Símalaus sunnudagur – upplifum ævintýri saman Ellen Calmon skrifar 29. október 2022 14:00 Á morgun sunnudaginn 30. október fer fram Símalaus sunnudagur á vegum Barnaheilla Save the Children á Íslandi. Glápirðu á skjáinn í tíma og ótíma? Er barnið að hnippa í þig þegar þú ert að hafa kósýkvöld og horfa á fjölskyldubíó? Segir barnið stundum – hættu að horfa á símann og horfðu á mig? Ég kannast því miður við þetta og er ekki fullkomin uppalandi frekar en mörg okkar en reyni að gera mitt besta. Á morgun höfum við tækifæri að staldra við og taka þátt í Símalausum sunnudegi og leggja símann eða önnur skjátæki frá okkur frá kl. 9-21. Það er ekki þar með sagt að það megi ekki svara í símann þegar amma hringir, en við skulum reyna að vera ekkert að glápa á hann eða strjúka skjái skjátækja þann daginn. Iðkum tengslamyndun Rannsóknir hafa sýnt að skjáirnir hafa neikvæð áhrif á tengslamyndum foreldra og barna. Þá vitum við af því að börn, þrátt fyrir að hafa ekki aldur til, eru á samfélagsmiðlum. Þar hafa þau ekki þroska til þátttöku og eiga erfitt með að greina upplýsingar og áreiti sem berst í gegnum þessa miðla. Því miður vitum við líka að einelti og áreitni á sér stað á slíkum miðlum, oft í heimi sem forsjáraðilar hafa ekki aðgang að eða þekkja ekki. Það er mikilvægt að uppalendur standi saman um þessi aldurstakmörk og virði þau börnunum til heilla. Tilgangurinn með símalausa sunnudeginum er að vekja fólk til umhugsunar um símanotkun og áhrif hennar á tengslamyndun í fjölskyldum. Dagurinn getur verið ágætis byrjun á að breyta hegðun og taka frá tíma, hvort sem það er sunnudagur eða ekki, til að vera í raun til staðar fyrir sig og sína. Upplifum ævintýrin saman Þau sem skrá sig til leiks á www.simalaus.is geta unnið fjölskylduvæna vinninga og fá sendar hugmyndir að afþreyingu sem hentar stórum sem smáum. Ég hvet öll, foreldra, forsjáraðila, ömmur, afa, frænkur og frændur til að taka þátt í Símalausum sunnudegi – skrá sig til leiks og leita að ævintýrum utan skjáa. Njótið saman! Höfundur er framkvæmdastýra Barnaheilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Ellen Jacqueline Calmon Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Á morgun sunnudaginn 30. október fer fram Símalaus sunnudagur á vegum Barnaheilla Save the Children á Íslandi. Glápirðu á skjáinn í tíma og ótíma? Er barnið að hnippa í þig þegar þú ert að hafa kósýkvöld og horfa á fjölskyldubíó? Segir barnið stundum – hættu að horfa á símann og horfðu á mig? Ég kannast því miður við þetta og er ekki fullkomin uppalandi frekar en mörg okkar en reyni að gera mitt besta. Á morgun höfum við tækifæri að staldra við og taka þátt í Símalausum sunnudegi og leggja símann eða önnur skjátæki frá okkur frá kl. 9-21. Það er ekki þar með sagt að það megi ekki svara í símann þegar amma hringir, en við skulum reyna að vera ekkert að glápa á hann eða strjúka skjái skjátækja þann daginn. Iðkum tengslamyndun Rannsóknir hafa sýnt að skjáirnir hafa neikvæð áhrif á tengslamyndum foreldra og barna. Þá vitum við af því að börn, þrátt fyrir að hafa ekki aldur til, eru á samfélagsmiðlum. Þar hafa þau ekki þroska til þátttöku og eiga erfitt með að greina upplýsingar og áreiti sem berst í gegnum þessa miðla. Því miður vitum við líka að einelti og áreitni á sér stað á slíkum miðlum, oft í heimi sem forsjáraðilar hafa ekki aðgang að eða þekkja ekki. Það er mikilvægt að uppalendur standi saman um þessi aldurstakmörk og virði þau börnunum til heilla. Tilgangurinn með símalausa sunnudeginum er að vekja fólk til umhugsunar um símanotkun og áhrif hennar á tengslamyndun í fjölskyldum. Dagurinn getur verið ágætis byrjun á að breyta hegðun og taka frá tíma, hvort sem það er sunnudagur eða ekki, til að vera í raun til staðar fyrir sig og sína. Upplifum ævintýrin saman Þau sem skrá sig til leiks á www.simalaus.is geta unnið fjölskylduvæna vinninga og fá sendar hugmyndir að afþreyingu sem hentar stórum sem smáum. Ég hvet öll, foreldra, forsjáraðila, ömmur, afa, frænkur og frændur til að taka þátt í Símalausum sunnudegi – skrá sig til leiks og leita að ævintýrum utan skjáa. Njótið saman! Höfundur er framkvæmdastýra Barnaheilla.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun