Talningaklúður í Danmörku: Mörg hundruð atkvæða færast frá rauðu blokkinni til bláu Atli Ísleifsson skrifar 2. nóvember 2022 10:03 Inger Støjberg er formaður Danmerkurdemókrata. Hún fagnaði í nótt enda tryggði flokkur hennar sér 8,3 prósent atkvæða, eða fjórtan þingmenn. AP Röng niðurstaða var kynnt í kjördæminu Frederikshavn í Danmörku eftir að ljóst varð að talningamenn í Sæby höfðu ruglast á bunkum og talið atkvæði Danmerkurdemókrata sem atkvæði Einingarlistans. Óljóst er hvort að ruglingurinn muni hafa áhrif á skiptingu þingsæta, en danskir fjölmiðlar segja að endurtalning og hvort hún muni leiða til breytingar á skiptingu þingsæta verði ljós um hádegisbil. Í frétt DR segir að í Sæby hafi Einingarlistinn upphaflega fengið 980 skráð atkvæði á meðan Danmerkurdemókratar hafi einungis fengið skráð 104 atkvæði. Þessu er því í raun öfugt farið. Marianne Lessél, yfirmaður kjörstjórnar, biðst velvirðingur á málinu og segir að um mannleg mistök hafi verið að ræða. Líklegt má vera að rauða blokkin muni fá 876 færri atkvæði niðurstaða næturinnar sýndi og að þau atkvæði muni því færast yfir til bláu blokkarinnar. Jafnaðarmannaflokkur Mette Frederiksen forsætisráðherra fékk 27,5 prósent atkvæða sem svarar til fimmtíu þingsæta. Flokkurinn bætti við sig tveimur sætum og styrkti stöðu sína á þinginu. Fylgi og skipting þingsæta (innan sviga er fylgi í kosningunum 2019 og svo breyting á þingsætum frá fyrri kosningum): Jafnaðarmannaflokkurinn 27,5% (25,9%), 50 (+2) Venstre 13,3% (23,4%), 23 (-20) Moderaterne 9,3% (nýtt framboð), 16 Sósíalíski þjóðarflokkurinn 8,3% (7,7%), 15 (+1) Danmerkurdemókratar 8,1% (nýtt framboð), 14 Frjálslynda bandalagið 7,9% (2,3%), 14 (+10) Íhaldsflokkurinn 5,5% (6,6%), 10 (-2) Einingarlistinn 5,2% (6,9%), 9 (-4) Radikale Venstre 3,8% (8,6%), 7 (-9) Nýir borgaralegir 3,7% (2,4%), 6 (+2) Valkosturinn 3,3% (3,0%), 6 (+1) Danski þjóðarflokkurinn 2,6% (8,7%), 5 (-11) Samkvæmt þeirri niðurstöðu sem kynnt var í nótt tryggði rauða blokkin sér naumasta mögulega meirihluta, níutíu þingmenn, með stuðningi annars þingmanns Færeyinga og beggja þingmanna Grænlendinga. Frederiksen segist þó vilja mynda nýja og „breiða“ ríkisstjórn, það er með flokkum sem standa utan blokka eða í hægri blokkinni. Hún gekk á fund Margrétar Þórhildar Danadrottningar klukkan 10. Danmörk Þingkosningar í Danmörku Tengdar fréttir Mette gengur á fund drottningar klukkan tíu Mette Frederiksen, formaður danskra Jafnaðarmanna og forsætisráðherra, mun ganga á fund Margrétar Þórhildar Danadrottningar klukkan tíu að íslenskum tíma. Þar munu þær ræða niðurstöður þingkosninganna sem fram fóru í Danmörku í gær. 2. nóvember 2022 07:51 Mette með pálmann í höndunum eftir sviptingar á ögurstundu Mette Frederiksen og Jafnaðarmannaflokkur hennar styrktu stöðu sína í þingkosningunum í Danmörku í kvöld. Afar mjótt var á munum og leit í fyrstu út fyrir að Moderaterne yrðu í lykilstöðu við myndun ríkisstjórnar. Nú er ljóst að Frederiksen getur myndað meirihlutastjórn með vinstri flokkum. 2. nóvember 2022 01:36 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Sjá meira
Óljóst er hvort að ruglingurinn muni hafa áhrif á skiptingu þingsæta, en danskir fjölmiðlar segja að endurtalning og hvort hún muni leiða til breytingar á skiptingu þingsæta verði ljós um hádegisbil. Í frétt DR segir að í Sæby hafi Einingarlistinn upphaflega fengið 980 skráð atkvæði á meðan Danmerkurdemókratar hafi einungis fengið skráð 104 atkvæði. Þessu er því í raun öfugt farið. Marianne Lessél, yfirmaður kjörstjórnar, biðst velvirðingur á málinu og segir að um mannleg mistök hafi verið að ræða. Líklegt má vera að rauða blokkin muni fá 876 færri atkvæði niðurstaða næturinnar sýndi og að þau atkvæði muni því færast yfir til bláu blokkarinnar. Jafnaðarmannaflokkur Mette Frederiksen forsætisráðherra fékk 27,5 prósent atkvæða sem svarar til fimmtíu þingsæta. Flokkurinn bætti við sig tveimur sætum og styrkti stöðu sína á þinginu. Fylgi og skipting þingsæta (innan sviga er fylgi í kosningunum 2019 og svo breyting á þingsætum frá fyrri kosningum): Jafnaðarmannaflokkurinn 27,5% (25,9%), 50 (+2) Venstre 13,3% (23,4%), 23 (-20) Moderaterne 9,3% (nýtt framboð), 16 Sósíalíski þjóðarflokkurinn 8,3% (7,7%), 15 (+1) Danmerkurdemókratar 8,1% (nýtt framboð), 14 Frjálslynda bandalagið 7,9% (2,3%), 14 (+10) Íhaldsflokkurinn 5,5% (6,6%), 10 (-2) Einingarlistinn 5,2% (6,9%), 9 (-4) Radikale Venstre 3,8% (8,6%), 7 (-9) Nýir borgaralegir 3,7% (2,4%), 6 (+2) Valkosturinn 3,3% (3,0%), 6 (+1) Danski þjóðarflokkurinn 2,6% (8,7%), 5 (-11) Samkvæmt þeirri niðurstöðu sem kynnt var í nótt tryggði rauða blokkin sér naumasta mögulega meirihluta, níutíu þingmenn, með stuðningi annars þingmanns Færeyinga og beggja þingmanna Grænlendinga. Frederiksen segist þó vilja mynda nýja og „breiða“ ríkisstjórn, það er með flokkum sem standa utan blokka eða í hægri blokkinni. Hún gekk á fund Margrétar Þórhildar Danadrottningar klukkan 10.
Fylgi og skipting þingsæta (innan sviga er fylgi í kosningunum 2019 og svo breyting á þingsætum frá fyrri kosningum): Jafnaðarmannaflokkurinn 27,5% (25,9%), 50 (+2) Venstre 13,3% (23,4%), 23 (-20) Moderaterne 9,3% (nýtt framboð), 16 Sósíalíski þjóðarflokkurinn 8,3% (7,7%), 15 (+1) Danmerkurdemókratar 8,1% (nýtt framboð), 14 Frjálslynda bandalagið 7,9% (2,3%), 14 (+10) Íhaldsflokkurinn 5,5% (6,6%), 10 (-2) Einingarlistinn 5,2% (6,9%), 9 (-4) Radikale Venstre 3,8% (8,6%), 7 (-9) Nýir borgaralegir 3,7% (2,4%), 6 (+2) Valkosturinn 3,3% (3,0%), 6 (+1) Danski þjóðarflokkurinn 2,6% (8,7%), 5 (-11)
Danmörk Þingkosningar í Danmörku Tengdar fréttir Mette gengur á fund drottningar klukkan tíu Mette Frederiksen, formaður danskra Jafnaðarmanna og forsætisráðherra, mun ganga á fund Margrétar Þórhildar Danadrottningar klukkan tíu að íslenskum tíma. Þar munu þær ræða niðurstöður þingkosninganna sem fram fóru í Danmörku í gær. 2. nóvember 2022 07:51 Mette með pálmann í höndunum eftir sviptingar á ögurstundu Mette Frederiksen og Jafnaðarmannaflokkur hennar styrktu stöðu sína í þingkosningunum í Danmörku í kvöld. Afar mjótt var á munum og leit í fyrstu út fyrir að Moderaterne yrðu í lykilstöðu við myndun ríkisstjórnar. Nú er ljóst að Frederiksen getur myndað meirihlutastjórn með vinstri flokkum. 2. nóvember 2022 01:36 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Sjá meira
Mette gengur á fund drottningar klukkan tíu Mette Frederiksen, formaður danskra Jafnaðarmanna og forsætisráðherra, mun ganga á fund Margrétar Þórhildar Danadrottningar klukkan tíu að íslenskum tíma. Þar munu þær ræða niðurstöður þingkosninganna sem fram fóru í Danmörku í gær. 2. nóvember 2022 07:51
Mette með pálmann í höndunum eftir sviptingar á ögurstundu Mette Frederiksen og Jafnaðarmannaflokkur hennar styrktu stöðu sína í þingkosningunum í Danmörku í kvöld. Afar mjótt var á munum og leit í fyrstu út fyrir að Moderaterne yrðu í lykilstöðu við myndun ríkisstjórnar. Nú er ljóst að Frederiksen getur myndað meirihlutastjórn með vinstri flokkum. 2. nóvember 2022 01:36
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent