Telja Kínverja hafa sett upp ólöglegar lögreglustöðvar í Hollandi Bjarki Sigurðsson skrifar 27. október 2022 22:33 Frá mótmælum við sendiráð Kínverja í Hollandi fyrr á árinu. Getty/Pierre Crom Utanríkisráðuneytið í Hollandi segist vera að rannsaka það hvort Kínverjar hafi sett upp ólöglegar lögreglustöðvar í Rotterdam og Amsterdam. Hollenskir miðlar hafa fjallað um málið síðustu daga og telja kínverska ríkið bera ábyrgð á stöðvunum. Greint var frá málinu á þriðjudaginn en talið er að Kínverjar hafi byggt þjónustumiðstöðvar í Hollandi sem þeir nota sem eins konar lögreglustöðvar. Kínverjar segja miðstöðvarnar vera svo kínverskir ríkisborgarar í Hollandi geti sótt um endurnýjun á ökuskírteini, skráð sig í sambúð og fleira. Hollenskir fjölmiðlar telja að miðstöðvarnar séu þó notaðar til þess að eltast við andófsmenn kínverska Kommúnistaflokksins sem búa í Hollandi. Fjölmiðlar ræddu við einn andófsmann, Wang Jingyu, sem hafði flutt frá Kína til Hollands. Hann gagnrýndi kínversku ríkisstjórnina á samfélagsmiðlum sínum. Stuttu seinna fékk hann símtal frá manni sem sagðist vinna á „kínversku lögreglustöðinni í Rotterdam“. Sá ráðlagði honum að snúa aftur til Kína til að leysa vandamál sín. Einnig ætti hann að hugsa til foreldra sinna áður en hann gagnrýndi stjórnina. Utanríkisráðuneyti Kína harðneitar að um ræddar þjónustumiðstöðvar séu notaðar í annað en að þjónusta kínverska ríkisborgara. Allt tal um lögregluaðgerðir sé tóm þvæla. Í skriflegu svari til fréttastofu CNN staðfestir hollenska utanríkisráðuneytið að málið sé til skoðunar þar. Ráðuneytið ætlar að skoða málið nánar áður en ráðist verður í aðgerðir. Holland Kína Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Sjá meira
Greint var frá málinu á þriðjudaginn en talið er að Kínverjar hafi byggt þjónustumiðstöðvar í Hollandi sem þeir nota sem eins konar lögreglustöðvar. Kínverjar segja miðstöðvarnar vera svo kínverskir ríkisborgarar í Hollandi geti sótt um endurnýjun á ökuskírteini, skráð sig í sambúð og fleira. Hollenskir fjölmiðlar telja að miðstöðvarnar séu þó notaðar til þess að eltast við andófsmenn kínverska Kommúnistaflokksins sem búa í Hollandi. Fjölmiðlar ræddu við einn andófsmann, Wang Jingyu, sem hafði flutt frá Kína til Hollands. Hann gagnrýndi kínversku ríkisstjórnina á samfélagsmiðlum sínum. Stuttu seinna fékk hann símtal frá manni sem sagðist vinna á „kínversku lögreglustöðinni í Rotterdam“. Sá ráðlagði honum að snúa aftur til Kína til að leysa vandamál sín. Einnig ætti hann að hugsa til foreldra sinna áður en hann gagnrýndi stjórnina. Utanríkisráðuneyti Kína harðneitar að um ræddar þjónustumiðstöðvar séu notaðar í annað en að þjónusta kínverska ríkisborgara. Allt tal um lögregluaðgerðir sé tóm þvæla. Í skriflegu svari til fréttastofu CNN staðfestir hollenska utanríkisráðuneytið að málið sé til skoðunar þar. Ráðuneytið ætlar að skoða málið nánar áður en ráðist verður í aðgerðir.
Holland Kína Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent