Ofvirkur með 30-bombu í jöfnum leik gegn LAVA

Snorri Rafn Hallsson skrifar
ofvirkur

Gengi Ármanns hingað til hefur verið upp og ofan en búast mátti við sjóðheitu liði LAVA eftir að liðið lagði Íslandsmeistara Dusty á síðasta Ofurlaugardegi í Ljósleiðaradeildinni í CS:GO.

Ármann hafði betur í hnífalotunni og hóf leikinn í vörn en sókn LAVA var afar öflug framan af. Fyrstu þrjár loturnar féllu með LAVA þar sem Instant og Triple G héldu aftur af endurtökutilraunum Ármanns. Stalz og Goa7er áttu einnig góðan leik og innan skamms var staðan orðin 7-2 fyrir SAGA.

Ármann sneri vörn í sókn þegar Lambo bjargaði 10. lotu fyrir horn og var Ofvirkur áberandi bestur í comebacki Ármanns. Lambo og Vargur studdu hann vel og með mikilli seiglu komst Ármann í fyrsta sinn yfir í síðustu lotu hálfleiksins þegar Hyperactive hafði betur einn á einn gegn Spike og náði að aftengja sprengjuna.

Staða í hálfleik: LAVA 7 – 8 Ármann

LAVA jafnaði strax í upphafi síðari hálfleiks en Ármann tók forskotið á ný með þriggja lotu runu sem hófst á þrefaldri fellu frá Vargi og byggði á efnahagslegum yfirburðum Ármanns. Það létti þó yfir hjá LAVA þegar liðið gat loks vopnast almennilega. Stalz var í feiknargóðu formi og einfaldar aðgerðir LAVA reyndust árangursríkar.

Leikurinn var jafn fram á lokametrana en tvær lotur í röð þar sem Ármanni tókst að sprengja sprengjurnar gerðu útslagið og nældi Ármann sér því í sinn fjórða sigur á tímabilinu til þessa.

Lokastaða: LAVA 14 – 16 Ármann

Næstu leikir liðanna:

  • Ármann – TEN5ION, þriðjudaginn 1. nóvember kl. 20:30
  • LAVA – Fylkir, fimmtudaginn 3. nóvember kl. 20:30

Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira