„Vonandi borðar hann ekki og drekkur of mikið“ Sindri Sverrisson skrifar 25. október 2022 07:31 Erling Haaland fær að fara í frí til Spánar og Noregs á meðan að liðsfélagar hans fara flestir á HM í Katar í næsta mánuði. Getty/Robbie Jay Barratt Pep Guardiola sagði í gær að Erling Haaland væri enn betri knattspyrnumaður en hann hefði haldið, og jafnframt einbeittur í að bæta sig. Guardiola grínaðist einnig með að Haaland þyrfti að hafa stjórn á mataræðinu í langa fríinu sem hann á fyrir höndum. Haaland hefur skorað 22 mörk í 14 leikjum fyrir Manchester City fyrir endurkomuna á heimavöll Dortmund í Meistaradeild Evrópu í kvöld. City-menn spila sex leiki á næstu átján dögum en svo tekur við eins og hálfs mánaðar hlé fram að jólum, vegna HM í Katar. Þar verður Haaland hvergi sjáanlegur því Noregur komst ekki á HM, og fyrri hluta hlésins fær Norðmaðurinn að vera í fríi: „Hann verður í Marbella [á Spáni] eða í Noregi,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi í gær. Margir óttast kannski að Haaland verði enn öflugri eftir HM-hléið, þegar mótherjar hans verða ef til vill margir hverjir þreyttir eftir HM. „Hversu fullkominn hann verður veltur á því hvernig hann hagar sér í Marbella. Hann á hús þar. Hann mun spila golf en vonandi borðar hann ekki og drekkur of mikið! Þetta er í fyrsta sinn á ævi okkar sem að þetta gerist [að HM er að vetri til] svo við vitum ekki hvernig leikmennirnir koma út úr því. Ef þeir verða heimsmeistarar verða þeir mjög jákvæðir. Eða þá að þeir falla snemma út og fá meira frí. Þetta er ótrúlega þétt leikjadagskrá og þið hafið séð hvernig margir leikmenn eru að missa af HM út af þessari klikkuðu dagskrá,“ sagði Guardiola. Pep wants Haaland to lay off the carbs during the World Cup break pic.twitter.com/wks9yin7P5— ESPN FC (@ESPNFC) October 24, 2022 „Vissi ekki hversu góður hann er á litlu svæði í teignum“ Guardiola viðurkenndi á blaðamannafundinum í Dortmund í gær að hann hefði ekki alveg gert sér grein fyrir því að Haaland væri svo ofboðslega góður sem raun ber vitni. „Ég vissi að hann myndi ráða vel við það þegar liðið vinnur boltann hratt og að hann er óstöðvandi á 30-40 metrum. En ég vissi ekki hversu góður hann er á litlu svæði í teignum. Hann hefur skorað mörg mörk fyrir okkur vegna þess hvað hann hreyfir sig vel. Hann er með svo gott innsæi og það sést sérstaklega í því hvernig hann hreyfir sig. Hann færir sig frá kraðakinu og nálgast boltann. Þetta eru ekki auðveldar hreyfingar fyrir framherja. Hann er svo klár í að gera þessar hreyfingar á réttum augnablikum. Þar fyrir utan eru vinnubrögð hans til fyrirmyndar. Hann er einn af þeim fyrstu til að mæta á æfingasvæðið og einn af þeim síðustu heim. Hann hugsar fullkomlega um líkama sinn. Hann er vel að sér varðandi það hvernig atvinnumaður þarf að lifa og ég held að hann ætli sér bara að verða betri,“ sagði Guardiola. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Sjá meira
Haaland hefur skorað 22 mörk í 14 leikjum fyrir Manchester City fyrir endurkomuna á heimavöll Dortmund í Meistaradeild Evrópu í kvöld. City-menn spila sex leiki á næstu átján dögum en svo tekur við eins og hálfs mánaðar hlé fram að jólum, vegna HM í Katar. Þar verður Haaland hvergi sjáanlegur því Noregur komst ekki á HM, og fyrri hluta hlésins fær Norðmaðurinn að vera í fríi: „Hann verður í Marbella [á Spáni] eða í Noregi,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi í gær. Margir óttast kannski að Haaland verði enn öflugri eftir HM-hléið, þegar mótherjar hans verða ef til vill margir hverjir þreyttir eftir HM. „Hversu fullkominn hann verður veltur á því hvernig hann hagar sér í Marbella. Hann á hús þar. Hann mun spila golf en vonandi borðar hann ekki og drekkur of mikið! Þetta er í fyrsta sinn á ævi okkar sem að þetta gerist [að HM er að vetri til] svo við vitum ekki hvernig leikmennirnir koma út úr því. Ef þeir verða heimsmeistarar verða þeir mjög jákvæðir. Eða þá að þeir falla snemma út og fá meira frí. Þetta er ótrúlega þétt leikjadagskrá og þið hafið séð hvernig margir leikmenn eru að missa af HM út af þessari klikkuðu dagskrá,“ sagði Guardiola. Pep wants Haaland to lay off the carbs during the World Cup break pic.twitter.com/wks9yin7P5— ESPN FC (@ESPNFC) October 24, 2022 „Vissi ekki hversu góður hann er á litlu svæði í teignum“ Guardiola viðurkenndi á blaðamannafundinum í Dortmund í gær að hann hefði ekki alveg gert sér grein fyrir því að Haaland væri svo ofboðslega góður sem raun ber vitni. „Ég vissi að hann myndi ráða vel við það þegar liðið vinnur boltann hratt og að hann er óstöðvandi á 30-40 metrum. En ég vissi ekki hversu góður hann er á litlu svæði í teignum. Hann hefur skorað mörg mörk fyrir okkur vegna þess hvað hann hreyfir sig vel. Hann er með svo gott innsæi og það sést sérstaklega í því hvernig hann hreyfir sig. Hann færir sig frá kraðakinu og nálgast boltann. Þetta eru ekki auðveldar hreyfingar fyrir framherja. Hann er svo klár í að gera þessar hreyfingar á réttum augnablikum. Þar fyrir utan eru vinnubrögð hans til fyrirmyndar. Hann er einn af þeim fyrstu til að mæta á æfingasvæðið og einn af þeim síðustu heim. Hann hugsar fullkomlega um líkama sinn. Hann er vel að sér varðandi það hvernig atvinnumaður þarf að lifa og ég held að hann ætli sér bara að verða betri,“ sagði Guardiola.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Sjá meira