti efni til að skilorðsbinda refsingu mannsins. Hann þarf því að dvelja í 45 daga í fangelsi. Þá þarf hann að greiða allan sakarkostnað, sem nemur samkvæmt yfirliti lögreglu 85 þúsund krónum. Einnig þarf hann að greiða þóknun skipaðs verjanda síns sem hljóðar upp á 675 þúsund krónur. Dómsmál Hveragerði Ölfus Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Maðurinn var ákærður þann 9. febrúar síðastliðinn fyrir brot sín. Í ákærunni er honum gefið að sök að hafa í tvígang farið inn á vinnusvæði Íslenskra aðalverktaka við Gljúfurholtsá við Suðurlandsveg í Ölfusi og stolið þaðan samtals 166 stykkjum af Doka-plötum. Plöturnar eru af stærðinni 50 x 300 sentimetrar og áætlað verðmæti þeirra rúmlega ein og hálf milljón króna. Skömmu áður en hann stal plötunum hafði hann auglýst svipaðar plötur til sölu á Facebook undir notendanafninu „Ás Byggingar Og Iðnaður“. Annar maður samþykkti að kaupa 110 stykki af plötunum og eitt þúsund zetur fyrir 317 þúsund króna. Doka plötur eru notaðar í byggingariðnaði.Doka Sama kvöld og hann fékk greitt frá manninum sem vildi kaupa plöturnar fór hann í hraðbanka í Hveragerði og tók 250 þúsund krónur út af bankareikningi sínum. Þannig svipti hann löglegum eiganda þeirra möguleika á að endurheimta fjármunina. Einnig var hann ákærður fyrir að hafa nota þær 67 þúsund krónur sem eftir voru inni á bankareikning hans. Maðurinn kom fyrir dómi þann 7. október síðastliðinn og viðurkenndi skýlaust að hafa gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök í ákæru. Samkvæmt sakavottorði mannsins hafði hann ellefu sinnum áður sætt refsingu, þar af fimm sinnum vegna auðgunarbrota, nú síðast í maí árið 2021. Með teknu tilliti til sakaferils hans var metið sem svo að ekki þætti efni til að skilorðsbinda refsingu mannsins. Hann þarf því að dvelja í 45 daga í fangelsi. Þá þarf hann að greiða allan sakarkostnað, sem nemur samkvæmt yfirliti lögreglu 85 þúsund krónum. Einnig þarf hann að greiða þóknun skipaðs verjanda síns sem hljóðar upp á 675 þúsund krónur.
Dómsmál Hveragerði Ölfus Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira