Jerry Lee Lewis er látinn Árni Sæberg skrifar 28. október 2022 17:34 Jerry Lee Lewis var tekinn inn í heiðurshöll kántrítónlistar fyrr á árinu. Jason Kempin/Getty Images Tónlistarmaðurinn Jerry Lee Lewis er látinn 87 ára að aldri. Lewis lést í dag, að því er segir í fréttatilkynningu frá útgefanda hans, Zach Farnum. Þar segir að Lewis hafi verið alvarlega veikur síðastliðin ár og að hann hafi verið tilbúinn að fara yfir móðuna miklu. Athygli vakti á dögunum þegar dægurmiðilinn TMZ tilkynnti að Lewis væri látinn en dró frétt þess efnis síðan til baka eftir að í ljós kom að Lewis var enn á lífi. Útgefandinn Zach Farnum vandaði blaðamanni TMZ ekki kveðjurnar eftir það. Lackluster journalism at its worst. @HarveyLevinTMZ - check your sources. Quit being a coward and call me back. https://t.co/7DSDJHPmsZ— Zach Farnum (@zachfarnum) October 26, 2022 Umdeild goðsögn Óhætt er að fullyrða að Lewis sé á meðal áhrifamestu tónlistarmanna sögunnar en hann var einn brautryðjenda í rokki og róli á sjötta áratug tuttugustu aldar ásamt mönnum á borð við Elvis Presley, Chuck Berry, Buddy Holly og Johnny Cash. Hann gerði garðinn meðal annars frægan með lögum á borð við Great balls of fire og Whole lotta shakin' goin' on. Í spilaranum hér að neðan má sjá hann flytja síðarnefnda lagið. Lewis var umdeildur maður nánast allan hans feril en árið 1958 komust fréttamenn á snoðir um það að hann hefði kvænst þrettán ára gamalli frænku sinni, Myru Gale Brown, á meðan hann var enn kvæntur fyrstu eiginkonu sinni. Ferill hans tók þá skarpa dýfu niður á við og hann fór að glíma við áfengis- og fíkniefnadrauginn. Tónlistarbransinn vestanhafs fyrirgaf honum hins vegar á sjöunda áratugnum og hann hélt áfram að semja tónlist allt til ársins 2006. Lewis lætur eftir sig eiginkonuna Judith Coghlan Lewis og fjögur uppkomin börn. Tveir synir hans eru þegar látnir. Andlát Tónlist Bandaríkin Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Fleiri fréttir Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Sjá meira
Lewis lést í dag, að því er segir í fréttatilkynningu frá útgefanda hans, Zach Farnum. Þar segir að Lewis hafi verið alvarlega veikur síðastliðin ár og að hann hafi verið tilbúinn að fara yfir móðuna miklu. Athygli vakti á dögunum þegar dægurmiðilinn TMZ tilkynnti að Lewis væri látinn en dró frétt þess efnis síðan til baka eftir að í ljós kom að Lewis var enn á lífi. Útgefandinn Zach Farnum vandaði blaðamanni TMZ ekki kveðjurnar eftir það. Lackluster journalism at its worst. @HarveyLevinTMZ - check your sources. Quit being a coward and call me back. https://t.co/7DSDJHPmsZ— Zach Farnum (@zachfarnum) October 26, 2022 Umdeild goðsögn Óhætt er að fullyrða að Lewis sé á meðal áhrifamestu tónlistarmanna sögunnar en hann var einn brautryðjenda í rokki og róli á sjötta áratug tuttugustu aldar ásamt mönnum á borð við Elvis Presley, Chuck Berry, Buddy Holly og Johnny Cash. Hann gerði garðinn meðal annars frægan með lögum á borð við Great balls of fire og Whole lotta shakin' goin' on. Í spilaranum hér að neðan má sjá hann flytja síðarnefnda lagið. Lewis var umdeildur maður nánast allan hans feril en árið 1958 komust fréttamenn á snoðir um það að hann hefði kvænst þrettán ára gamalli frænku sinni, Myru Gale Brown, á meðan hann var enn kvæntur fyrstu eiginkonu sinni. Ferill hans tók þá skarpa dýfu niður á við og hann fór að glíma við áfengis- og fíkniefnadrauginn. Tónlistarbransinn vestanhafs fyrirgaf honum hins vegar á sjöunda áratugnum og hann hélt áfram að semja tónlist allt til ársins 2006. Lewis lætur eftir sig eiginkonuna Judith Coghlan Lewis og fjögur uppkomin börn. Tveir synir hans eru þegar látnir.
Andlát Tónlist Bandaríkin Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Fleiri fréttir Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Sjá meira