Skaut tvo til bana en var með sex hundruð skot: „Þetta hefði getað farið mun verr“ Samúel Karl Ólason skrifar 26. október 2022 12:09 Lögregluþjónar fyrir utan skólann í St. Louis. AP/Jeff Roberson Ungur maður sem skaut kennara og fimmtán ára stúlku til bana í St. Luis í Bandaríkjunum í vikunni var vopnaður hálfsjálfvirkum riffli og var með sex hundruð skot. Sjö nemendur særðust eða slösuðust einnig í árásinni áður en lögregluþjónar skutu hinn nítján ára gamla Orlando Harris til bana. „Þetta hefði getað farið mun verr,“ sagði Michael Sack, yfirmaður lögreglunnar í St. Louis á blaðamannafundi í gær. Harris útskrifaðist úr umræddum skóla í fyrra. AP fréttaveitan hefur eftir vitnum að Harris hafi gengið um skólann og kallað: „Þið munið öll deyja!“. Þá segir ein stúlka í skólanum að hún hafi staðið andspænis Harris en byssa hans hefði staðið á sér og hún hefði getað hlaupið á brott. Harris skildi eftir miða sem Sack las upp fyrir blaðamenn í gærkvöldi. Þar skrifaði Harris um það að hann ætti enga vini, enga fjölskyldu eða kærustu og lifði einangruðu lífi. Lýsti hann sjálfur þeim aðstæðum sem „fullkomnu óveðri“ fyrir fjöldamorðingja. Eins og áður segir dóu tveir í árásinni. Þær Alexzandria Bell, sem var fimmtán ára gömul, og Jean Kuczka, sem var 61 árs. Fjölskylda Kcuzka segir hana hafa verið skotna þegar hún steig á milli árásarmannsins og nemenda sem hún var að kenna, eftir að Harris ruddist inn í kennslustofu hennar. Hún lést á sjúkrahúsi. Lögreglan segir að Bell hafi verið látin þegar hún fannst á gangi skólans. Sjö öryggisverðir vinna í umræddum skóla og eru útidyr hans ávallt læstar. Einn öryggisvarðanna sá Harris komast inn um eina hurðina og var lögreglan kölluð til. Ekki liggur fyrir hvernig hann komst inn en hurðin mun hafa verið læst. Fyrstu lögregluþjónarnir mættu á vettvang klukkan 9:15, fjórum mínútum eftir að tilkynningin barst. Klukkan 9:23 fannst Harris í skólanum þar sem hann hafði lokað sig inni í kennslustofu. Lögregluþjónar skiptust á skotum við hann og skutu hann til bana. Harris bar mikið magn skotfæra á sér.AP/Lögreglan í St. Louis. Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
„Þetta hefði getað farið mun verr,“ sagði Michael Sack, yfirmaður lögreglunnar í St. Louis á blaðamannafundi í gær. Harris útskrifaðist úr umræddum skóla í fyrra. AP fréttaveitan hefur eftir vitnum að Harris hafi gengið um skólann og kallað: „Þið munið öll deyja!“. Þá segir ein stúlka í skólanum að hún hafi staðið andspænis Harris en byssa hans hefði staðið á sér og hún hefði getað hlaupið á brott. Harris skildi eftir miða sem Sack las upp fyrir blaðamenn í gærkvöldi. Þar skrifaði Harris um það að hann ætti enga vini, enga fjölskyldu eða kærustu og lifði einangruðu lífi. Lýsti hann sjálfur þeim aðstæðum sem „fullkomnu óveðri“ fyrir fjöldamorðingja. Eins og áður segir dóu tveir í árásinni. Þær Alexzandria Bell, sem var fimmtán ára gömul, og Jean Kuczka, sem var 61 árs. Fjölskylda Kcuzka segir hana hafa verið skotna þegar hún steig á milli árásarmannsins og nemenda sem hún var að kenna, eftir að Harris ruddist inn í kennslustofu hennar. Hún lést á sjúkrahúsi. Lögreglan segir að Bell hafi verið látin þegar hún fannst á gangi skólans. Sjö öryggisverðir vinna í umræddum skóla og eru útidyr hans ávallt læstar. Einn öryggisvarðanna sá Harris komast inn um eina hurðina og var lögreglan kölluð til. Ekki liggur fyrir hvernig hann komst inn en hurðin mun hafa verið læst. Fyrstu lögregluþjónarnir mættu á vettvang klukkan 9:15, fjórum mínútum eftir að tilkynningin barst. Klukkan 9:23 fannst Harris í skólanum þar sem hann hafði lokað sig inni í kennslustofu. Lögregluþjónar skiptust á skotum við hann og skutu hann til bana. Harris bar mikið magn skotfæra á sér.AP/Lögreglan í St. Louis.
Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira