Erlent

Hafði með sér frekari tól við á­rásina auk hamarsins

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Hér má sjá Pelosi hjónin saman á góðri stundu.
Hér má sjá Pelosi hjónin saman á góðri stundu. Getty/The Washington Post

Maðurinn sem réðst inn á heimili Pelosi hjóna í San Fransisco er sagður hafa haft með sér dragbönd (e. zip ties) og límband, auk hamarsins sem hann réðst að hinum 82 ára Paul Pelosi með.

Ráðist var inn á heimili Pelosi hjóna aðfaranótt 28. október síðastliðinn en Nancy Pelosi var ekki heima. Nancy er forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og Paul eiginmaður hennar. Hann er sagður hafa verið einn á heimili þeirra þegar árásin átti sér stað.

Við árásina er Paul sagður hafa særst á höfði og líkama en sloppið við og muni að öllum líkindum ná sér að fullu. Hann hafi náð að hringja á neyðarlínuna fremur fljótt og gert viðbragðsaðilum ljóst að hann þyrfti á hjálp að halda.

Bandarískir miðlar hafa greint frá því að árásarmaðurinn hafi öskrað: „Hvar er Nancy“ þegar hann réðst á eiginmann hennar.

Samkvæmt heimildum CNN hafði árásarmaðurinn með sér dragbönd (e. zip ties) og límband auk hamarsins sem notaður á að hafa verið við árásina. Hann var handtekinn á vettvangi og á yfir höfði sér ákæru vegna tilraunar til manndráps og árás með banvænu vopni ásamt fleiru.

Ekki er ljóst að svo stöddu hvort manninum hafi tekist að komast hjá öryggiskerfi heimilisins eða ekki en hann á að hafa komist inn í hús hjónanna í gegnum bakdyrahurð klukkan 02:27 um nótt á staðartíma.

Þess má geta að þingmenn hafa beðið um aukna öryggisþjónustu við heimili sín í ljósi fjölgunar hótana í þeirra garð. Í fyrra rannsakaði þinglögreglan, sem sér um öryggisgæslu þingmanna, 9.600 hótanir í þeirra garð.


Tengdar fréttir

Árásarmaðurinn öskraði „Hvar er Nancy?“

Maðurinn sem braust inn á heimili Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í nótt og réðst á eiginmann hennar með hamri var að leita að henni. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs segja manninn hafa öskrað: „Hvar er Nancy?“ þegar hann réðst á Paul Pelosi. 

Brotist inn á heimili Pelosi og ráðist á eiginmann hennar

Paul Pelosi, eiginmaður Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, varð fyrir árás eftir að maður braust inn á heimili þeirra hjóna í San Francisco. Paul var fluttur á sjúkrahús er talið að hann muni ná sér að fullu en Nancy var ekki á heimilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×