Öskrandi staðreynd Bryndís Haraldsdóttir skrifar 1. nóvember 2022 10:01 Árið 2014 svöruðu 81% barna því svo til að þau mætu andlega heilsu sína góða eða mjög góða í könnun Rannsóknar og greiningar í fyrra voru einungis 57% barna sem töldu svo vera. Þetta er öskrandi staðreynd, 43% barna meta sína andlegu heilsu sína ekki góða. Við þessu verðum við að bregðast og það hratt. Í geðheilsustefnunni er markið sett á að 90% barna meti andlega heilsu sína góða, en því miður hefur hún hrakað frá því stefnan var samþykkt. Hver er ástæðan ? Ég ætla ekki að setjast í spámannsætið og segja hvað veldur það er örugglega ekki eitthvað eitt heldur margir samverkandi þættir. Oft er bent á samfélagsmiðla sem óttast er að geti haft neikvæð áhrif á sjálfsmynd barna, það gera þeir örugglega og því er mikilvægt að foreldrar hafi eftirlit með samfélagsmiðlanotkun barna sinna. Mikil vinna og lífsgæðakapphlaup foreldra er annað sem gjarnan er nefnt. Við Íslendingar höfum löngum verið þekktir fyrir mikla vinnu. En markmið síðustu kjarasamninga var ekki síst að minka þetta álag og stytta vinnutíma. Þetta með lífsgæðakapphlaupið er svo annað fyrirbrigði sem engin getur lagað nema við sjálf. Sumir halda því fram að álag á börn sé of mikið fullur skóladagur, frístundir og heimanám, það vanti einfaldlega tíma til að slaka á og njóta eða láta sér leiðast. Þar hafa samfélagsmiðlar og tæknin tekið völdin, ekkert barn kann lengur að láta sér leiðast eða finna upp á einhverju að gera, við erum öll mötuð af afþreyingu á öllum mögulegum miðlum. Allt bendir þetta til þess að alvöru samskipti vanti, að foreldrar verji minni tíma með börnum sínum. Þar get ég horft í eigin barm eins og eflaust margir foreldrar hvernig tryggjum við samveru og góð samskipti þegar allir hafa sína dagskrá með vinnu, skóla, æfingum, félagslífi og allskonar skyldum. Það þarf heilt þorp Við sem foreldrar berum ábyrgð á börnum okkar og velferð þeirra, þeirri ábyrgð verður ekki vísað annað. En samt er það svo að það þarf heilt þorp til að ala upp barn og þess vegna kemur okkur öllum við velferð hvers barns. Skólinn er okkar mikilvægasta jöfnunartæki og góðir skólar eru grunnur að góðu samfélagi. Menntamálaráðherra hefur boðað allsherjar samráð um nýja heildarlöggjöf í kringum skólanna okkar og er það vel. Íslenskt menntakerfi er að mörgu leyti gott, við höfum góða kennara sem eru án efa allir að gera sitt besta. En íslenska menntakerfið kostar mikla peninga og samkvæmt alþjóðlegum mælingum, t.a.m. Pisa erum við ekki að ná árangri í samræmi við þá fjármuni sem við verjum í fjárfestinguna. Of margir, sérstaklega drengir, geta ekki lesið sér til gagns. Stelpurnar okkar glíma við kvíða. En þau eru auðvitað ekki vandamálið heldur er verkefni okkar að laga þetta, sjá til þess að öllum börnum líði vel og að þau fái eins mikið út úr grunnskólanum og kostur er. Það er því nauðsynlegt að ráðast í úrbætur. Tryggja þarf að kennarar hafi rými og stuðning til að mæta hverjum og einum nemanda þar sem hann er staddur með námsefni við hæfi. Kennsluaðferðirnar þurfa að byggja á vísindum og þær þurfa að virka. Ég vil fagna þeirri miklu samfélagsumræðu sem skapast hefur um börnin okkar, skólanna og velferð barna. Heilu sjónvarpsþættirnir, mikil og góð greinaskrif um velferð barna og almenn umræða allt er þetta af hinu góða og mikilvægt. Í haust hóf ég að halda erindi á vettvangi Sjálfstæðisflokksins um skólamál. Ástæðan var ekki síst sú að mér fannst umræða um skólamál lítil sem engin og fyrst og fremst einkennast af fréttum um myglu í skólahúsnæði, kjarasamninga kennara og öðrum rekstar þáttum en lítið sem ekkert um raunverulega starfið sem þar er unnið. Ekkert um kennsluaðferðir og vísindin þar á bakvið, það hefur nú breyst og fagna ég því mjög. Ég vona að á komandi misserum munu eiga sér stað umræða um þessa þætti umræða sem mun leiða okkar til aðgerða sem skila árangri. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Allsherjar- og menntamálanefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Börn og uppeldi Sjálfstæðisflokkurinn Heilbrigðismál Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2014 svöruðu 81% barna því svo til að þau mætu andlega heilsu sína góða eða mjög góða í könnun Rannsóknar og greiningar í fyrra voru einungis 57% barna sem töldu svo vera. Þetta er öskrandi staðreynd, 43% barna meta sína andlegu heilsu sína ekki góða. Við þessu verðum við að bregðast og það hratt. Í geðheilsustefnunni er markið sett á að 90% barna meti andlega heilsu sína góða, en því miður hefur hún hrakað frá því stefnan var samþykkt. Hver er ástæðan ? Ég ætla ekki að setjast í spámannsætið og segja hvað veldur það er örugglega ekki eitthvað eitt heldur margir samverkandi þættir. Oft er bent á samfélagsmiðla sem óttast er að geti haft neikvæð áhrif á sjálfsmynd barna, það gera þeir örugglega og því er mikilvægt að foreldrar hafi eftirlit með samfélagsmiðlanotkun barna sinna. Mikil vinna og lífsgæðakapphlaup foreldra er annað sem gjarnan er nefnt. Við Íslendingar höfum löngum verið þekktir fyrir mikla vinnu. En markmið síðustu kjarasamninga var ekki síst að minka þetta álag og stytta vinnutíma. Þetta með lífsgæðakapphlaupið er svo annað fyrirbrigði sem engin getur lagað nema við sjálf. Sumir halda því fram að álag á börn sé of mikið fullur skóladagur, frístundir og heimanám, það vanti einfaldlega tíma til að slaka á og njóta eða láta sér leiðast. Þar hafa samfélagsmiðlar og tæknin tekið völdin, ekkert barn kann lengur að láta sér leiðast eða finna upp á einhverju að gera, við erum öll mötuð af afþreyingu á öllum mögulegum miðlum. Allt bendir þetta til þess að alvöru samskipti vanti, að foreldrar verji minni tíma með börnum sínum. Þar get ég horft í eigin barm eins og eflaust margir foreldrar hvernig tryggjum við samveru og góð samskipti þegar allir hafa sína dagskrá með vinnu, skóla, æfingum, félagslífi og allskonar skyldum. Það þarf heilt þorp Við sem foreldrar berum ábyrgð á börnum okkar og velferð þeirra, þeirri ábyrgð verður ekki vísað annað. En samt er það svo að það þarf heilt þorp til að ala upp barn og þess vegna kemur okkur öllum við velferð hvers barns. Skólinn er okkar mikilvægasta jöfnunartæki og góðir skólar eru grunnur að góðu samfélagi. Menntamálaráðherra hefur boðað allsherjar samráð um nýja heildarlöggjöf í kringum skólanna okkar og er það vel. Íslenskt menntakerfi er að mörgu leyti gott, við höfum góða kennara sem eru án efa allir að gera sitt besta. En íslenska menntakerfið kostar mikla peninga og samkvæmt alþjóðlegum mælingum, t.a.m. Pisa erum við ekki að ná árangri í samræmi við þá fjármuni sem við verjum í fjárfestinguna. Of margir, sérstaklega drengir, geta ekki lesið sér til gagns. Stelpurnar okkar glíma við kvíða. En þau eru auðvitað ekki vandamálið heldur er verkefni okkar að laga þetta, sjá til þess að öllum börnum líði vel og að þau fái eins mikið út úr grunnskólanum og kostur er. Það er því nauðsynlegt að ráðast í úrbætur. Tryggja þarf að kennarar hafi rými og stuðning til að mæta hverjum og einum nemanda þar sem hann er staddur með námsefni við hæfi. Kennsluaðferðirnar þurfa að byggja á vísindum og þær þurfa að virka. Ég vil fagna þeirri miklu samfélagsumræðu sem skapast hefur um börnin okkar, skólanna og velferð barna. Heilu sjónvarpsþættirnir, mikil og góð greinaskrif um velferð barna og almenn umræða allt er þetta af hinu góða og mikilvægt. Í haust hóf ég að halda erindi á vettvangi Sjálfstæðisflokksins um skólamál. Ástæðan var ekki síst sú að mér fannst umræða um skólamál lítil sem engin og fyrst og fremst einkennast af fréttum um myglu í skólahúsnæði, kjarasamninga kennara og öðrum rekstar þáttum en lítið sem ekkert um raunverulega starfið sem þar er unnið. Ekkert um kennsluaðferðir og vísindin þar á bakvið, það hefur nú breyst og fagna ég því mjög. Ég vona að á komandi misserum munu eiga sér stað umræða um þessa þætti umræða sem mun leiða okkar til aðgerða sem skila árangri. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Allsherjar- og menntamálanefndar.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar