Cavill kveður Geralt af Riviu Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 29. október 2022 21:58 Henry Cavill kveður Geralt og Liam Hemsworth tekur við. Getty/Juan Naharro Gimenez, Taylor Hill Leikarinn Henry Cavill hefur sagt skilið við hlutvek sitt í Netflix þáttunum „The Witcher“ og kemur Liam Hemsworth í hans stað. Þættirnir , sem hófu göngu sína árið 2019, hafa notið mikilla vinsælda á Netflix en þrjár seríur hafa verið gerðar af þáttunum og nú er sú fjórða á leiðinni. Leikararnir birtu báðir tilkynningu um breytinguna á Instagram reikningum sínum fyrr í kvöld en hlutverkið sem um ræðir er skrímslaveiðarinn Geralt af Riviu. Cavill segist hlakka til að sjá Hemsworth taka við keflinu og leika „einn mest heillandi og fjölbreytta mann“ sem til sé. View this post on Instagram A post shared by Henry Cavill (@henrycavill) Hemsworth segist himinlifandi yfir því að fá tækifæri til þess að leika Geralt og hrósar hann Cavill fyrir sína túlkun á hlutverkinu. Af athugasemdum við Instagram tilkynningar leikarana að dæma má sjá að margir eru verulega óánægðir með breytinguna. Sumir virðast vona að um einhverskonar brandara sé að ræða og spyr einn aðdáandi hvort Ástralar haldi upp á fyrsta apríl í október en Hemsworth er ástralskur. Engin ástæða virðist gefin fyrir leikaraskiptunum en greinilegt er að Cavill er vinsæll hjá Hollywood um þessar mundir. Leikarinn staðfesti endurkomu sína í hlutverk Superman á dögunum og leikur einkaspæjarann Sherlock Holmes í nýrri kvikmynd um Enolu Holmes ásamt „Stanger things“ leikkonunni Millie Bobby Brown. Sú kvikmynd er væntanleg á Netflix þann 4. nóvember næstkomandi. Hér að neðan má sjá stiklu fyrir þriðju seríu Witcher þáttana. Hollywood Bíó og sjónvarp Netflix Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Þættirnir , sem hófu göngu sína árið 2019, hafa notið mikilla vinsælda á Netflix en þrjár seríur hafa verið gerðar af þáttunum og nú er sú fjórða á leiðinni. Leikararnir birtu báðir tilkynningu um breytinguna á Instagram reikningum sínum fyrr í kvöld en hlutverkið sem um ræðir er skrímslaveiðarinn Geralt af Riviu. Cavill segist hlakka til að sjá Hemsworth taka við keflinu og leika „einn mest heillandi og fjölbreytta mann“ sem til sé. View this post on Instagram A post shared by Henry Cavill (@henrycavill) Hemsworth segist himinlifandi yfir því að fá tækifæri til þess að leika Geralt og hrósar hann Cavill fyrir sína túlkun á hlutverkinu. Af athugasemdum við Instagram tilkynningar leikarana að dæma má sjá að margir eru verulega óánægðir með breytinguna. Sumir virðast vona að um einhverskonar brandara sé að ræða og spyr einn aðdáandi hvort Ástralar haldi upp á fyrsta apríl í október en Hemsworth er ástralskur. Engin ástæða virðist gefin fyrir leikaraskiptunum en greinilegt er að Cavill er vinsæll hjá Hollywood um þessar mundir. Leikarinn staðfesti endurkomu sína í hlutverk Superman á dögunum og leikur einkaspæjarann Sherlock Holmes í nýrri kvikmynd um Enolu Holmes ásamt „Stanger things“ leikkonunni Millie Bobby Brown. Sú kvikmynd er væntanleg á Netflix þann 4. nóvember næstkomandi. Hér að neðan má sjá stiklu fyrir þriðju seríu Witcher þáttana.
Hollywood Bíó og sjónvarp Netflix Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira