„Allar útskýringar hljóma eins og afsakanir eftir svona frammistöðu“ Andri Már Eggertsson skrifar 31. október 2022 21:45 Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Hauka, var ekki sáttur með frammistöðu Hauka í kvöld Vísir/Hulda Margrét Haukar töpuðu gegn Fram á heimavelli 32-34. Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Hauka, var ekki sáttur með fyrri hálfleik liðsins þar sem Haukar voru tíu mörkum undir í hálfleik. „Ef ég gæti útskýrt þessa lélegu byrjun þá hefði ég fundið svör við því fyrr í þessum tveimur leikhléum sem ég tók. Andleysi okkar í fyrri hálfleik er ráðgáta og hvernig við spiluðum var í engu samræmi við æfinga vikuna. Það sem gerðist hjá okkur í fyrri hálfleik var andlausasta sem ég hef séð af okkar hálfu,“ sagði Rúnar Sigtryggsson og hélt áfram að tala um lélegan fyrri hálfleik Hauka. „Í seinni hálfleik var allt annað að sjá varnarleikinn. Við vorum að mæta þeim og fá brottvísanir fyrir brot en í fyrri hálfleik fengum við eina brottvísun fyrir peysutog. Fram skaut hvað eftir annað þegar við vorum að reyna að brjóta á þeim og þetta var viljaleysi í fyrri hálfleik.“ Það var allt annað að sjá Hauka í seinni hálfleik og heimamenn höfðu tækifæri til að ná í jafntefli undir lokin en það kom á daginn að holan var of djúp fyrir rest. „Auðvitað var holan orðin of djúp. Leikurinn var búinn í hálfleik og það er ekkert mál að koma til baka þegar þú ert tíu mörkum undir og hefur engu að tapa. Við vorum klaufar í lokin og holan var of djúp.“ Haukar hafa byrjað tímabilið afar illa og tapað fjórum af sjö fyrstu leikjum tímabilsins. „Þetta verður ekki svona áfram hvernig sem á því verður tekið. Mér finnst þetta ekki boðlegt. Ég skil ekki af hverju menn ættu að vera mæta alla daga vikunnar eftir vinnu til þess að horfa síðan upp á þetta. Allar útskýringar hljóma eins og lélegar afsakanir eftir svona frammistöðu.“ „Það þurfa allir að líta í spegil og ég með talinn,“ sagði Rúnar Sigtryggsson að lokum. Haukar Olís-deild karla Handbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Fram 32-34 | Raunir Hauka halda áfram Raunir Hauka í Olís deild karla í handbolta halda áfram en liðið tapaði með tveggja marka mun gegn Fram á Ásvöllum í kvöld. Fram hefur á sama tíma aðeins tapað einum leik og er aðeins stigi á eftir toppliði Vals. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 31. október 2022 21:05 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Tiger syrgir móður sína Golf Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fleiri fréttir Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Sjá meira
„Ef ég gæti útskýrt þessa lélegu byrjun þá hefði ég fundið svör við því fyrr í þessum tveimur leikhléum sem ég tók. Andleysi okkar í fyrri hálfleik er ráðgáta og hvernig við spiluðum var í engu samræmi við æfinga vikuna. Það sem gerðist hjá okkur í fyrri hálfleik var andlausasta sem ég hef séð af okkar hálfu,“ sagði Rúnar Sigtryggsson og hélt áfram að tala um lélegan fyrri hálfleik Hauka. „Í seinni hálfleik var allt annað að sjá varnarleikinn. Við vorum að mæta þeim og fá brottvísanir fyrir brot en í fyrri hálfleik fengum við eina brottvísun fyrir peysutog. Fram skaut hvað eftir annað þegar við vorum að reyna að brjóta á þeim og þetta var viljaleysi í fyrri hálfleik.“ Það var allt annað að sjá Hauka í seinni hálfleik og heimamenn höfðu tækifæri til að ná í jafntefli undir lokin en það kom á daginn að holan var of djúp fyrir rest. „Auðvitað var holan orðin of djúp. Leikurinn var búinn í hálfleik og það er ekkert mál að koma til baka þegar þú ert tíu mörkum undir og hefur engu að tapa. Við vorum klaufar í lokin og holan var of djúp.“ Haukar hafa byrjað tímabilið afar illa og tapað fjórum af sjö fyrstu leikjum tímabilsins. „Þetta verður ekki svona áfram hvernig sem á því verður tekið. Mér finnst þetta ekki boðlegt. Ég skil ekki af hverju menn ættu að vera mæta alla daga vikunnar eftir vinnu til þess að horfa síðan upp á þetta. Allar útskýringar hljóma eins og lélegar afsakanir eftir svona frammistöðu.“ „Það þurfa allir að líta í spegil og ég með talinn,“ sagði Rúnar Sigtryggsson að lokum.
Haukar Olís-deild karla Handbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Fram 32-34 | Raunir Hauka halda áfram Raunir Hauka í Olís deild karla í handbolta halda áfram en liðið tapaði með tveggja marka mun gegn Fram á Ásvöllum í kvöld. Fram hefur á sama tíma aðeins tapað einum leik og er aðeins stigi á eftir toppliði Vals. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 31. október 2022 21:05 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Tiger syrgir móður sína Golf Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fleiri fréttir Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Sjá meira
Leik lokið: Haukar - Fram 32-34 | Raunir Hauka halda áfram Raunir Hauka í Olís deild karla í handbolta halda áfram en liðið tapaði með tveggja marka mun gegn Fram á Ásvöllum í kvöld. Fram hefur á sama tíma aðeins tapað einum leik og er aðeins stigi á eftir toppliði Vals. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 31. október 2022 21:05